III. VIÐAUKI
Flokkun og vöktun vatnshlota.
1. Yfirborðsvatn.
1.1 Flokkar náttúrulegs yfirborðsvatns.
Gæðaþættir | Ár | Stöðuvötn | Árósavatn | Strandsjór |
Líffræðilegir þættir | | Tegundasamsetning, fjöldi og lífmassi svifþörunga Tegundasamsetning og fjöldi vatnaplantna | Tegundasamsetning, fjöldi og lífmassi svifþörunga Tegundasamsetning og fjöldi vatnaplantna | Tegundasamsetning, fjöldi og lífmassi svifþörunga Tegundasamsetning og fjöldi vatnaplantna |
| Tegundasamsetning og fjöldi botnhryggleysingja | Tegundasamsetning og fjöldi botnhryggleysingja | Tegundasamsetning og fjöldi botnhryggleysingja | Tegundasamsetning og fjöldi botnhryggleysingja |
| Tegundasamsetning, fjöldi og aldursdreifing fiska | Tegundasamsetning, fjöldi og aldursdreifing fiska | Tegundasamsetning, fjöldi og aldursdreifing fiska | |
Vatnsformfræðilegir þættir sem styðja líffræðilegu þættina | Vatnsbúskapur Vatnsmagn og straumhraði Tengsl við grunnvatn | Vatnsbúskapur Vatnsmagn og straumhraði Viðstöðutími Tengsl við grunnvatn | Sjávarföll Ferskvatnsflæði Ölduhrif | Sjávarföll Stefna ríkjandi strauma Ölduhrif |
| Samfella ár | | | |
| Formfræðileg skilyrði Breytileiki í dýpt og breidd ár Kornastærð og gerð árfarvegar Gerð árbakka | Formfræðileg skilyrði Breytileiki í dýpt Kornastærð og gerð vatnsbotns Gerð vatnsbakka | Breytileiki í dýpt Kornastærð og gerð botnsins Gerð svæðis milli há- og lágflæði-marka | Breytileiki í dýpt Kornastærð og gerð sjávarbotns Gerð svæðis milli há- og lágflæði-marka |
Efnafræðilegir og eðlisefnafræðilegir þættir sem styðja líffræðilegu þættina | Almennt: Hitastig Styrkur súrefnis Selta pH Næringarskilyrði | Almennt: Hitastig Styrkur súrefnis Selta pH Næringarskilyrði | Almennt: Sjóndýpi Hitastig Styrkur súrefnis Selta Næringarskilyrði | Almennt: Sjóndýpi Hitastig Styrkur súrefnis Selta Næringarskilyrði |
| Sérstakir mengunarvaldar Forgangsefni Önnur efni | Sérstakir mengunarvaldar Forgangsefni Önnur efni | Sérstakir mengunarvaldar Forgangsefni Önnur efni | Sérstakir mengunarvaldar Forgangsefni Önnur efni |
Manngerð og mikið breytt yfirborðsvatnshlot: Gæðaþættir sem eiga við um manngerð og mikið breytt yfirborðsvatnshlot, skulu vera þeir sem eiga við um sérhvern þeirra fjögurra framangreindra flokka náttúrulegs yfirborðsvatns sem líkist helst mikið breytta eða manngerða vatnshlotinu sem um ræðir.
1.2 Samræmdar skilgreiningar á flokkun vistfræðilegs ástands.
Í eftirfarandi töflu er að finna almenna skilgreiningu á vistfræðilegum gæðum fyrir ár, stöðuvötn, árósavatn og strandsjó. Gildi gæðaþátta vistfræðilegs ástands fyrir hvern flokk yfirborðsvatns eru gefin í töflum í köflum 1.2.1 til 1.2.4 hér á eftir. Jafnframt skal við álagsgreiningu taka mið af reglugerð um varnir gegn mengun vatns, m.a. hvað varðar saurkólígerla eða saurkokka.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Almennt | Engar eða mjög óverulegar breytingar af mannavöldum hafa orðið á gildum eðlisefnafræðilegra og vatnsformfræðilegra gæðaþátta viðkomandi gerðar yfirborðsvatnshlots miðað við það sem vænta mætti við óröskuð skilyrði. Gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti yfirborðsvatnshlotsins endurspegla það sem alla jafna mætti vænta við óröskuð skilyrði og engar eða mjög óverulegar vísbendingar um röskun koma fram. Þetta eru viðmiðunaraðstæður fyrir vistfræðilegt ástand einstakra gerða vatnshlota. | Gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti viðkomandi gerðar yfirborðsvatnshlotsins sýna litla röskun af mannavöldum en aðeins smávægileg frávik frá því sem alla jafna mætti búast við ef þessi gerð yfirborðsvatnshlots væri óröskuð. | Gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti viðkomandi gerðar yfirborðsvatnshlotsins sýna nokkur frávik frá því sem alla jafna mætti búast við ef þessi gerð vatnshlotsins væri óröskuð. Gildin sýna nokkra röskun af mannavöldum og umtalsvert meiri en þar sem ástand er gott. |
Ástand vatns, sem er lakara en ekki viðunandi, skal flokkað sem slakt eða lélegt.
Ástand vatns, þar sem vísbendingar eru um stórvægilegar breytingar á gildum fyrir líffræðilega gæðaþætti viðkomandi gerðar yfirborðsvatnshlots og þar sem viðkomandi líffélög sýna veruleg frávik frá því sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður, skal flokkað sem slakt.
Ástand vatns, þar sem vísbendingar eru um alvarlegar breytingar á gildum fyrir líffræðilega gæðaþætti viðkomandi gerðar yfirborðsvatnshlots og þar sem stórir hlutar viðkomandi líffélaga, sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður, eru ekki til staðar, skal flokkað sem lélegt.
