Prentað þann 23. des. 2024
547/2022
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
1. gr.
Við 31. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2085 frá 14. desember 2020 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21 apj, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 394/2021, frá 10. desember 2021, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af ákvörðun þessari, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 17. febrúar 2022, bls. 1254-1264.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2084 frá 14. desember 2020 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2067 um sannprófun á gögnum og um faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21apk, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 395/2021, frá 10. desember 2021, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af ákvörðun þessari, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 17. febrúar 2022, bls. 1117-1130.
2. gr.
Einn stafliður bætist við 32. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi:
- Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/708 frá 15. febrúar 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar ákvörðun á því hvaða geirar og undirgeirar teljast vera í áhættu á kolefnisleka á tímabilinu frá 2021-2030, sem vísað er til í tölulið 21all í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 231/2020 frá 11. desember 2020, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af ákvörðun þessari, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 156-162.
3. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum gerðum:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2085 frá 14. desember 2020 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2084 frá 14. desember 2020 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2067 um sannprófun á gögnum og um faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB.
- Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/708 frá 15. febrúar 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar ákvörðun á því hvaða geirar og undirgeirar teljast vera í áhættu á kolefnisleka á tímabilinu frá 2021-2030.
4. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. mgr. 21. gr. b. og 5. mgr. 9. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, með síðari breytingum.
Reglugerð þessi tekur þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 25. apríl 2022.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.