Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 8. nóv. 2018
Sýnir breytingar gerðar 7. apríl 2015 – 8. nóv. 2018 af rg.nr. 148/2015 og 974/2018

585/2010

Reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla.

I. KAFLI Almenn ákvæði.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til nemenda sem þurfa sérstakan stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir.

Ef nemendur þurfa á þjónustu að halda sem er umfram þau mörk sem skylda sveitarfélaga nær til samkvæmt 4. gr. fer um réttindi þeirra skv. gildandi lögum um málefni fatlaðra.

Reglugerð þessi tekur einnig til nemenda með sérþarfir í grunnskólum sem fengið hafa viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra skv. 43. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

2. gr. Skilgreiningar.

Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:

Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir.

Með skóla án aðgreiningar er átt við grunnskóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda í almennu skólastarfi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi.

Með sérúrræði er átt við skólavist sem kallar á málsmeðferð skv. V. og VI. kafla, þ.e. í sérdeildum sem reknar eru innan tiltekinna grunnskóla, skólavist í sérskóla þar sem slíkt úrræði er til staðar og sjúkrakennslu. Almennur stuðningur við nemendur í kennslustundum telst ekki til sérúrræða í þessum skilningi.

Með sérkennurum og öðrum fagaðilum er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til umsjónarkennara og annarra grunnskólakennara. Til fagaðila annarra en sérkennara teljast m.a. þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem starfa við sérfræðiþjónustuskólaþjónustu skóla og sérfræðistofnanir.

Með fræðsluyfirvöldum er átt við mennta- og menningarmálaráðuneyti, sveitarstjórnir, skólaskrifstofur og hlutaðeigandi skólastjóra.

Foreldrar samkvæmt reglugerð þessari teljast þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga.

3. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að nemendur:

  1. fái jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra,
  2. fái fjölbreytt nám við hæfi í hvetjandi námsumhverfi og í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu,
  3. geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra,
  4. hafi jöfn tækifæri í grunnskólum í samræmi við alþjóðlega samninga um réttindi barna og fatlaðra.

4. gr. Skyldur sveitarfélaga og réttindi nemenda.

Sveitarfélögum er skylt að sjá til þess að skólaskyld börn, sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eða eru vistuð hjá fósturforeldrum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, fái sérstakan stuðning í skólastarfi í samræmi við metnar sérþarfir þeirra og eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð þessari.

Nemendur eiga rétt á:

  1. að komið sé til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra í skóla án aðgreiningar án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis,
  2. að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur miðað við aldur þeirra og þroska og þeim veitt aðstoð, þar sem tekið er tillit til sérþarfa þeirra og aldurs,
  3. að þeir geti nýtt sér viðeigandi samskiptamáta, s.s. táknmál, blindraletur og viðeigandi tækjabúnað, aðlöguð námsgögn, aðstöðu og kennslu til að stuðla að sem bestri menntun, sjálfsstyrkingu og félagsþroska.

II. KAFLI Þörf fyrir sérstakan stuðning.

5. gr. Upplýsingar frá leikskóla til grunnskóla.

Persónuupplýsingar og greiningargögn sem fyrir liggja um hvert einstakt barn í leikskóla og nauðsynleg eru fyrir velferð og aðlögun þess í grunnskóla skulu fylgja því, enda sé krafist þagnarskyldu og málsmeðferðar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Foreldrum skal gerð grein fyrir þessari upplýsingamiðlun.

Um miðlun upplýsinga fer nánar eftir því sem mælt er fyrir um í reglugerð nr. 897/2009 um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskólum og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn þeirra og reglugerð nr. 896/2009 um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla.

6. gr. Ábyrgð skólastjóra grunnskóla.

Skólastjóri skal hlutast til um að metið sé hvort í skólanum séu nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi í námi að halda. Jafnframt ber skólastjóri ábyrgð á því að brugðist verði við skjótt í samræmi við metnar sérþarfir og einnig stöðu nemenda að öðru leyti eftir því sem tilefni gefst til.

