Prentað þann 27. des. 2024
583/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1120/2007, um björgunarbáta sem gerðir eru út frá landi.
1. gr.
1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Bolur björgunarbáta úr hörðum efnum, s.s. tré, stáli, áli eða trefjaplasti, skal smíðaður skv. reglum um smíði vinnubáta af sömu stærð.
2. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Fríborð og stöðugleiki björgunarbáta skal uppfylla reglur um smíði vinnubáta af sömu stærð.
Þegar björgunarbátur allt að 8 m að lengd er hlaðinn helmingi af heildarfjölda þeirra manna sem bátnum er ætlað að bera, sitjandi á þeim stöðum sem þeim eru ætlaðir annars vegar miðlínu, skal fríborð þeim megin mælt frá vatnslínu að efri brún þilfars, flothylkja eða slangna vera minnst 1,5% af mestu lengd, þó aldrei minna en 100 mm.
3. gr.
10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr.
11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Vélbúnaður og tengd kerfi björgunarbáta skulu uppfylla reglur um smíði vinnubáta af sömu stærð. Þó er heimilt að nota utanborðsbensínvél.
5. gr.
15. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Austur- og slökkvibúnaður björgunarbáta skulu uppfylla kröfur í reglum um smíði vinnubáta af sömu stærð.
6. gr.
1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Rafbúnaður björgunarbáta skal uppfylla reglur um smíði vinnubáta af sömu stærð.
7. gr.
19. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Legufæri björgunarbáta skulu uppfylla reglur um smíði vinnubáta af sömu stærð.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. mgr. 24. gr. skipalaga, nr. 66/2021, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 30. maí 2023.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hermann Sæmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.