Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. des. 2021
Sýnir breytingar gerðar 1. des. 2021 af rg.nr. 1356/2021

614/2004

Reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum.

1. gr. Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að tryggja öryggi vegfarenda í samgöngumannvirkjum með fyrirbyggjandi aðgerðum og fullnægjandi viðbúnaði vegna eldsvoða og mengunaróhappa.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um brunavarnir í samgöngumannvirkjum í eigu opinberra aðila eða einkaaðila.

3. gr. Skilgreiningar og orðskýringar.

Merking hugtaka í reglugerð þessari er sem hér segir:

Áhættumat: Mat á líkum fyrir því að tiltekið óhapp verði og hvaða afleiðingar það hefur.
Brunahönnun: Sérstök hönnun sem tekur til brunavarna í mannvirki.
Brunavarnir: Eldvarnir, starfsemi slökkviliðs og aðgerðir einstaklinga og fyrirtækja sem mælt er fyrir um í lögum um brunavarnir.
Eldvarnir: Allar fyrirbyggjandi aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir eldsvoða.
Samgöngumannvirki: Veggöng, vegskálar, yfirbyggingar og önnur mannvirki sem þeim fylgja á þjóðvegakerfi landsins, hvort sem er ofanjarðar eða neðan, og eru lengri en 250 m.
Viðbragðsaðili: Aðili sem bregst við útkalli vegna óhapps í samgöngumannvirki.

4. gr. Brunahönnun og áhættumat.

Hanna skal brunavarnir og meta áhættu fyrir öll samgöngumannvirki sem tekin eru í notkun eftir gildistöku reglugerðar þessarar. Brunahönnun og áhættumat skulu gerð í samræmi við leiðbeiningar sem BrunamálastofnunHúsnæðis- og mannvirkjastofnun gefur út og samþykkt af byggingaryfirvöldum í viðkomandi sveitarfélagi að fengnu áliti slökkviliðsstjóra áður en samgöngumannvirkið er tekið í notkun. Brunahönnun skal m.a. fela í sér gerð viðbragðsáætlunar fyrir samgöngumannvirkið, sbr. 5. gr.

Brunahönnun samgöngumannvirkis sem er þannig staðsett að það tengir tvö sveitarfélög eða fleiri skal samþykkt af byggingaryfirvöldum í þeim öllum.

Slökkviliðsstjóri skal gera úttekt á brunavörnum samgöngumannvirkis sem tekið hefur verið í notkun fyrir gildistöku reglugerðar þessarar og gera kröfu um úrbætur ef ástæða er til. Sé brunavörnum slíks mannvirkis í veigamiklum atriðum ábótavant getur slökkviliðsstjóri gert kröfu um að gerð sé brunahönnun á mannvirkinu í samræmi við ákvæði 1. mgr.

Ef verulegar breytingar eru gerðar á samgöngumannvirki sem tekið var í notkun fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, skal hanna brunavarnir og meta áhættu í mannvirkinu í samræmi við ákvæði 1. mgr.

Endurskoða skal brunahönnun og áhættumat samgöngumannvirkis á fimm ára fresti eða ef verulegar breytingar verða á forsendum brunahönnunar.

5. gr. Viðbragðsáætlun.

Í viðbragðsáætlun skal gera grein fyrir því hvernig brugðist er við óhappi í samgöngumannvirki út frá þeim forsendum sem liggja til grundvallar við brunahönnun og áhættumat, sbr. 4. gr., svo sem aðkomu viðbragðsaðila, hlutverki eiganda, viðbrögðum starfsmanna hans við óhöppum, fyrirkomulagi fjarskiptamála og aðstöðu til björgunar.

Ef samgöngumannvirki tengir tvö eða fleiri sveitarfélög skal í viðbragðsáætlun gera grein fyrir hlutverki hvers sveitarfélags um sig, sbr. 6. gr.

Í viðbragðsáætlun skal koma skýrt fram hvernig fyrirmæli í áætluninni eru æfð og tíðni æfinga.

6. gr. Samstarf sveitarfélaga og brunavarnaráætlun.

Þegar samgöngumannvirki tengir saman tvö eða fleiri sveitarfélög skulu sveitarfélögin gera með sér skriflegt samkomulag um forræði á brunavörnum í samgöngumannvirkinu og skal það koma fram í brunavarnaráætlunum sveitarfélaganna, sbr. 13. gr. laga um brunavarnir.

Gera skal grein fyrir viðbragðsáætlun samgöngumannvirkis í brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags.

7. gr. Skyldur eigenda.

Eigandi samgöngumannvirkis ber ábyrgð á brunavörnum í því, að brunavarnir séu virkar og að haft sé reglubundið eftirlit með þeim.

Fyrir sérhvert samgöngumannvirki skal vera til viðhaldsáætlun þar sem gerð er grein fyrir viðhaldi alls búnaðar sem varðar öryggi vegfarenda. Viðhald öryggisbúnaðar skal vera í höndum viðurkenndra fagaðila.

8. gr. Takmarkanir á notkun samgöngumannvirkis.

Lögregla getur, í samráði við slökkviliðsstjóra og eiganda, sett takmarkanir á notkun samgöngumannvirkis, svo sem varðandi flutning hættulegs farms, gerð farartækja, ökuhraða og umferð gangandi vegfarenda, í samræmi við ákvæði umferðarlaga nr. 5077/19872019.

9. gr. Eftirlit með samgöngumannvirkjum.

Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á að eldvarnareftirlit í samgöngumannvirkjum sé framkvæmt árlega.

Eftirlit slökkviliðsstjóra leysir eiganda ekki undan þeirri skyldu að hafa virkt öryggiseftirlit í samgöngumannvirkinu, sbr. 7. gr.

10. gr. Sérstakar ráðstafanir.

Slökkviliðsstjóri getur, að höfðu samráði við eiganda og sveitarstjórn, lagt svo fyrir að í samgöngumannvirkjum séu gerðar sérstakar ráðstafanir til brunavarna, t.d. með uppsetningu á sérhæfðum búnaði til viðvörunar- og slökkvistarfs og þjálfun tiltekinna starfsmanna í brunavörnum og slökkvistarfi. Slíkar ráðstafanir skulu koma fram í brunavarnaáætlun sveitarfélagsins. Eigandi samgöngumannvirkis greiðir kostnað af slíkum ráðstöfunum.

11. gr. Æfingar.

Slökkviliðsstjóri skal reglulega halda æfingar með eiganda samgöngumannvirkis og lögreglu í samræmi við fyrirmæli viðbragðsáætlunar. Óheimilt er að taka nýtt samgöngumannvirki í notkun nema viðbragðsáætlun þess hafi verið æfð.

Eiganda eða fulltrúa hans er skylt að koma að undirbúningi æfinga og taka þátt í þeim. Slökkviliðsstjóri skal tryggja að æfingin hafi eins lítil áhrif á rekstur samgöngumannvirkisins og kostur er.

12. gr. Viðurlög.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum. Séu sakir miklar varða brot fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

13. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, er sett samkvæmt heimild í 39. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. 3. mgr. 39. gr. laganna.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 Umhverfisráðuneytinu, 13. júlí 2004. 

 Siv Friðleifsdóttir. 

 Ingimar Sigurðsson. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.