Skólastjóri hefur forgöngu um að skipuleggja stuðning í námi fyrir nemendur sem hefja nám og hafa sérþarfir samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.

Skólastjóri ber ábyrgð á því að mat á sérþörfum og skipulagning stuðnings fari ávallt fram í samráði við foreldra og kennara, þ.m.t. umsjónarkennara og sérkennara. Ennfremur að leitað sé til annarra fagaðila og skólaheilsugæslu eftir því sem við á.

7. gr. Beiðni frá foreldrum.

Telji foreldrar að börn þeirra hafi sérþarfir og þurfi á sérstökum stuðningi í námi að halda geta þeir komið slíkri beiðni á framfæri við umsjónarkennara barnsins eða skólastjórnendur. Hver skóli skal setja sér starfsreglur um meðferð slíkra mála, m.a. um skráningu og varðveislu beiðna foreldra, annað verklag, samstarf og málshraða.

III. KAFLI Skipan náms og kennslu.

8. gr. Stuðningur - námsumhverfi.

Stuðningur við nemendur eða nemendahópa felst í sveigjanlegu og margbreytilegu námsumhverfi og kennsluháttum sem ætlað er að mæta þörfum allra nemenda.

Við skipulag stuðnings við einstaka nemendur eða nemendahópa skal stuðla að því að hann fari fram innan skólans án aðgreiningar. Við sérstakar aðstæður, svo sem vegna dvalar barns á heilbrigðisstofnun eða í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, skal í því ljósi ákveða hvernig stuðningi verði háttað.

Stuðningi við nemendur með sérþarfir skal sinnt af umsjónarkennara, sérkennara eða öðrum kennurum eftir því sem við verður komið. Skólastjóri getur jafnframt ráðið aðra aðila til stuðnings nemendum telji hann það nauðsynlegt að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Heimilt er að skipuleggja og meta tímabundna þátttöku nemenda í atvinnulífi að hluta sem nám að höfðu samráði við foreldra og sérfræðiþjónustuskólaþjónustu sveitarfélaga.

9. gr. Móttökuáætlun.

Auk almennrar móttökuáætlunar skv. 16. gr. laga um grunnskóla skulu grunnskólar útbúa móttökuáætlun fyrir nemendur með sérþarfir. Í slíkri áætlun skal m.a. gera grein fyrir samstarfi innan skólans um skipulag kennslunnar, aðbúnaði, aðstöðu, notkun hjálpartækja, skipulagi einstaklingsnámskrár, kennsluháttum og námsmati, hlutverki umsjónarkennara, sérkennara og annarra fagaðila innan skólans og samstarfi við foreldra. Tilgreina skal áform skólans um stuðning við nemendur til félagslegrar þátttöku og virkni í skólasamfélaginu, svo sem í félagslífi og tómstundastarfi skólans. Í slíkri áætlun skal einnig gera grein fyrir samstarfi við aðra aðila utan skólans.

10. gr. Áætlun um stuðning í námi.

Í grunnskólum skal árlega vinna áætlun um stuðning í námi og kennslu í samræmi við metnar sérþarfir nemenda. Skólastjóri ber ábyrgð á að áætlunin sé samin og felur umsjónarkennara, sérkennara eða öðrum fagaðila það verkefni í samvinnu við nemendaverndarráð.

Áætlunin skal taka til heildarskipulags náms og stuðnings við nemendur með sérþarfir. Ennfremur skal áætlunin taka til annarrar þjónustu við nemendur með fötlun.

Áætlunin skal grundvölluð á upplýsingum um heildaraðstæður nemenda og mati á stöðu þeirra í námi.

11. gr. Sérstakur stuðningur og einstaklingsnámskrá.

Sérstakur stuðningur getur falið í sér breytingu á námsmarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla, námsgögnum, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum. Stuðningurinn er skipulagður til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans.

