Fara beint í efnið

Prentað þann 2. jan. 2025

Breytingareglugerð

622/2024

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast 24 nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1332 frá 29. júní 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei CBS 114044, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, eldiskalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis og fráfærugrísi (leyfishafi er Roal Oy) og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 902/2009. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 432.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1341 frá 30. júní 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndum með Lactiplantibacillus plantarum DSM 12836, Lactiplantibacillus plantarum DSM 12837, Lentilactobacillus buchneri DSM 16774, Pediococcus acidilactici DSM 16243, Pediococcus pentosaceus DSM 12834, Lacticaseibacillus paracasei DSM 16245, Levilactobacillus brevis DSM 12835, Lacticaseibacillus rhamnosus NCIMB 30121, Lactococcus lactis NCIMB 30160, Lentilactobacillus buchneri DSM 12856 og Lactococcus lactis DSM 11037 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1263/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 435.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1405 frá 3. júlí 2023 um leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum ATCC 55058 og blöndu með Lactiplantibacillus plantarum ATCC 55942 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 455.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1342 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Aspergillus oryzae DSM 33699, sem fóðuraukefni fyrir alifugla, eldissvín, fráfærugrísi og gyltur (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi hans er DSM Nutritional Products Sp. z o.o.) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 837/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 450.
  5. Framkvæmdarreglugerð famkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1416 frá 5. júlí 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum DSM 8862 og DSM 8866 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 93/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 459.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1417 frá 5. júlí 2023 um leyfi fyrir smjörsýru, etýlbútýrati, etýlísóbútýrati, etýlísóvalerati, metýlísóvalerati, 2-metýl-2- pentensýru, 6-metýlhept-5-en-2-óni, úndekan-2-óni, oktan-2-óni, nónan-2-óni, oktan-3-óni, trídekan-2-óni, 5-metýlhept-2-en-4-óni, dódekanó-1,5-laktóni, tetradekanó-1,5-laktóni, 5-metýlfúrfúrali, 4-fenýlbút-3-en-2-óni, p-anisýlalkóhóli, 4-metoxýbensaldehýði, píperónali, vanillíni, p-anisýlasetati, bensýlbensóati, ísóbútýlsalisýlati, ísópentýlsalisýlati, bensýlsalisýlati og dífenýleter sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 462.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1443 frá 11. júlí 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum DSM 19457 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1065/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 492.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1455 frá 13. júlí 2023 um aðkallandi bráðabirgðaleyfi fyrir kóbalt(II)asetattetrahýdrati, kóbalt(II)karbónati, kóbalt(II)karbónathýdroxíð(2:3)mónóhýdrati og kóbalt(II)súlfatheptahýdrati sem fóðuraukefni fyrir jórturdýr með virka vömb, dýr af hestaætt og nartara. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 496.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2583 frá 20. nóvember 2023 um leyfi fyrir L-ísólevsíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum KCCM 80185, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 506.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2594 frá 21. nóvember 2023 að því er varðar synjun um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með róbenidínhýdróklóríði (Cycostat 66G) sem fóðuraukefni fyrir kanínur til undaneldis og eldiskanínur (leyfishafi er Zoetis Belgium S.A.) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 532/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 510.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2628 frá 27. nóvember 2023 um leyfi fyrir gúanidínediksýru og blöndu með gúanidínediksýru sem fóðuraukefni í fóður og í drykkjarvatn fyrir kjúklinga sem eru aldir til undaneldis og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og í drykkjarvatn fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Alzchem Trostberg GmbH) og um leiðréttingu og breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1768. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 513.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2632 frá 27. nóvember 2023 um leyfi fyrir dínatríum-5′-inósínati, sem er framleitt með gerjun með Corynebacterium stationis KCCM 80235, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 523.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2644 frá 28. nóvember 2023 um leyfi fyrir mjólkursýru, sem er framleidd með Weizmannia coagulans DSM 32789, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir að undanskildum öllum lagardýrum og jórturdýrum með óvirka vömb. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 526.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2645 frá 28. nóvember 2023 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betamannanasa, sem er framleiddur með Paenibacillus lentus DSM 33618, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis og allar tegundir alifugla sem eru aldar til varps eða til undaneldis, fráfærugrísi, fráfærugrísi af aukategundum svína, eldissvín og aukategundir svína til eldis (leyfishafi er Elanco GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 529.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2646 frá 28. nóvember 2023 um leyfi fyrir blöndu með Lentilactobacillus buchneri DSM 32650 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 533.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2647 frá 28. nóvember 2023 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 5750 og Bacillus paralicheniformis DSM 5749 sem fóðuraukefni fyrir eldiskálfa, lömb til eldis og til slátureldis og aukategundir jórturdýra til eldis og til slátureldis og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2308 að því er varðar skilmála leyfisins fyrir þeirri blöndu fyrir mjólkurgrísi (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 536.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2662 frá 29. nóvember 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/447 að því er varðar skilmála leyfisins fyrir blöndu með Bacillus subtilis (DSM 5750) og Bacillus licheniformis (DSM 5749) fyrir eldiskalkúna (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 541.
  18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1682 frá 29. júní 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir dímetýlglýsínnatríumsalti sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Taminco BV) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 371/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 619.
  19. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1712 frá 7. september 2023 um leyfi fyrir sólsetursgulu FCF sem fóðuraukefni fyrir ketti, hunda, skrautfiska, skrautfugla sem eru kornætur og lítil nagdýr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 623.
  20. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1334 frá 29. júní 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir koparklósambandi af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 349/2010. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2024, frá 26. apríl 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 134.
  21. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2732 frá 7. desember 2023 um leyfi fyrir efnablöndu með Macleaya cordata-blöndu sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis (leyfishafi er Phytobiotics Futterzusatzstoffe GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2024, frá 26. apríl 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 139.
  22. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2733 frá 7. desember 2023 um leyfi fyrir blöndu með díklasúríli (Coxiril) sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og fasana (leyfishafi er Huvepharma NV) og um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/46. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2024, frá 26. apríl 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 143.
  23. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2734 frá 7. desember 2023 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae DBVPG 48 SF sem fóðuraukefni fyrir hesta, jórturdýr til mjólkurframleiðslu og svín (leyfishafi er Mazzoleni S.p.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2024, frá 26. apríl 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 148.
  24. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2736 frá 7. desember 2023 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus velezensis NITE BP-01844 sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, kalkúna sem eru aldir til undaneldis, aukategundir alifugla sem eru aldar til varps eða til undaneldis og skrautfugla (leyfishafi er Toa Biopharma Co., Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2024, frá 26. apríl 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 152.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 17. maí 2024.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.