Prentað þann 16. jan. 2025
601/1995
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, með síðari breytingum.
1. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Starfsemi telst vera rekin í samkeppni við atvinnufyrirtæki skv. reglugerð þessari þegar viðkomandi vara eða þjónusta er almennt í boði hjá atvinnufyrirtækjum hér á landi, enda sé útskattur af hinni skattskyldu starfsemi að jafnaði hærri en frádráttarbær innskattur.
Lögbundin starfsemi opinberra aðila telst m.a. ekki vera rekin í samkeppni við atvinnufyrirtæki í skilningi 1. mgr. í eftirfarandi tilfellum:
1. Þegar öðrum aðilum er ekki heimilt að veita sambærilega þjónustu með sömu réttaráhrifum.
2. Þegar viðkomandi þjónusta beinist eingöngu að öðrum opinberum aðilum, hún verður ekki veitt af atvinnufyrirtækjum nema í umboði viðkomandi opinbers aðila og að því tilskyldu að virðisaukaskattur af viðkomandi vinnu og þjónustu fáist endurgreiddur samkvæmt 12. gr.
2. gr.
Í stað reglugerðarnúmersins "501/1989" í 11. gr. kemur: 50/1993.
3. gr.
Við 5. tölul. 12. gr. reglugerðarinnar bætast orðin: og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 3. gr., 3. mgr. 42. gr. og 1. mgr. 49. gr. laga nr. 50 /1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi nú þegar.
Fjármálaráðuneytið, 20. nóvember 1995.
F. h. r.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.
Hermann Jónasson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.