Gera skal rökstudda einstaklingsnámskrá fyrir hvern einstakling sem byggð er á upplýsingum um heildaraðstæður nemanda og athugun og mati á stöðu hans í námi og þroska. Námskráin skal reglulega endurskoðuð í samstarfi við foreldra og að höfðu samráði við nemendur eftir því sem við verður komið.

IV. KAFLI Sérúrræði innan grunnskóla og sérskólar.

12. gr. Skipulag þjónustunnar.

Sveitarstjórn ákveður fyrirkomulag þjónustu við nemendur með sérþarfir og getur stofnað sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla á vegum sveitarfélagsins, sbr. 42. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Skipulag þjónustunnar skal ákveðið í samráði við skólastjórnendur og fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu. Þjónusta sem fram fer í sérúrræði innan grunnskóla lýtur stjórn skólastjóra samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar.

Ráðuneytið skal að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga útbúa viðmið um gerð starfsreglna fyrir sveitarfélög sem reka sérskóla og sérúrræði við grunnskóla sem stofnað er til samkvæmt 42. gr. laga um grunnskóla. Í viðmiðunum skulu m.a. koma fram lágmarkskröfur um efni starfsreglna, þ.e. a) heiti sérskóla/sérúrræðis, b) markmið og hlutverk, c) stjórnun, d) starfsfólk, e) nemendur, f) námsumhverfi, g) rekstur og h) ráðgjöf og kennslufræðilega þjónustu. Birta skal viðmiðin opinberlega.

 Sveitarstjórn setur starfsreglur fyrir sérskóla og sérúrræði innan grunnskóla byggðar á viðmiðum 2. mgr. þessarar greinar, þar sem m.a. er kveðið á um fyrirkomulag þjónustunnar, aðlögun aðalnámskrár grunnskóla að þörfum nemenda og ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og fyrirkomulag þjónustunnargrunnskóla. Starfsreglurnar skulu áður teknar fyrirtil umfjöllunar í skólaráði viðkomandi skóla og skólanefnd. Starfsreglur skulu birtar opinberlega.

13. gr. Skólavist utan lögheimilssveitarfélags.

Sveitarstjórn, þar sem barn á lögheimili, getur samið við annað sveitarfélag, sem rekur sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla, um að það veiti barni skólavist, óski foreldrar þess. Viðtökusveitarfélag hefur þá sömu skyldur um skólavist þess og ætti það þar lögheimili.

14. gr. Skólanámskrá og starfsáætlun.

Sérskólar og sérúrræði innan grunnskóla starfa eftir markmiðum aðalnámskrár grunnskóla.

Sérskólar og grunnskólar, sem veita úrræði fyrir nemendur með sérþarfir, skulu setja sér skólanámskrá og starfsáætlun og skilgreina með hvaða hætti aðalnámskrá er aðlöguð þörfum nemenda, sbr. 29. gr. laga um grunnskóla.

15. gr. Kennsla og lengd viðvera í sérskólum og sérúrræðum.

Í sérskólum og sérúrræðum innan grunnskóla skulu nemendur fá kennslu skv. 2., 24. og 25. gr. laga um grunnskóla. Sveitarstjórn getur ákveðið að jafnframt bjóðist önnur þjónusta, svo sem lengd viðvera utan daglegs kennslutíma, óski foreldrar þess. Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald vegna slíkrar þjónustu, sbr. 33. gr. laga um grunnskóla.

16. gr. Kennsluráðgjöf.

Einstakir sérskólar og grunnskólar sem annast sérúrræði geta veitt leiðbeiningar og kennsluráðgjöf til starfsfólks skóla og foreldra innan sveitarfélags eða á landsvísu vegna náms og kennslu nemenda með sérþarfir.

Fræðsluyfirvöld hafa samstarf um þá ráðgjöf sem hér um ræðir og gera samninga um framkvæmd hennar.

17. gr. Einstaklingsbundin tilfærsluáætlun.

Þegar nemandi nýtur sérúrræða, skv. ákvæðum þessa kafla, skulu kennarar, og aðrir fagaðilar ásamt nemandanum og foreldrum hans, taka þátt í mótun og gerð tilfærsluáætlunar sem byggir á einstaklingsáætlnun og öðrum gögnum og skal miða við að undirbúningur hennar hefjist í 9. bekk.