1.2.1 Skilgreiningar á mjög góðu, góðu og ekki viðunandi vistfræðilegu ástandi áa.
Líffræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Botngróður | Tegundasamsetning er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Engar greinanlegar breytingar hafa orðið á meðalþéttleika botngróðurs. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og meðalþéttleika botngróðurs miðað við viðmiðunarlíffélög í einstökum gerðum vatnshlota. Slíkar breytingar benda ekki til aukins vaxtar botngróðurs eða æðri plantna sem leiða til óæskilegra truflana á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu eða á eðlisefnafræðilegum gæðum vatnsins eða setsins. Líffélög botngróðurs hafa ekki orðið fyrir skaðlegum áhrifum af bakteríubrúskum og -skánum sem eru til komin vegna starfsemi manna. | Tegundasamsetning botngróðurs er nokkuð frábrugðin því sem gerist í líffélögum í einstökum gerðum vatnshlota og sýnir umtalsvert meiri röskun en þar sem ástand er gott. Nokkrar breytingar eru sýnilegar á meðalþéttleika botngróðurs. Bakteríubrúskar og -skánir, sem eru til komin vegna starfsemi manna, kunna að hafa haft áhrif á líffélög botngróðurs og á sumum stöðum komið í stað þeirra. |
Botnlægir hryggleysingjar | Flokkunarfræðileg samsetning og þéttleiki er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Engin merki breytinga er að sjá á hlutfalli hryggleysingja sem eru viðkvæmir fyrir truflun og hryggleysingja sem eru það ekki miðað við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Fjölbreytileiki hryggleysingja sýnir engin merki breytinga frá því sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og þéttleika hryggleysingja miðað við líffélög í einstökum gerðum vatnshlots. Smávægilegar breytingar eru á hlutfalli hryggleysingja, sem eru viðkvæmir fyrir truflun, og hryggleysingja, sem eru það ekki, miðað við viðmiðunarástand í einstakri gerð vatnshlots. Smávægilegar breytingar eru á fjölbreytileika hryggleysingja miðað við viðmiðunargildin í einstakri gerð vatnshlots. | Tegundasamsetning hryggleysingja er nokkuð frábrugðin því sem gerist í líffélögum einstakra gerða vatnshlots. Mikilvæga tegundahópa líffélagsins vantar í viðkomandi gerð vatnshlota. Fjölbreytileikinn og hlutfall hryggleysingja, sem eru viðkvæmir fyrir truflun, og lífvera, sem eru það ekki, eru verulega miklu minni en viðmiðunargildin í einstakri gerð vatnshlota segja til um og umtalsvert minni en þar sem ástand er gott. |
Fiskar | Tegundasamsetning og þéttleiki er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Allar tegundir sem dæmigerðar eru fyrir viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota, og eru viðkvæmar fyrir truflunum, eru til staðar. Aldursdreifing í líffélögum fiska sýnir lítil merki truflunar af mannavöldum og bendir ekki til þess að viðkomubrestur hafi orðið eða að viðgangi neinnar tiltekinnar tegundar sé ábótavant. | Miðað við líffélögin sem dæmigerð eru fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota eru smávægilegar breytingar á tegundasamsetningu og þéttleika vegna áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu og vatnsformfræðilegu gæðaþættina. Aldursdreifing í líffélögum fiska sýnir merki truflunar eðlisefnafræðilegra eða vatnsformfræðilegra gæðaþátta af mannavöldum og bendir í nokkrum tilvikum til þess að viðkomubrestur hafi orðið eða að viðgangi tiltekinnar tegundar sé ábótavant að því marki að suma aldurshópa kann að vanta. | Miðað við líffélögin sem dæmigerð eru fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota eru nokkrar breytingar á samsetningu og þéttleika fisktegunda vegna áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu og vatnsformfræðilegu gæðaþættina. Aldursdreifing í líffélögum fiska sýnir merki stórvægilegrar truflunar af mannavöldum að því marki að nokkurn hluta tegundanna vantar í einstakar gerðir vatnshlots eða þéttleiki þeirra er mjög lítill. |
Vatnsformfræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Vatnabúskapur | Vatnsmagn og straumþungi og tengsl sem af því hljótast við grunnvatn endurspegla algjörlega eða nánast það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Samfella ár | Samfella árinnar raskast ekki af starfsemi manna og far vatnalífvera og flutningur sets eru eðlileg. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Formfræðilegar aðstæður | Árfarvegsmynstur, breytileiki í dýpi og breidd, straumhraði, aðstæður að því er varðar undirlag og bæði gerð og ástand árbakkasvæða eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Eðlisefnafræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Almennar aðstæður | Gildi eðlisefnafræðilegu þáttanna eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Styrkur næringarefna helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Selta, sýrustig súrefnisjafnvægi, sýruhlutleysingargeta og hitastig sýna engin merki truflunar af mannavöldum og haldast innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Hiti, súrefnisjafnvægi, sýrustig, sýruhlutleysingargeta og selta eru hvorki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfi einstakra gerða vatnshlots starfi eðlilega né áðurgreindra gilda fyrir líffræðilega gæðaþætti. Styrkur næringarefna er ekki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Sérstakir manngerðir mengunarvaldar | Styrkur er nálægt núlli eða a.m.k. undir greiningarmörkum fullkomnustu greiningaraðferða sem eru almennt notaðar. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6, samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Aðrir sérstakir mengunarvaldar | Styrkur helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6 (1), samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
(1) Við beitingu þessa ákvæðis, skal þess ekki krafist að dregið sé úr styrk mengunarefnanna þannig að hann verði undir bakgrunnsgildum (umhverfisgæðakröfur > bakgrunnsgildi).
1.2.2 Skilgreiningar á mjög góðu, góðu og ekki viðunandi vistfræðilegu ástandi stöðuvatna.
Líffræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Plöntusvif | Tegundasamsetning og þétleiki plöntusvifs er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Meðallífmassi plöntusvifs er í samræmi við dæmigerða lýsingu á eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum og er ekki þannig að það breyti umtalsvert sjóndýpi frá viðmiðunaraðstæðum fyrir einstakar gerðir vatnshlota. Plöntusvifsblómi kemur fram í sömu tíðni og í sama umfangi og við viðmiðunaraðstæður fyrir eðlisefnafræðilegu þættina. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og þéttleika sviflægra lífvera miðað við viðmiðunaraðstæður fyrir líffélög í einstökum gerðum vatnshlota. Slíkar breytingar benda ekki til aukningar í þörungavexti sem leiðir til óæskilegrar truflunar á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu eða á eðlisefnafræðilegum gæðum vatnsins eða setsins. Smávægileg aukning á tíðni og umfangi plöntusvifsblómans getur komið fram miðað við viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota. | Tegundasamsetning og þéttleiki sviflægra lífvera eru nokkuð frábrugðin því sem gerist í dæmigerðum líffélögum í viðkomandi vatnshlotagerð. Nokkur röskun er á lífmassa og kann að vera svo mikil að umtalsverð, óæskileg truflun verði á öðrum líffræðilegum gæðaþáttum og eðlisefnafræðilegum gæðum vatnsins eða setsins. Nokkur aukning á tíðni og umfangi plöntusvifsblómans getur komið fram. Yfir sumarmánuðina getur blómi verið viðvarandi. |
Botngróður | Tegundasamsetningin er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Engar greinanlegar breytingar hafa orðið á meðalþéttleika botngróðurs. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og þéttleika botngróðurs miðað við viðmiðunarlíffélög í einstökum gerðum vatnshlots. Slíkar breytingar benda ekki til aukins vaxtar botngróðurs eða æðri plantna sem leiða til óæskilegrar truflunar á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu eða á eðlisefnafræðilegum gæðum vatnsins. Líffélög botngróðurs hafa ekki orðið fyrir skaðlegum áhrifum af bakteríubrúskum og -skánum sem eru til komin vegna starfsemi manna. | Tegundasamsetning botngróðurs er nokkuð frábrugðin því sem gerist í líffélögum í einstökum gerðum vatnshlota og sýnir umtalsvert meiri röskun en þar sem ástand er gott. Nokkrar breytingar á meðalþéttleika botngróðurs eru augljósar. Bakteríubrúskar og -skánir, sem eru til komin vegna starfsemi manna, kunna að hafa haft áhrif á líffélög botngróðurs og á sumum stöðum komið í stað þeirra. |
Botnlægir hryggleysingjar | Tegundasamsetning og þéttleiki er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Engin merki breytinga er að sjá á hlutfalli hryggleysingja, sem eru viðkvæmir fyrir truflun, og hryggleysingja, sem eru það ekki, miðað við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Fjölbreytileiki hryggleysingja sýnir engin merki breytinga frá því sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og þéttleika hryggleysingja miðað við líffélög í einstökum gerðum vatnshlots. Smávægilegar breytingar eru á hlutfalli hryggleysingja, sem eru viðkvæmir fyrir truflun, og hryggleysingja, sem eru það ekki, miðað við viðmiðunarástand í einstakri gerð vatnshlots. Smávægilegar breytingar eru á fjölbreytileika hryggleysingja miðað við viðmiðunaraðstæður fyrir einstök vatnshlot. | Tegundasamsetning og þéttleiki hryggleysingja eru nokkuð frábrugðin því sem gerist við viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota. Mikilvæga tegundahópa líffélagsins vantar í viðkomandi gerð vatnshlota. Fjölbreytileiki og hlutfall hryggleysingja, sem eru viðkvæmir fyrir truflun, og hryggleysingja, sem eru það ekki, er umtalsvert miklu minni en viðmiðunargildin í einstakri gerð vatnshlota segja til um og mun minni en þar sem ástand er gott. |
Fiskar | Tegundasamsetning og þéttleiki er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Allar viðkvæmar, tegundir sem eru dæmigerðar fyrir viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota eru til staðar. Aldursdreifing í líffélögum fiska sýnir lítil merki um truflun af mannavöldum og bendir ekki til að viðkomubrestur hafi orðið eða að viðgangi tiltekinnar tegundar sé ábótavant. | Miðað við líffélögin sem dæmigerð eru fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota eru smávægilegar breytingar á samsetningu og þéttleika tegunda vegna áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu og vatnsformfræðilegu gæðaþættina. Aldursdreifing í líffélögum fiska sýnir merki truflunar af mannavöldum á eðlisefnafræðilegum eða vatnsformfræðilegum gæðaþáttum og bendir í nokkrum tilvikum til viðkomubrests eða að viðgangi tiltekinnar tegundar sé ábótavant að því marki að suma aldurshópa kann að vanta. | Miðað við líffélögin sem dæmigerð eru fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra vatnshlota eru nokkrar breytingar á samsetningu og þéttleika fisktegunda vegna áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu og vatnsformfræðilegu gæðaþættina. Aldursdreifing í líffélögum fiska sýnir merki stórvægilegrar truflunar sem rekja má til áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu og vatnsformfræðilegu gæðaþættina, að því marki að nokkurn hluta tegundanna vantar í einstakar gerðir vatnshlots eða þéttleiki þeirra er mjög lítill. |
Vatnsformfræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Vatnasvið | Vatnsmagn og straumhraði, vatnshæð, viðstöðutími og tengsl við grunnvatn, sem af því hljótast, endurspegla algjörlega eða nánast það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Formfræðilegar aðstæður | Breytileiki í dýpt stöðuvatns, magn og gerð undirlagsins og bæði gerð og ástand árbakkasvæða eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Eðlisefnafræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Almennar aðstæður | Gildi eðlisefnafræðilegu þáttanna eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Styrkur næringarefna helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Selta, sýrustig, súrefnisjafnvægi (ANC), sýruhlutleysingargeta, sjóndýpi og hitastig sýna engin merki truflunar af mannavöldum og haldast innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Hiti, súrefnisjafnvægi (ANC), sýrustig, sýruhlutleysingargeta, sjóndýpi og selta eru hvorki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega né áðurgreindra gilda fyrir líffræðilega gæðaþætti. Styrkur næringarefna er ekki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Sérstakir manngerðir mengunarvaldar | Styrkur er nálægt núlli eða a.m.k. undir greiningarmörkum fullkomnustu greiningaraðferða sem eru almennt notaðar. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6, samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Aðrir sérstakir mengunarvaldar | Styrkur helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6 (1), samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
(1) Við beitingu þessa ákvæðis skal þess ekki krafist að dregið sé úr styrk mengunarefna þannig að hann verði undir bakgrunnsgildum (umhverfisgæðakröfur > bakgrunnsgildi).
