Prentað þann 12. jan. 2025
559/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 757/2012 um birtingu upplýsinga sem eru tengdar upprunaábyrgðum raforku.
1. gr.
Við reglugerðina bætist við nýtt bráðabirgðaákvæði sem hljóðar svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 10. gr. er vegna áhrifa alheimsfaraldurs COVID-19, heimilt að afskrá upprunaábyrgðir fyrir almanaksárið 2019, til 20. júní 2020.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 5. gr. og 45. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júní 2020.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Erla Sigríður Gestsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.