Fara beint í efnið

Prentað þann 7. jan. 2025

Breytingareglugerð

589/2022

Reglugerð um breytingu á ákvæðum reglugerða nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað og nr. 1273/2020 um stuðning við garðyrkju.

I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað, með síðari breytingum.

1. gr.

1. og 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi: Ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum árlega. Umsóknum skal skila inn í rafrænt umsóknarkerfi og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1273/2020 um stuðning við garðyrkju, með síðari breytingum.

2. gr.

1. og 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi: Ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum árlega. Umsóknum skal skila inn í rafrænt umsóknarkerfi og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 18. maí 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Elísabet Anna Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.