1.2.3 Skilgreiningar á mjög góðu, góðu og ekki viðunandi vistfræðilegu ástandi árósavatns.
Líffræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Plöntusvif | Tegundasamsetning og þéttleiki plöntusvifs er í samræmi við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Meðallífmassi plöntusvifs er í samræmi við dæmigerða lýsingu á eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum og er ekki þannig að það breyti umtalsvert sjóndýpi frá viðmiðunaraðstæðum fyrir einstakar gerðir vatnshlota. Tíðni og umfang plöntusvifsblóma er í samræmi við viðmiðunaraðstæður fyrir, eðlisefnafræðilegu þættina. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og þéttleika plöntusvifs. Smávægilegar breytingar eru á lífmassa miðað við viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota. Slíkar breytingar benda ekki til aukningar í þörungavexti sem leiðir til óæskilegrar truflunar á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu eða á eðlisefnafræðilegum gæðum vatnsins. Smávægileg aukning á tíðni og umfangi plöntusvifsblómans getur komið fram í einstakri gerð yfirborðsvatnshlots. | Tegundasamsetning og þéttleiki plöntusvifs eru nokkuð frábrugðin því sem gerist við viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota. Nokkur röskun er á lífmassa og kann að vera svo mikil að umtalsverð, óæskileg truflun verði á öðrum líffræðilegum gæðaþáttum. Nokkur aukning á tíðni og umfangi plöntusvifsblómans getur komið fram. Yfir sumarmánuðina getur blómi verið viðvarandi. |
Stórþörungar | Tegundasamsetning stórþörunga er í samræmi við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Engar greinanlegar breytingar eru á þekju stórþörunga af völdum starfsemi manna. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu og þéttleika stórþörunga miðað við viðmiðunarlíffélög í einstökum gerðum vatnshlota. Slíkar breytingar benda ekki til aukins vaxtar botngróðurs eða æðri plantna sem leiða til óæskilegrar truflunar á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu eða á eðlisefnafræðilegum gæðum vatnsins. | Tegundasamsetning stórþörunga er nokkuð frábrugðin því sem gerist við viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota og sýnir umtalsvert meiri röskun en þar sem ástand er gott. Nokkrar breytingar eru augljósar á meðalþéttleika stórþörunga og kann að vera svo mikil að veruleg, óæskileg truflun verði á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu. |
Dulfrævingar (vatnaplöntur) | Tegundasamsetningin svarar algjörlega eða nánast til þess sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Engar greinanlegar breytingar eru á þéttleika dulfrævinga af völdum starfsemi manna. | Smávægilegar breytingar eru á tegundasamsetningu dulfrævinga miðað við viðmiðunarlíffélög í viðkomandi vatnshlotagerð. Þéttleiki dulfrævinga sýnir smávægileg merki truflunar. | Tegundasamsetning dulfrævinga er nokkuð frábrugðin því sem gerist í viðmiðunarlíffélögum í viðkomandi vatnshlotagerð og sýnir umtalsvert meiri röskun en þar sem ástand er gott. Nokkur röskun er á þéttleika dulfrævinga. |
Botnlægir hryggleysingjar | Fjölbreytileiki og þéttleiki hryggleysingja er innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Allir hryggleysingjar, sem eru jafn viðkvæmir fyrir truflun og vænta mætti við aðstæður sem dæmigerðir eru fyrir einstakar gerðir vatnshlota við óraskaðar aðstæður, eru til staðar. | Fjölbreytileiki og þéttleiki hryggleysingja er lítillega utan þeirra marka sem alla jafna eru tengd viðmiðunaraðstæðum einstakra gerða vatnshlots. Flestir viðkvæmir hryggleysingjar líffélaganna eru til staðar miðað við aðstæður sem dæmigerðar eru fyrir einstakar gerðir vatnshlota. | Fjölbreytileiki og þéttleiki hryggleysingja er nokkuð utan þeirra marka sem alla jafna eru tengd viðmiðunaraðstæðum einstakra gerða vatnshlots. Hryggleysingjar, sem benda til mengunar, eru til staðar. Margir viðkvæmir hryggleysingjar líffélaganna í einstökum gerðum vatnshlots eru til staðar. |
Fiskar | Tegundasamsetning og þéttleiki er í samræmi við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Þéttleiki tegunda, sem eru viðkvæmar fyrir truflun, sýnir smávægileg merki röskunar miðað við líffélögin sem dæmigerð eru fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota vegna áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu og vatnsformfræðilegu gæðaþættina. | Nokkurn hluta tegundanna sem eru viðkvæmar fyrir truflun, og eru dæmigerðar fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota, vantar, sem má rekja til áhrifa af mannavöldum á eðlisefnafræðilegu eða vatnsformfræðilegu gæðaþættina. |
Vatnsformfræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Sjávarföll | Ferskvatnsflæðið er algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Formfræðilegar aðstæður | Breytileiki í dýpt, aðstæður að því er varðar undirlag og bæði gerð og ástand svæðisins milli há- og lágflæðimarka eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Eðlisefnafræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Almennar aðstæður | Eðlisefnafræðilegu þættirnir eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Styrkur næringarefna helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Hitastig, súrefnisjafnvægi (ANC) og sjóndýpi sýna engin merki truflunar af mannavöldum og haldast innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Hiti, súrefnisjafnvægi og sjóndýpi eru ekki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. Styrkur næringarefna er ekki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Sérstakir manngerðir mengunarvaldar | Styrkur er nálægt núlli eða a.m.k. undir greiningarmörkum fullkomnustu greiningaraðferða sem almennt eru notaðar. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6, samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Aðrir sérstakir mengunarvaldar | Styrkur helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6, (1) samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
(1) Við beitingu þessa ákvæðis skal þess ekki krafist að dregið sé úr styrk mengunarefna þannig að hann verði undir bakgrunnsgildum (umhverfisgæðakröfur > bakgrunnsgildi).
