Prentað þann 22. des. 2024
556/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1165/2015, um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Minniháttaraðstoð og almenn hópundanþága frá tilkynningarskyldu - framlenging. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/972, 2. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1407/2013 að því er varðar framlengingu á gildistíma hennar og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 651/2014 að því er varðar framlengingu á gildistíma hennar og viðeigandi aðlaganir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2020 frá 6. ágúst 2020.
- Minniháttaraðstoð vegna þjónustu er hefur almenna, efnahagslega þýðingu - framlenging. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1474, 13. október 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 360/2012 að því er varðar framlengingu á beitingartímabili hennar og tímabundna undanþágu fyrir fyrirtæki í erfiðleikum í ljósi áhrifanna af COVID-19 heimsfaraldrinum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2021 frá 5. febrúar 2021.
2. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/972, sbr. f-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 62, frá 24. september 2020, bls. 272-275.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1474, sbr. g-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 22, frá 25. mars 2021, bls. 641-642.
3. gr.
Eftirfarandi leiðréttingar verða á 1.-3. gr. reglugerðarinnar:
- Stafliðir d-e í 2. gr. verða stafliðir d-e í 1. gr.
- 2. og 3. mgr. 3. gr. verða að 4. og 5. mgr. í 2. gr.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 6. maí 2021.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Benedikt Hallgrímsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.