Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Stofnreglugerð

536/2016

Reglugerð um innleiðingu viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó.

1. gr. Innleiðing viðauka.

Með reglugerð þessari eru innleiddir hér á landi viðaukar við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó sem innleidd er hér á landi með 148. gr. a og 148. gr. b siglingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 12/2016.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 148. gr. a siglingalaga, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 1. júní 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Björn Freyr Björnsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.