1.2.4 Skilgreiningar á mjög góðu, góðu og ekki viðunandi vistfræðilegu ástandi strandsjávar.
Líffræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Plöntusvif | Tegundasamsetning og fjöldi þörunga í plöntusvifinu er í samræmi við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Meðallífmassi plöntusvifs er í samræmi við dæmigerða lýsingu á gæðaþáttum eðlisefnafræðilegu þáttanna og er ekki þannig að það breyti umtalsvert sjóndýpi miðað við viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota. Tíðni og umfang plöntusvifsblóma er í samræmi við viðmiðunaraðstæður fyrir eðlisefnafræðilegu þættina. | Tegundasamsetning og fjöldi þörunga í plöntusvifinu sýna smávægileg merki truflunar. Smávægilegar breytingar eru á lífmassa miðað við viðmiðunaraðstæður fyrir líffélög í viðkomandi gerðum vatnshlota. Slíkar breytingar benda ekki til aukningar í þörungavexti sem leiðir til óæskilegrar truflunar á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu eða á gæðum vatnsins. Smávægileg aukning á tíðni og umfangi plöntusvifsblómans getur komið fram í viðkomandi vatnshlotagerð. | Tegundasamsetning og þéttleiki sviflægra lífvera sýna nokkur merki truflunar. Lífmassi þörunga er verulega langt utan þeirra marka sem alla jafna eru tengd viðmiðunaraðstæðum fyrir líffélög í viðkomandi gerðum vatnshlota og er þannig að það hefur áhrif á aðra líffræðilega gæðaþætti. Nokkur aukning á tíðni og umfangi plöntusvifsblómans kann að eiga sér stað. Yfir sumarmánuðina getur blómi verið viðvarandi. |
Stórþörungar og dulfrævingar (vatnaplöntur) | Flestir stórþörungar og dulfrævingar, sem eru jafn viðkvæmir fyrir truflun og vænta mætti við óraskaðar aðstæður, eru til staðar. Þekja stórþörunga og dulfrævinga er í samræmi við það sem vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Flestir stórþörungar og dulfrævingar, sem eru jafn viðkvæmir fyrir truflun og vænta mætti við óraskaðar aðstæður, eru til staðar. Þekja stórþörunga og þéttleiki dulfrævinga sýna smávægileg merki truflunar. | Nokkur hluti stórþörunga og dulfrævinga, sem eru jafn viðkvæmir fyrir truflun og búast mætti við í óröskuðu vatnshloti, er ekki til staðar. Nokkur röskun er á þekju stórþörunga og þéttleika dulfrævinga og kann að vera svo mikil að óæskileg truflun verði á jafnvægi lífvera í vatnshlotinu. |
Botnlægir hryggleysingjar | Fjölbreytileiki og þéttleiki hryggleysingja er innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Allir hryggleysingjar, sem eru jafn viðkvæmir fyrir truflun og vænta mætti við óraskaðar aðstæður, eru til staðar. | Fjölbreytileiki og þéttleiki hryggleysingja er lítillega utan þeirra marka sem alla jafna eru tengd viðmiðunaraðstæðum fyrir einstakar gerðir vatnshlota. Flestir viðkvæmir hryggleysingjar líffélaganna sem dæmigerðir eru fyrir viðmiðunaraðstæður einstakra gerða vatnshlota eru til staðar. | Fjölbreytileiki og þéttleiki hryggleysingja er nokkuð utan þeirra marka sem alla jafna eru tengd viðmiðunaraðstæðum fyrir gerðir einstakra vatnshlota. Hryggleysingjar, sem benda til mengunar, eru til staðar. Margir viðkvæmir hryggleysingjar líffélaganna sem dæmigerðir eru fyrir viðmiðunaraðstæður fyrir einstakar gerðir vatnshlota vantar. |
Vatnsformfræðilegir gæðaþættir.
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Sjávarföll | Ferskvatnsflæði og stefna og hraði ráðandi strauma eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Formfræðilegar aðstæður | Breytileiki í dýpt, gerð og undirlag sjávarbotnsins og bæði gerð og ástand svæðisins milli há- og lágflæðimarka eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Eðlisefnafræðilegir gæðaþættir
Þáttur | Mjög gott ástand | Gott ástand | Ekki viðunandi ástand |
Almennar aðstæður | Eðlisefnafræðilegu þættirnir eru algjörlega eða nánast eins og vænta mætti við óraskaðar aðstæður. Styrkur næringarefna helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Hiti, súrefnisjafnvægi (ANC) og sjóndýpi sýna engin merki truflunar af mannavöldum og haldast innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Hitastig, súrefnisjafnvægi (ANC) og sjóndýpi eru ekki utan þeirra marka sem ákvörðuð hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og til að áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. Styrkur næringarefna er ekki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Sérstakir manngerðir mengunarvaldar | Styrkur er nálægt núlli eða a.m.k. undir greiningarmörkum fullkomnustu greiningaraðferða sem eru almennt notaðar. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6, samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Aðrir sérstakir mengunarvaldar | Styrkur helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6 (1) samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
(1) Við beitingu þessa ákvæðis skal þess ekki krafist að dregið sé úr styrk mengunarefna þannig að hann verði undir bakgrunnsgildum (umhverfisgæðakröfur > bakgrunnsgildi).
1.2.5 Skilgreiningar á besta, góðu og ekki viðunandi vistmegni mikið breyttra eða manngerðra vatnshlota.
Þáttur | Besta vistmegin | Gott vistmegin | Ekki viðunandi vistmegin |
Líffræðilegir gæðaþættir | Gildi líffræðilegu gæðaþáttanna endurspegla, eins og kostur er, þau gildi sem tengd eru sambærilegustu gerð yfirborðsvatnshlota, að teknu tilliti til aðstæðna sem stafa af manngerðum eða mikið breyttum eiginleikum vatnshlotsins. | Smávægilegar breytingar eru á gildum viðkomandi vatnshlots fyrir líffræðilega gæðaþætti miðað við gildin sem finnast við besta vistmegin. | Nokkrar breytingar eru á gildum viðkomandi vatnshlots fyrir líffræðilega gæðaþætti miðað við gildin sem finnast við besta vistmegin. Þessi gildi sýna umtalsvert meiri röskun en þar sem ástand er gott. |
Vatnsformfræðilegir þættir | Vatnsformfræðilegu þættirnir eru í samræmi við það að einu áhrifin á yfirborðsvatnshlotið séu þau sem stafa af manngerðum eða mikið breyttum eiginleikum vatnshlotsins þegar allar mildandi ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja bestu aðferðina við að ná vistfræðilegri samfellu, einkum að því er varðar far dýra og hrygningar- og uppeldisstöðvar. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Eðlisefnafræðilegir þættir | | | |
Almennar aðstæður | Eðlisefnafræðilegu þættirnir eru algjörlega eða nánast eins og búast mætti við í þeirri gerð yfirborðsvatnshlots sem helst er sambærilegt við mikið breytta eða manngerða vatnshlotið sem um ræðir, ef hún væri óröskuð. Styrkur næringarefna helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta við óraskaðar aðstæður. Hiti, súrefnisjafnvægi (ANC) og sýrustig eru í samræmi við það sem búast mætti við í þeirri gerð yfirborðsvatnshlota sem líkust er við óraskaðar aðstæður. | Gildin fyrir eðlisefnafræðilegu þættina eru innan þeirra marka sem ákvörðuð hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og til að áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. Hita- og sýrustig eru ekki utan þeirra marka sem ákvörðuð hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og til að áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. Styrkur næringarefna er ekki utan þeirra marka sem fastsett hafa verið til að tryggja að vistkerfið starfi eðlilega og áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti náist. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Sérstakir manngerðir mengunarvaldar | Styrkur er nálægt núlli eða a.m.k. undir greiningarmörkum fullkomnustu greiningaraðferða sem eru almennt notaðar. | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6, samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
Aðrir sérstakir mengunarvaldar | Styrkur helst innan þeirra marka sem alla jafna mætti vænta í þeirri gerð yfirborðsvatnshlota, sem mest líkist mikið breytta eða manngerða vatnshlotinu sem um ræðir, ef hún væri óröskuð (bakgrunnsgildi). | Styrkur er ekki meiri en kröfurnar leyfa sem settar eru í samræmi við málsmeðferðina sem lýst er í lið 1.2.6 (1), samanber þó reglugerð um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra og reglugerð um markaðssetningu sæfiefna. | Aðstæður eru í samræmi við áðurgreind gildi fyrir líffræðilega gæðaþætti. |
(1) Við beitingu krafnanna skal þess ekki krafist að dregið sé úr styrk mengunarefna þannig að hann verði undir bakgrunnsgildum.
