Fara beint í efnið

Prentað þann 15. jan. 2025

Breytingareglugerð

588/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.

1.gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aðili, sem selur skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna ein 800.000 kr. á almanksári skal á næsta almanaksári nota það sem uppgjörstímabil. Jafnframt skulu aðilar sem eru að hefja skattskylda starfsemi nota almanaksárið sem uppgjörstímabil.

Ákvæði þetta tekur ekki til eftirtalinna aðila:

  1. Aðila sem falla undir 2. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr.
  2. Aðila sem falla undir I. kafla reglugerðar nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka srkáningu vegna leigu eða sölu fasteigna.
  3. Aðila sem hafa yfirtekið rekstur skv. 4. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, enda hafi seljanda ekki borið að gera upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr.
  4. Aðila sem fengið hafa skráningu skv. 4. gr. eða 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 515/1996, um skráningu virðisaukaskattskyldra aðila
  5. Aðila sem gera upp virðisaukaskatt samkvæmt reglugerð nr. 58/1991, um innheimtu virðisaukaskatts af dansleikjum og öðrum skemmtanaskattsskyldum samkomum.

Skattstjóri skal tilkynna aðila um breytt uppgjörstímabil hafi skattskyld velta hans undanfarið almanaksár verið undir þeim mörkum sem greinir í 1. mgr.

Fari skattskyld velta aðila skv. 1. mgr. umfram þau mörk sem þar greinir skal hann á næsta gjalddaga almennra uppgjörstímabila, sbr. 1. gr., gera upp mismun þess útskatts og innskatts sem fallið hefur á sölu og kaup skattaðila á almanaksárinu.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal aðili sem hættir starfsemi gera upp mismun þess útskatts og innskatts sem fallið hefur á sölu og kaup hans á almanaksárinu á gjalddaga þess almenna uppgjörstímabils sem starfsemi lýkur.

2.gr.

Í stað orðanna "leiðréttingaruppgjör skv. 3. mgr. 3. gr." í 2. mgr. 6. gr. kemur: uppgjör skv. 4. og 5. mgr. 3. gr.

3.gr.

Í stað orðanna "3. mgr. 3.gr." í 2. mgr. 15.gr. kemur: 4. eða 5. mgr. 3. gr.

4.gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 24. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 1997.

Bráðabirgðaákvæði.

Aðilar sem hafa skattskylda veltu undir 800.000 kr. á almanaksárinu 1996 skulu nota ársuppgjörstímabil skv. 1. mgr. 3. gr. frá og með 1. janúar 1997.

Fjármálaráðuneytinu, 7. nóvember 1996.

F.h.r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Hermann Jónasson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.