Prentað þann 22. des. 2024
626/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.
1. gr.
Við 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/267 frá 16. febrúar 2021 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til langæis COVID-19-hættuástandsins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna skírteina, leyfa og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga og framlengingu tiltekinna tímabila sem um getur í reglugerð (ESB) 2020/698, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 89/2021 frá 3. mars 2021, um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 8. apríl 2021, bls. 104.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/2224 frá 23. desember 2020 um sameiginlegar reglur til að tryggja grunntengjanleika í vöruflutningum og farþegaflutningum eftir lok aðlögunartímabilsins sem kveðið er á um í samningnum um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2020 frá 30. desember 2020, um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 21. janúar 2021, bls. 55.
2. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða með fyrirsögn, svohljóðandi:
Ákvæði til bráðabirgða.
Í þeim tilvikum þar sem handhafi almenns rekstrarleyfis hefur ekki haft fullnægjandi fjárhagsstöðu skv. 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. á bilinu 1. september 2020 til 30. júní 2021, skal veita rekstrarleyfishafa að hámarki 12 mánaða frest til að uppfylla kröfu um fullnægjandi fjárhagsstöðu. Það sama gildir í þeim tilvikum þar sem rekstrarleyfishafi uppfyllir ekki skilyrði um tiltæk ökutæki skv. 1. mgr. 5. gr.
3. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 11. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 27. maí 2021.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Jónas Birgir Jónasson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.