1.2.6 Málsmeðferð við setningu efnafræðilegra gæðakrafna.
Ákvarða skal umhverfisgæðakröfur fyrir mengandi efni til að vernda lífríki í vatni. Setja má kröfur fyrir vatn, set eða lífríki.
Þar sem unnt er skal afla bæði gagna um bráð og langvarandi eiturhrif á eftirfarandi lífveruhópa sem eiga við um viðkomandi gerð vatnshlots, sem og aðrar vatnalífverur sem gögn eru til um. „Grunnhópar“ lífvera eru:
– þörungar og/eða botngróður/vatnaplöntur
– halaflær eða lífverur sem eru dæmigerðar fyrir salt vatn,
– fiskar.
1.3 Vöktun á vistfræðilegu ástandi og forgangsefnum í yfirborðsvatni.
Umhverfisstofnun skal koma á vöktunarneti fyrir yfirborðsvatn í samræmi við kröfur 13. gr. Tilhögun vöktunarnetsins skal vera þannig að það gefi heildarsýn yfir vistfræðilegt og efnafræðilegt ástand innan hvers vatnasviðs og geri kleift að flokka vatnshlot í fimm flokka samkvæmt samræmdu skilgreiningunum í kafla 1.2. Umhverfisstofnun skal leggja fram með vatnaáætluninni fyrir vatnaumdæmið eitt eða fleiri kort í landfræðilegu upplýsingakerfi sem sýna vöktunarnet fyrir yfirborðsvatn.
Á grundvelli lýsingar á eiginleikum og mats á áhrifum, sem fram fer í samræmi við 5. gr. og II. viðauka, skal Umhverfisstofnun, í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, koma á yfirlits- og aðgerðavöktun fyrir hvert tímabil sem vatnaáætlun fyrir vatnaumdæmið gildir. Einnig getur í sumum tilvikum þurft að koma á áætlunum um rannsóknarvöktun.
Umhverfisstofnun skal fylgjast með færibreytum sem gefa vísbendingar um ástand hvers gæðaþáttar sem máli skiptir. Þegar valdar eru færibreytur fyrir líffræðilega gæðaþætti skal tilgreina tegundasamsetningu af viðeigandi nákvæmni svo að flokkun gæðaþátta verði nægilega áreiðanleg og nákvæm. Í áætluninni skal koma fram mat á áreiðanleika og nákvæmni niðurstaðna vöktunaráætlana.
1.3.1 Tilhögun yfirlitsvöktunar.
Markmið.
Umhverfisstofnun skal gera áætlun um yfirlitsvöktun til að afla upplýsinga:
– til að bæta við og fullgilda aðferð við mat á áhrifum á gerðir vatnshlota, sbr. II. viðauka,
– fyrir skilvirka og árangursríka tilhögun vöktunaráætlana í framtíðinni,
– fyrir mat á langtímabreytingum á náttúrulegu ástandi og
– fyrir mat á langtímabreytingum sem stafa af umfangsmikilli starfsemi.
Niðurstöður slíkrar vöktunar skulu yfirfarnar og notaðar ásamt aðferð við mat á áhrifum, sbr. II. viðauka, til að ákvarða kröfur um vöktunaráætlanir í vatnaáætlunum fyrir vatnaumdæmið.
Val á vöktunarstöðum.
Fram skal fara yfirlitsvöktun á nægilega mörgum yfirborðsvatnshlotum til að unnt sé að meta heildarástand yfirborðsvatns innan hvers vatnasviðs innan vatnaumdæmisins. Við val á þessum vatnshlotum skal tryggja að vöktun fari fram, eftir því sem við á, á stöðum þar sem:
– vatnsrennsli er umtalsvert innan vatnaumdæmisins í heild, þ.m.t. staðir við stórar ár þar sem aðrennslissvæði er stærra en 2.500 km²,
– vatnsmagn er umtalsvert innan vatnaumdæmisins, þ.m.t. stór stöðuvötn og miðlunarlón og
– frá öðrum stöðum til að meta álag frá landstöðvum.
Val á gæðaþáttum.
Yfirlitsvöktun skal fara fram í eitt ár á hverjum vöktunarstað, þann tíma sem vatnaáætlunin fyrir vatnaumdæmi gildir fyrir, og beinast að;
– færibreytum sem gefa vísbendingar um líffræðilega gæðaþætti,
– færibreytum sem gefa vísbendingar um vatnsformfræðilega gæðaþætti,
– færibreytum sem gefa vísbendingar um almenna, eðlisefnafræðilega gæðaþætti,
– mengunarvöldum á forgangsskrá sem er sleppt út í vatnasviðið og
– öðrum mengunarvöldum sem er sleppt í umtalsverðu magni út í vatnasviðið.
Hafi fyrri yfirlitsvöktun leitt í ljós að viðkomandi vatnshlot hafi náð góðu ástandi og ekkert í mati á áhrifum af mannavöldum, skv. II. viðauka, bendir til þess að breyting hafi orðið á áhrifum á vatnshlotið má víkja frá tíðni yfirlitsvöktunar, samkvæmt 1. mgr. Í slíkum tilvikum skal yfirlitsvöktun fara fram samhliða þriðju hverri vatnaáætlun fyrir vatnaumdæmið.
1.3.2 Tilhögun aðgerðavöktunar.
Aðgerðavöktun skal fara fram til þess að:
– ganga úr skugga um ástand þeirra vatnshlota sem talið er að nái ekki umhverfismarkmiðum og
– meta hvort að aðgerðir sem gripið er til samkvæmt aðgerðaáætlun um úrbætur bæti ástand slíkra vatnshlota.
Áætluninni má breyta á tímabili vatnaáætlunar fyrir vatnaumdæmið á grundvelli upplýsinga sem fást í tengslum við kröfur í II. viðauka eða þessum viðauka, einkum í því skyni að draga úr tíðni ef í ljós kemur að áhrif eru óveruleg eða viðkomandi álagi hefur verið aflétt.
Val á vöktunarstöðum.
Aðgerðavöktun skal fara fram á þeim vatnshlotum sem, á grundvelli mats á áhrifum skv. II. viðauka eða á grundvelli yfirlitsvöktunar, er talið að nái ekki umhverfismarkmiðum í 8. og 9. gr. og þeim vatnshlotum sem forgangsefni eru losuð í. Vöktunarstaðir fyrir forgangefni skulu valdir eins og tilgreint er í reglugerð um forgangsefni þar sem mælt er fyrir um viðkomandi umhverfisgæðakröfur. Í öllum öðrum tilvikum, þar á meðal fyrir forgangsefni, skal velja vöktunarstaði á eftirfarandi hátt:
– fyrir vatnshlot, sem eru í hættu vegna álags frá verulegum punktuppsprettum, skal velja nægilega marga vöktunarstaði innan hvers vatnshlots til að unnt sé að meta umfang og áhrif losunarinnar. Ef vatnshlot er undir álagi frá mörgum punktupptökum má velja vöktunarstaði þannig að unnt sé að meta umfang og áhrif þessa álags í heild,
– fyrir vatnshlot, sem eru í hættu vegna álags frá verulegum, dreifðum uppsprettum, skal velja nægilega marga vöktunarstaði innan valinna vatnshlota til að unnt sé að meta umfang og áhrif losunarinnar. Vatnshlot skulu valin þannig að þau séu dæmigerð fyrir viðkomandi áhættu vegna álags frá dreifðum uppsprettum og hættu á að gott ástand yfirborðsvatns náist ekki,
– fyrir vatnshlot, sem eru í hættu vegna umtalsverðs, vatnsformfræðilegs álags, skal velja nægilega marga vöktunarstaði innan valinna vatnshlota til að unnt sé að meta umfang og áhrif vatnsformfræðilega álagsins. Valið á vatnshlotum skal gefa vísbendingu um heildaráhrif vatnsformfræðilegs álags sem öll vatnshlotin eru undir.