Í áætluninni skulu vera upplýsingar um skólagöngu nemandans, núverandi aðstæður og stöðu og áform hans um frekara nám. Ennfremur aðrar upplýsingar vegna fyrirhugaðs náms hans við hæfi í framhaldsskóla og síðar fyrir þátttöku í atvinnulífi.

V. KAFLI Fjárhagsmálefni.

18. gr. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

Við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar gerir sveitarstjórn ráð fyrir fjárveitingum til kennslu nemenda með sérþarfir í grunnskólum. Fjármagni sem ákveðið er með þessum hætti skal varið til kennslu í grunnskólum, kennslu í sérúrræðum innan grunnskóla og ráðgjafar við skóla. Þá skal gert ráð fyrir fjárveitingum til annarra starfa vegna stuðnings við nemendur með sérþarfir eftir nánari ákvörðun sveitarstjórnar, þ.m.t. til sjúkrakennslu.

Í þeim sveitarfélögum sem reka sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla, skv. 42. gr. laga um grunnskóla, skal sveitarstjórn ennfremur gera ráð fyrir fjárveitingum til kennslu.

Í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga ber einnig að gera ráð fyrir því að það standi straum af viðbótarkostnaði við skólagöngu barns með sérþarfir sem stundar nám í öðru sveitarfélagi. Við uppgjör þess kostnaðar er heimilt að nota viðmiðunarreglur sem Samband íslenskra sveitarfélaga setur um greiðslur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.

VI. KAFLI Málsmeðferð.

19. gr. Umsókn foreldra og upplýsingar um úrræði.

Ef foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar telja að barn fái ekki þjónustu við sitt hæfi með almennu námi í grunnskóla geta foreldrar sótt um sérúrræði innan grunnskóla eða sérskóla sem aðilar telja að veiti barninu þjónustu við hæfi.

Skólar skulu veita foreldrum upplýsingar og ráðgjöf um þau úrræði sem til boða standa vegna sérþarfa barns.

20. gr. Innritun í sérskóla eða sérúrræði og útskrift.

Áður en nemandi er innritaður í sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla skal meta stöðu hans í námi. Við slíkt mat skal tekið tillit til aðstæðna nemanda og heildarhagsmuna og þess gætt að hann eigi þess kost að tjá sig um þá ákvörðunniðurstöðu eftir því sem aðstæður leyfa. Foreldrum skulu kynntar niðurstöður úr slíku mati og gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum áður en til innritunar kemur. Allar athuganir skulu gerðar í samráði við og með samþykki foreldra sem skulu hafa samráð við barn sitt að teknu tilliti til aldurs þess og þroska. Ávallt skal hafa að leiðarljósi það sem er talið barninu fyrir bestu.

Sveitarfélög sem reka sérskóla eða önnur sérúrræði innan grunnskóla sem stofnað er til samkvæmt 42. gr. laga um grunnskóla skulu setja reglur um innritun nemenda, svo og reglur um útskrift eða lok slíkrar aðstoðar þar sem gerð er grein fyrir aðkomu og mati fagaðila. Í reglunum skal kveðið á um málsmeðferð og skilyrði fyrir inntöku nemenda í viðkomandi sérskóla eða sérúrræði. Heimilt er að ákveða í slíkum reglum aðskipa ráð skipaðmeð fagaðilum skulisem gerageri tillögu til skólastjóra um innritun og/eða útskrift nemanda úr sérskóla eða sérúrræði.

 Ráðherra staðfestir reglur sveitarfélaga um innritun og útskrift nemenda úr sérskóla eða sérúrræði sem stofnað er til samkvæmt 42. gr. laga um grunnskóla. Innritunarreglur skulu birtar opinberlega.

21. gr. Ágreiningur um skólavist.

