Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

625/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 619/2017 um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó.

1. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þann 15. ágúst 2025 öðlast gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1239 frá 20. júní 2019 um að koma á sameiginlegri gátt fyrir siglingar í Evrópu og um niðurfellingu á tilskipun 2010/65/ESB. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2022 frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 658-681.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. og 3. mgr. 16. gr. c og 1. mgr. 17. gr. laga um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 27. maí 2022.

F. h. r.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Eggert Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.