Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

599/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar.

1. gr.

6. töluliður 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: afhenda almennum notanda raforku til bráðabirgða, sbr. ákvæði 5. mgr. 7. gr.

2. gr.

Ákvæði 5. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Komi upp þær aðstæður að almennur notandi hefur ekki gert raforkusölusamning við sölufyrirtæki, viðkomandi er ekki með gildan raforkusölusamning við notendaskipti, sbr. 3. mgr., en er engu að síður með virka neysluveitu, ber dreifiveitu að setja hann í viðskipti við það sölufyrirtæki sem síðast var skráð á viðkomandi neysluveitu. Samtímis skal dreifiveita senda notanda skriflega viðvörun um stöðvun raforkuafhendingar í samræmi við 3. mgr. 11. gr. Hafi notandi ekki gert samning við söluaðila að 30 dögum liðnum frá viðvörun er dreifiveitu heimilt að stöðva raforkuafhendingu til viðkomandi notanda. Sé viðskiptavinur með raforkusölusamning við fleiri en einn raforkusala ber honum við notendaskipti að tilkynna hvaða söluaðili á að fylgja notendaskiptunum. Að öðrum kosti fer með slík notendaskipti í samræmi við málsgrein þessa. Um nánari framkvæmd notendaskipta fer eftir leiðbeiningum Orkustofnunar.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 20. gr. raforkulaga nr. 65/2003, öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. maí 2022.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.