Val á gæðaþáttum.
Til að meta umfang álags á yfirborðsvatnshlot skal fylgjast með þeim gæðaþáttum sem gefa vísbendingu um álagið sem hlotið eða hlotin eru undir. Til að meta áhrif þessa álags skal vakta eftirfarandi:
– færibreytur sem gefa vísbendingar um líffræðilega gæðaþætti sem eru viðkvæmastir fyrir því álagi sem vatnshlotin eru undir,
– öll efni á forgangslista/forgangsskrá og önnur mengandi efni sem losuð eru í umtalsverðu magni,
– færibreytur sem gefa vísbendingar um hvaða vatnsformfræðilegi gæðaþáttur er viðkvæmastur fyrir tilgreindu álagi.
1.3.3 Tilhögun rannsóknarvöktunar.
Markmið.
Rannsóknarvöktun skal fara fram:
– ef ástæðan fyrir því að farið er yfir viðmiðunarmörk er óþekkt;
– ef yfirlitsvöktun bendir til þess að ólíklegt sé að markmiðin, sem sett eru skv. 8. og 9. gr., fyrir vatnshlot náist og ekki hefur verið komið á aðgerðavöktun, í því skyni að komast að raun um ástæður þess að ástand vatnshlots nær ekki umhverfismarkmiðum eða
– til að ganga úr skugga um umfang og áhrif mengunarslysa,
og vera grundvöllur undir aðgerðir sem gripið er til samkvæmt aðgerðaáætlun um úrbætur á ástandi slíkra vatnshlota ásamt aðgerðum sem eru nauðsynlegar til að draga úr áhrifum mengunarslysa.
1.3.4 Tíðni vöktunar.
Á yfirlitsvöktunartímabilinu skal tíðni vöktunar á færibreytum, sem gefa vísbendingar um eðlisefnafræðilega gæðaþætti, vera í samræmi við eftirfarandi töflu nema færa megi rök fyrir því á grundvelli tækniþekkingar og álits sérfræðinga að vöktunin geti verið strjálli. Að því er varðar líffræðilega eða vatnsformfræðilega gæðaþætti skal vöktun fara fram a.m.k. einu sinni á tímabilinu.
Að því er varðar aðgerðavöktun skal tíðni vöktunar fyrir hverja færibreytu ákveðin þannig að afla megi nægilegra upplýsinga til að meta ástand viðkomandi gæðaþáttar. Til viðmiðunar skal haft að vöktun sé ekki strjálli en fram kemur í töflunni hér á eftir nema færa megi rök fyrir því á grundvelli tækniþekkingar og álits sérfræðinga að vöktunin geti verið strjálli.
Tíðnin skal ákveðin þannig að áreiðanleiki og nákvæmni upplýsinga sé viðunandi. Í vatnaáætlun fyrir vatnaumdæmið skal koma fram mat á áreiðanleika og nákvæmni vöktunarkerfisins.
Ákveða skal hversu oft vöktun fer fram með hliðsjón af breytileika færibreytna sem rekja má bæði til náttúrulegs ástands og áhrifa af mannavöldum. Velja skal vöktunartímana þannig að áhrif árstíðabreytinga á niðurstöðurnar séu í lágmarki og tryggja þannig að niðurstöðurnar endurspegli breytingar á vatnshlotinu sem stafa af breytingum vegna álags af mannavöldum.
Viðbótarvöktun skal fara fram á ólíkum tímum sama árs til að ná þessu markmiði.
Gæðaþættir | Ár | Stöðuvötn | Árósavatn | Strandsjór |
Líffræðilegir |
Plöntusvif | | 6 mánuðir | 6 mánuðir | 6 mánuðir |
Vatnaplöntur | 3 ár | 3 ár | 3 ár | 3 ár |
Botnlægir hryggleysingjar | 3 ár | 3 ár | 3 ár | 3 ár |
Fiskar | 3 ár | 3 ár | 3 ár | |
Vatnsformfræðilegir |
Samfella | 6 ár | | | |
Vatnafræði | stöðugt | 1 mánuður | | |
Formfræði | 6 ár | 6 ár | 6 ár | 6 ár |
Eðlisefnafræðilegir |
Hitastig | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir |
Súrefnismettun | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir |
Selta | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir | |
Næringarefnaástand/leiðni | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir |
Súrnunarástand | 3 mánuðir | 3 mánuðir | | |
Aðrir mengunarvaldar | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir | 3 mánuðir |
Forgangsefni | 1 mánuður | 1 mánuður | 1 mánuður | 1 mánuður |
1.3.5 Viðbótarkröfur vegna vöktunar á vernduðum svæðum.
Til viðbótar við vöktunaráætlanirnar, sem krafist er hér á undan, skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Staðir þar sem taka neysluvatns fer fram.
Yfirborðsvatnshlot, sem eru tilgreind skv. 13. gr. og gefa af sér meira en 100 m³ á dag að meðaltali, skulu valin sem vöktunarstaðir og þau skulu vera undir þeirri viðbótarvöktun sem nauðsynleg er til að uppfylla ákvæði 13. gr. Vöktun slíkra vatnshlota skal taka til forgangsefna sem losuð eru og annarra efna sem losuð eru í umtalsverðum mæli út í vatnshlotið og kunna að hafa áhrif á það og sem heyra undir ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Tíðni vöktunar skal vera eftirfarandi:
Fjöldi vatnsnotenda | Tíðni |
< 10.000 | 4 sinnum á ári |
10.000 til 30.000 | 8 sinnum á ári |
> 30.000 | 12 sinnum á ári |
1.3.6 Staðlar fyrir vöktun á gæðaþáttum.
Þær aðferðir sem eru notaðar við vöktun á gerðarbreytum skulu vera í samræmi við alþjóðlegu staðlana sem hér fara á eftir, að svo miklu leyti sem þeir taka til vöktunar, eða aðra landsbundna eða alþjóðlega staðla sem tryggja að fáist jafngild gögn, að því er varðar vísindaleg gæði og samanburðarhæfi.
Staðlar fyrir sýnatöku á líffræðilegum gæðaþáttum.
Almennar aðferðir til notkunar með sértækum aðferðum sem gefnar eru upp í stöðlunum í tengslum við eftirfarandi líffræðilega gæðaþætti:
ÍST EN ISO 5667-3:2012 | (e. Water quality - Sampling - Part 3: Preservation and handling of samples) |
Staðlar sem gilda um plöntusvif.
ÍST EN 15204:2006 | (e. Water quality - Guidance standard on the enumeration of phytoplankton using inverted microscopy (Utermöhl technique)) |
ÍST EN 15972:2011 | (e. Water quality - Guidance on quantitative and qualitative investigations of marine phytoplankton) |
ISO 10260:1992 | (e.Water quality - Measurement of biochemical parameters -Spectrometric determination of the chlorophyll-a concentration) |
Staðlar sem gilda um vatnaplöntur og botngróður.
