Fara beint í efnið

Prentað þann 30. nóv. 2021

Breytingareglugerð

570/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir.

1. gr.

Í stað viðauka I "Öryggisbirgðir lyfja sem eiga að vera til í landinu við heilbrigðisógn, sbr. 7. gr." komi nýr viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

2. gr.

Í stað viðauka II "Lyf við tilkynningarskyldum sjúkdómum sem greiðast af Sjúkratryggingum Íslands, sbr. 11. gr." komi nýr viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, sbr. 12., 16. og 17. gr., öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 2. júní 2014.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.