Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. jan. 2022

Reglugerð með breytingum síðast breytt 28. maí 2013

620/2012

Reglugerð um takmarkanir á veiðum íslenskra skipa úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja.

1. gr.

Veiðar íslenskra skipa úr deilistofnum í lögsögum annarra ríkja eru óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Skilyrði fyrir leyfisveitingu Fiskistofu er að fyrir hendi séu samningar um nýtingu á viðkomandi stofni með tilheyrandi aðgangi að lögsögu þess ríkis sem um ræðir.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum III. kafla laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er íslenskum skipum sem hafa þegar hafið veiðiferð fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, heimilt að ljúka henni.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.