ÍST EN 15460:2007 | (e.Water quality - Guidance standard for the surveying of macrophytes in lakes) |
ÍST EN 14184:2014 | (e.Water quality - Guidance for the surveying of aquatic macrophytes in running waters) |
ÍST EN 15708:2009 | (e. Water quality - Guidance standard for the surveying, sampling and laboratory analysis of phytobenthos in shallow running water) |
ÍST EN 13946:2014 | (e. Water quality - Guidance for the routine sampling and preparation of benthic diatoms from rivers and lakes) |
ÍST EN 14407:2014 | (e. Water quality - Guidance for the identification and enumeration of benthic diatom samples from rivers and lakes) |
Staðlar sem gilda um botnlæga hryggleysingja.
ÍST EN ISO 10870:2012 | (e. Water quality - Guidelines for the selection of sampling methods and devices for benthic macroinvertebrates in fresh waters) |
ÍST EN 15196:2006 | (e. Water quality - Guidance on sampling and processing of the pupal exuviae of Chironomidae (order Diptera) for ecological assessment) |
ÍST EN 16150:2012 | (e. Water quality - Guidance on pro rata multi-habitat sampling of benthic macro-invertebrates from wadeable rivers) |
ÍST EN ISO 19493:2007 | (e. Water quality - Guidance on marine biological surveys of hard-substrate communities) |
ÍST EN ISO 16665:2013 | (e. Water quality - Guidelines for quantitative sampling and sample processing of marine soft-bottom macro-fauna) |
Staðlar sem gilda um fiska.
ÍST EN 14962:2006 | (e. Water quality - Guidance on the scope and selection of fish sampling methods) |
ÍST EN 14011:2003 | (e. Water quality - Sampling of fish with electricity) |
ÍST EN 15910:2014 | Vatnsgæði - Leiðbeiningar um áætlun fiskimagns með bergmálstækni |
ÍST EN 14757:2005 | (e. Water quality - Sampling of fish with multi-mesh gillnets) |
Staðlar sem gilda um vatnsformfræðilegar breytur.
ÍST EN 14614:2004 | (e. Water quality - Guidance standard for assessing the hydromorphological features of rivers) |
ÍST EN 16039:2011 | (e. Water quality - Guidance standard on assessing the hydromorphological features of lakes) |
Staðlar sem gilda um eðlisefnafræðilegar breytur.
Allir CEN-/ISO-staðlar sem eiga við.
1.4 Flokkun og framsetning vistfræðilegs ástands.
1.4.1 Samanburðarhæfi niðurstaðna úr líffræðilegri vöktun.
1. Umhverfisstofnun skal tryggja að komið verði upp vöktunarkerfi til að meta gildi líffræðilegu gæðaþáttanna sem tilgreindir eru fyrir hvern flokk yfirborðsvatns eða fyrir mikið breytt og manngerð yfirborðsvatnshlot. Við beitingu aðferðarinnar, sem tilgreind er hér á eftir, að því er varðar mikið breytt eða manngerð vatnshlot skal litið á tilvísanir til vistfræðilegs ástands sem tilvísanir til vistmegins. Slík kerfi henta fyrir tiltekna tegund eða hópa tegunda sem eru dæmigerðar fyrir gæðaþáttinn í heild.
2. Til að tryggja samanburðarhæfi slíkra vöktunarkerfa skulu niðurstöður úr kerfunum, sem notaðar eru, settar fram sem hlutföll vistfræðilegra gæða til flokkunar vistfræðilegs ástands. Þessi hlutföll tákna sambandið milli gilda líffræðilegu færibreytnanna, sem fást fyrir tiltekið yfirborðsvatnshlot, og gilda þessara færibreytna við viðmiðunarskilyrðin sem gilda fyrir hlotið. Hlutfallið skal sett fram sem tölugildi á bilinu núll til einn þar sem mjög gott, vistfræðilegt ástand er sett fram sem gildi nálægt einum og lélegt, vistfræðilegt ástand sem gildi nálægt núlli.
3. Fyrir hvern flokk yfirborðsvatns skal skipta kvarðanum fyrir vistfræðilegt gæðahlutfall í vöktunarkerfi í fimm flokka sem ná frá mjög góðu til lélegs, vistfræðilegs ástands, eins og það er skilgreint í lið 1.2, þannig að hver skil milli flokka fái tiltekið tölugildi, sbr. 3. mgr. 6. gr. Ákveða skal gildi skilanna milli mjög góðs ástands og góðs ástand og gildi skilanna milli góðs og ekki viðunandi ástands með millikvörðun. Millikvörðunin skal tryggja að flokkaskilin séu sett í samræmi við stöðluðu skilgreiningarnar í lið 1.2 og að þau séu sambærileg við gögn hjá öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu.
1.4.2 Framsetning á niðurstöðum vöktunar og flokkun vistfræðilegs ástands og vistmegins.
1. Að því er varðar flokka yfirborðsvatns skal flokkun vatnshlota eftir vistfræðilegu ástandi gefin upp með því gildi sem lægst er af niðurstöðunum úr líffræðilegri og eðlisefnafræðilegri vöktun fyrir viðkomandi gæðaþætti sem flokkaðir eru í samræmi við fyrsta dálk töflunnar hér á eftir. Leggja skal fram kort fyrir vatnaumdæmið þar sem fram kemur flokkun hvers vatnshlots eftir vistfræðilegu ástandi þess, merkt með litakóða, í samræmi við annan dálk töflunnar hér á eftir, sem endurspeglar flokkun vatnshlotsins eftir vistfræðilegu ástandi.
Flokkun eftir vistfræðilegu ástandi.
Flokkun eftir vistfræðilegu ástandi | Litakóði |
Mjög gott | Blátt |
Gott | Grænt |
Ekki viðunandi | Gult |
Slakt | Appelsínugult |
Lélegt | Rautt |
2. Að því er varðar mikið breytt og manngerð vatnshlot skal flokkun vatnshlotsins eftir vistmegni gefin upp með því gildi sem lægst er af niðurstöðunum úr líffræðilegri og eðlisefnafræðilegri vöktun fyrir viðkomandi gæðaþætti sem flokkaðir eru í samræmi við fyrsta dálk töflunnar hér á eftir. Leggja skal fram kort í landfræðilegu upplýsingakerfi fyrir vatnaumdæmið þar sem fram kemur flokkun hvers vatnshlots eftir vistmegni þess, merkt með litakóða, að því er varðar manngerð vatnshlot, í samræmi við annan dálk töflunnar hér á eftir, og að því er varðar mikið breytt vatnshlot, í samræmi við þriðja dálk sömu töflu.
Flokkun eftir vistmegni | Litakóði |
Manngerð vatnshlot | Mikið breytt |
Gott og þar fyrir ofan | Grænar og ljósgráar rendur, jafnbreiðar | Grænar og dökkgráar rendur, jafnbreiðar |
Ekki viðunandi | Gular og ljósgráar rendur, jafnbreiðar | Gular og dökkgráar rendur, jafnbreiðar |
Slakt | Appelsínugular og ljósgráar rendur, jafnbreiðar | Appelsínugular og dökkgráar rendur, jafnbreiðar |
Lélegt | Rauðar og ljósgráar rendur, jafnbreiðar | Rauðar og dökkgráar rendur, jafnbreiðar |
3. Einnig skal sýna, með svörtum díl á kortinu, þau vatnshlot þar sem ekki hefur náðst gott ástand eða gott vistmegin vegna þess að þau uppfylla ekki eina eða fleiri umhverfisgæðakrafnanna sem settar hafa verið fyrir vatnshlotið að því er varðar sérstaka tilbúna mengunarvalda og aðra sérstaka mengunarvalda í samræmi við gildandi reglur.
1.4.3 Framsetning á niðurstöðum úr vöktun og flokkun efnafræðilegs ástands.
Ef vatnshlot er í samræmi við allar umhverfisgæðakröfur, sem settar eru í 4.-7. gr. og VI. viðauka, skal skráð að það uppfylli kröfur um gott, efnafræðilegt ástand. Ef svo er ekki skal skráð að hlotið fullnægi ekki kröfum um gott, efnafræðilegt ástand.
