Prentað þann 16. jan. 2025
556/2002
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 541/2001, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópferðabifreiða úr landi.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst tollstjóranum í Reykjavík eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. mgr. 42. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 15. júlí 2002.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.