Prentað þann 25. nóv. 2024
612/2024
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1551/2023, um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "frá heilsugæslu- eða heimilislækni" í 6. tölul. 1. mgr. kemur: skv. 4. gr. reglugerðar nr. 313/2017, um tilvísanir fyrir börn,".
- Við 6. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Börn á aldrinum tveggja ára til og með 17 ára greiða ekkert gjald fyrir bráða- og vaktþjónustu sérfræðinga í barnalækningum og þjónustu sérfræðinga í augnlækningum og kvensjúkdómalækningum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
- 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Börn greiða ekkert gjald.
- 4. tölul. 1. mgr. fellur brott.
- 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Börn greiða ekkert gjald.
- 4. tölul. 2. mgr. fellur brott.
3. gr.
Á eftir orðinu "heilsugæslustöð" í 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar kemur: eða sjúkrahúsi.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, sbr. 2. mgr. 17. gr. og 2. mgr. 19. gr. sömu laga, öðlast gildi 1. júní 2024.
Heilbrigðisráðuneytinu, 23. maí 2024.
Willum Þór Þórsson.
Sigurður Kári Árnason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.