Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

631/2023

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1084/2020, um hlutdeildarlán, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað"sex" í 1. málsl. kemur: tólf.
  2. 2. málsl. orðast svo: Miða skal við að úthlutun fari að jafnaði fram mánaðarlega og að sex úthlutanir fari fram á tímabilinu 1. janúar til 30. júní og sex úthlutanir á tímabilinu 1. júlí til 31. desember ár hvert.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðanna "7.908.000 kr.", "11.046.000 kr." og "1.632.000 kr." í 1. mgr. kemur: 8.748.000 kr.; 12.219.000 kr.; og 1.805.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðanna "5.249.000 kr.", "7.343.000 kr." og "1.632.000 kr." í 2. mgr. kemur: 5.807.000 kr.; 8.123.000 kr.; og 1.805.000 kr.

3. gr.

2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Hámarksverð hagkvæmra íbúða skal miðast við fermetra- og herbergjafjölda íbúðar þannig að bæði skilyrðin séu uppfyllt innan viðkomandi verðflokks og er sem hér segir:

  1. Á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ:
Herbergjafjöldi Fermetrar Hámarksverð
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 30 m² 38.500.000 kr.
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 40 m² 45.000.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 50 m² 51.500.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 60 m² 58.000.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 70 m² 62.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 80 m² 69.000.000 kr.
Að lágmarki 3 svefnherbergi Að lágmarki 90 m² 74.000.000 kr.
Að lágmarki 4 svefnherbergi Að lágmarki 100 m² 80.500.000 kr.
  1. Á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. í Akraneskaupstað, Akureyrarbæ, Grindavíkurbæ, Hveragerðisbæ, Hörgársveit, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Vogum og Sveitarfélaginu Ölfusi:
Herbergjafjöldi Fermetrar Hámarksverð
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 30 m² 32.500.000 kr.
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 40 m² 38.000.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 50 m² 43.000.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 60 m² 48.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 70 m² 52.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 80 m² 58.000.000 kr.
Að lágmarki 3 svefnherbergi Að lágmarki 90 m² 62.500.000 kr.
Að lágmarki 4 svefnherbergi Að lágmarki 100 m² 67.500.000 kr.
  1. Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða:
Herbergjafjöldi Fermetrar Hámarksverð
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 30 m² 30.000.000 kr.
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 40 m² 35.000.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 50 m² 40.000.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 60 m² 45.000.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 70 m² 48.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 80 m² 53.500.000 kr.
Að lágmarki 3 svefnherbergi Að lágmarki 90 m² 57.500.000 kr.
Að lágmarki 4 svefnherbergi Að lágmarki 100 m² 62.000.000 kr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 6. mgr. 29. gr. a. og 1. og. 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. d. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, öðlast þegar gildi og skal gilda um hlutdeildarlán sem úthlutað er frá og með gildistökudegi reglugerðarinnar, 21. júní 2023.

Innviðaráðuneytinu, 15. júní 2023.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.