Verði ágreiningur um skólavist barns eða sérúrræði því til handa skal við úrlausn hans gæta ákvæða stjórnsýslulaga. Skal ákvörðun tekin með hliðsjón af áliti sérfræðinga og foreldra og með heildarhagsmuni barnsins að leiðarljósi. Ávallt skal reyna til þrautar að ná samkomulagi milli foreldra, skóla og sérfræðinga. Takist ekki að leysa málin með sameiginlegri niðurstöðu ber skólastjóra grunnskóla að taka ákvörðun í málinu í samræmi við ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga um grunnskóla.

Skólastjóri getur synjað umsókn foreldra um skólavist fyrir barn í sérúrræði innan skólans eða í sérskóla. Ákvörðun um synjun verður ekki tekin nema á grundvelli metinna sérþarfa viðkomandi barns og að teknu tilliti til afstöðu foreldra og nemanda til málsins og álitsgerða sérfræðinga. Gefa skal foreldrum kost á að hafa áhrif á val á sérfræðingum. Synjun skal rökstudd ítarlega þar sem afstaða er tekin til allra þeirra sjónarmiða sem færð hafa verið fram í málinu og hvernig þau varða heildarhagsmuni barnsins. Í þeim tilvikum skal ávallt liggja fyrir hvaða sérskóli eða sérúrræði standa nemanda til boða. Áður en skólastjóri tekur endanlega ákvörðun skal liggja fyrir álit nemendaverndarráðs og sérfræðinga á vegum sveitarfélagsins.

22. gr. Kæra til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Ákvörðun skólastjóra skv. 21. gr. er kæranleg til mennta- og menningarmálaráðuneytis skv. 47. gr. laga um grunnskóla. Við meðferð kærumáls er ráðuneytinu heimilt að afla sér álits sérfræðinga. Ráðuneytið getur í úrskurði sínum mælt nánar fyrir um fyrirkomulag skólavistar nemanda og skyldur sveitarfélags í því efni.

Á meðan mál er óútkljáð skal skólanefnd tryggja nemanda viðeigandi kennsluúrræði.

VII. KAFLI Sjúkrakennsla.

23. gr. Sjúkrakennsla.

Nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, á rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. Kennslan getur að hluta til farið fram sem fjarkennsla eða dreifnám undir leiðsögn kennara og eftirliti foreldra eða starfsmanna sjúkrastofnana að höfðu samráði við grunnskóla viðkomandi nemanda. Ákvæði þetta tekur ekki til tilfallandi veikinda nemenda sem standa skemur en viku.

Nemandi á rétt á sjúkrakennslu um leið og hann að mati læknis getur lagt stund á nám og skal lengd daglegrar eða vikulegrar sjúkrakennslu miðast við ástand hans og þrek. Markmið sjúkrakennslu er að nemandi missi sem minnst af kennslu og verði ekki af tækifærum til náms vegna slyss eða langvarandi veikinda.

Skólastjóri ákveður í samráði við lækni og foreldra, umfang og nánara fyrirkomulag kennslunnar. Hann ber ábyrgð á því að viðeigandi sjúkrakennsla sé veitt. Hann ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskrár til lengri eða skemmri tíma þar sem tekið er mið af aðstæðum, veikindum og þörfum nemanda.

Nýta skal upplýsinga- og samskiptatækni eins og kostur er þegar sjúkrakennsla er skipulögð. Þá skal nemandi eiga þess kost að tengjast skólanum sínum og umsjónarhópi sem best eftir því sem aðstæður og ástand hans leyfir.

Um kostnað af sjúkrakennslu nemenda fer samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og samnings sem gerður er á grundvelli þeirra.

VIII. KAFLI Gildistaka.

24. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 17. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 389/1996 um sérkennslu.

 Ákvæði til bráðabrigða.

Mennta-Sveitarfélög skulu endurskoða núverandi reglur um innritun og menningarmálaráðuneytinu,útskrift 28skv. júní20. 2010.gr. og senda ráðuneytinu til staðfestingar fyrir árslok 2015.

 Katrín Jakobsdóttir. 

 Ásta Magnúsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.