Fara beint í efnið
Sýna breytingar
Næsta útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Upprunaleg útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 16. júní 2014 – 11. okt. 2014 Sjá núgildandi

564/2014

Reglugerð um lok úrgangsfasa.

1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi EES-gerðir skulu öðlast gildi hér á landi:

  1. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 333/2011 frá 31. mars 2011 um viðmiðanir til að ákvarða hvenær tilteknar gerðir brotajárns hætta að vera úrgangur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB, sem vísað er til í tölulið 32ffa, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138/2012 frá 13. júlí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. september 2012 - 2012/EES/54/95 bls. 1272-1281.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1179/2012 frá 10. desember 2012 um viðmiðanir til að ákvarða hvenær glerbrot hætta að vera úrgangur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB, sem vísað er til í tölulið 32ffb, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 174/2013 frá 8. október 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 10. október 2013 - 2013/EES/56/53 bls. 795-800.

2. gr. Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 333/2011 frá 31. mars 2011 um viðmiðanir til að ákvarða hvenær tilteknar gerðir brotajárns hætta að vera úrgangur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1179/2012 frá 10. desember 2012 um viðmiðanir til að ákvarða hvenær glerbrot hætta að vera úrgangur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í i-lið 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 13. júní 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.