Prentað þann 25. nóv. 2024
557/2017
Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1024/2012 frá 25. október 2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/49/EB („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“).
1. gr.
Eftirtalin reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB), sem vísað er til í lið 3 í X. viðauka (Almenn þjónusta) við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2015 frá 30. apríl 2015, um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) og bókun 31 við EES-samninginn, um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af X. viðauka við EES-samninginn (Almenn þjónusta), bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1024/2012 frá 25. október 2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/49/EB ("reglugerðin um IM-upplýsingakerfið").
2. gr.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1024/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, bls. 172-182.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 7. gr. laga nr. 57/2000, um skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur um vörur og fjarþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 7. júní 2017.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.