Fara beint í efnið

Prentað þann 2. jan. 2025

Breytingareglugerð

552/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016.

1. gr.

Á eftir 25. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 25. gr. a., svohljóðandi:

Þrátt fyrir g-lið 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2007 skal leyfisveitandi ekki afturkalla þegar útgefið rekstrarleyfi þegar umsækjandi, forsvarsmaður umsækjanda, leyfishafi eða forsvarsmaður leyfishafa skulda samanlagt allt að 10.000.000 kr. í skatta og opinber gjöld, enda sé í gildi greiðsluáætlun milli framangreindra aðila og skattyfirvalda um niðurgreiðslu skuldar. Þá er leyfisveitanda í slíkum tilvikum jafnframt heimilt að gefa út rekstrarleyfi. Verði ekki staðið við greiðsluáætlun, að mati leyfisveitanda, ber leyfisveitanda að afturkalla leyfið án fyrirvara eða aðvörunar. Við mat á því hvort staðið hafi verið við greiðsluáætlun er leyfisveitanda heimilt að afla upplýsinga frá skattyfirvöldum.

2. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og fellur úr gildi 1. janúar 2023.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. maí 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Þórarinn Örn Þrándarson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.