Leggja skal fram kort fyrir vatnaumdæmið þar sem fram kemur efnafræðilegt ástand hvers vatnshlots, merkt með litakóða, í samræmi við annan dálk töflunnar hér á eftir, sem endurspeglar flokkun vatnshlotsins eftir efnafræðilegu ástandi.
Efnafræðilegt ástand vatnhlots (forgangsefni) | Litakóði |
Gott | Blátt |
Nær ekki góðu, efnafræðilegu ástandi | Rautt |
2. Grunnvatn.
2.1 Magnstaða grunnvatns.
2.1.1 Færibreyta fyrir flokkun grunnvatns.
Breytingar á hæð grunnvatnsborðs.
2.1.2 Skilgreining á magnstöðu.
Þáttur | Gott ástand |
Hæð grunnvatnsborðs | Hæð vatnsborðs í grunnvatnshlotinu er þannig að meðalvatnstaka á ári til langs tíma er ekki meiri en grunnvatnsauðlindin sem er tiltæk. Hæð grunnvatnsborðsins verður þar af leiðandi ekki fyrir breytingum af mannavöldum sem gætu haft í för með sér: – að ekki tekst að ná umhverfismarkmiðunum, sem tilgreind eru í 10. og 11. gr. fyrir yfirborðsvatn sem tengjast grunnvatnshæðinni, – að ástandi slíks vatns hrakar umtalsvert, – umtalsvert tjón á landvistkerfum sem eru háð grunnvatnshlotinu beint, og breytingar á straumstefnu, sem stafa af vatnsborðsbreytingum, geta átt sér stað tímabundið, eða stöðugt á afmörkuðu svæði, en slíkar breytingar hafa ekki í för með sér innstreymi salts vatns eða annars og benda ekki til viðvarandi og greinilegrar breytingar á straumstefnu af mannavöldum sem líklegt er að leiði til slíks innstreymis. |
2.2 Vöktun á magnstöðu grunnvatns.
2.2.1 Vöktunarnet fyrir hæð grunnvatnsborð.
Umhverfisstofnun, í samráði við fagaðila skal koma á vöktunarneti fyrir grunnvatn í samræmi við kröfur í 14. gr. Tilhögun vöktunarnetsins skal vera þannig að með því fáist áreiðanlegt mat á magnstöðu allra grunnvatnshlota eða hópa grunnvatnshlota, þ.m.t. tiltæku grunnvatnsauðlindarinnar. Umhverfisstofnun skal leggja fram kort sem sýnir vöktunarnet fyrir grunnvatn í landfræðilegu upplýsingakerfi með vatnaáætluninni.
2.2.2 Þéttleiki vöktunarstaða.
Í vöktunarnetinu skulu vera nægilega margir, dæmigerðir vöktunarstaðir til að unnt sé að meta hæð grunnvatnsborðs í hverju grunnvatnshloti eða hópi grunnvatnshlota, að teknu tilliti til skammtíma- og langtímabreytinga á endurnýjun grunnvatns og einkum:
– tryggja, að því er varðar grunnvatnshlot sem talið er að uppfylli ekki umhverfismarkmiðin í 7. og 8. gr., að þéttleiki vöktunarstaða sé nægur til að meta megi áhrif vatnstöku og veitu á hæð grunnvatnsborðs.
2.2.3 Tíðni vöktunar.
Athuganir skulu gerðar nægilega oft til að unnt sé að meta magnstöðu hvers grunnvatnshlots eða hóps grunnvatnshlota, að teknu tilliti til skammtíma- og langtímabreytinga á endurnýjun grunnvatns. Tíðni athugananna skal einkum tryggja:
– hvað grunnvatnshlot varðar, sem talið er að uppfylli ekki umhverfismarkmiðin í 7. og 8. gr., að mælingar fari fram nægilega oft til að meta megi áhrif vatnstöku og veitu á hæð grunnvatnsborðs.
2.3 Efnafræðilegt ástand grunnvatns.
2.3.1 Færibreytur til að ákvarða efnafræðilegt ástand grunnvatns.
Leiðni
Styrkur mengunarvalda
2.3.2 Skilgreining á góðu, efnafræðilegu ástandi grunnvatns.
Þættir | Gott ástand |
Almennt | Efnafræðileg samsetning grunnvatnshlotsins er þannig að styrkur mengunarvalda: – eins og hann er tilgreindur hér á eftir, sýnir ekki áhrif vegna innstreymis salts vatns eða annars – er ekki yfir umhverfismarkmiðum – er ekki þannig að það geti leitt til þess að umhverfismarkmiðin, sem tilgreind eru í 7. og 8. gr. fyrir tengt yfirborðsvatn, náist ekki né til þess að vistfræðilegum eða efnafræðilegum gæðum slíkra vatnshlota hrakaði umtalsvert eða umtalsvert tjón yrði á landvistkerfum sem eru háð grunnvatnshlotinu. |
Leiðni | Breytingar á leiðni benda ekki til innstreymis salts vatns eða annars inn í grunnvatnshlotið |
2.3.3 Gæðakröfur fyrir grunnvatn.
1. Til þess að meta efnafræðilegt ástand grunnvatns í samræmi við 8. gr. b verða eftirfarandi gæðakröfur fyrir grunnvatn þær gæðakröfur sem um getur í töflu 2.3.2.
Mengunarvaldur | Gæðakröfur |
Nítröt | 25 mg/l |
Virk efni í varnarefnum, þ.m.t. viðeigandi umbrots-, niðurbrots- og myndefni þeirra | 0,1 μg/l 0,5 μg/l (samtals)(1) |
(1) "Samtals": summa allra einstakra varnarefna sem finnast og eru magngreind í vöktunarferlinu, þ.m.t. umbrots-, niðurbrots- og myndefni þeirra sem skipta máli.
2. Ef talið er, að því er varðar tiltekið grunnvatnshlot, að gæðakröfurnar fyrir grunnvatn gætu leitt til þess að ekki reynist unnt að ná umhverfismarkmiðunum, sem tilgreind eru í III. kafla laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, að því er varðar tengd yfirborðsvatnshlot, eða til þess að vistfræðilegum eða efnafræðilegum gæðum slíkra vatnshlota hrakaði umtalsvert eða til að umtalsvert tjón yrði á landvistkerfum sem eru háð grunnvatnshlotinu beint, skal fastsetja strangari viðmiðunargildi í samræmi við 8. gr. a. Áætlanir og ráðstafanir, sem krafist er í tengslum við slík viðmiðunargildi, skulu einnig gilda um starfsemi sem fellur undir gildissvið reglugerðar um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri.
2.3.4 Viðmiðunargildi fyrir mengunarvalda í grunnvatni og mengunarvísa.
A-hluti
Viðmiðunarreglur til að fastsetja viðmiðunargildi í samræmi við 8. gr. a.
Ráðherra setur í reglugerð, að fenginni tillögu Umhverfisstofnunar, viðmiðunargildi fyrir alla mengunarvalda og mengunarvísa sem, samkvæmt greiningunni á eiginleikum sem tekin er saman í samræmi við álagsgreininguna, sbr. kafla 1.4 í viðauka II, lýsa eiginleikum grunnvatnshlots eða hópa grunnvatnshlota þar sem hætta er talin á að gott, efnafræðilegt ástand grunnvatnsins náist ekki, sbr. 11. gr.
Viðmiðunargildi skal fastsetja þannig að ef niðurstöður úr vöktun á einkennandi vöktunarstað fara yfir gildin bendi það til þess að hætta sé á að eitt eða fleiri skilyrði til að ná góðu, efnafræðilegu ástandi grunnvatns, sem um getur í ii-, iii- og iv-lið c-liðar í 2. mgr. 8. gr. b, hafi ekki verið uppfyllt. Þegar viðmiðunargildi er sett skal hafa eftirfarandi viðmiðunarreglur í huga:
1) | Ákvörðun um viðmiðunargildi skal byggjast á: |
| a) | umfangi víxlverkana milli grunnvatns og tengdra vatnavistkerfa og landvistkerfa sem eru háð því, |
| b) | truflun á raunverulegri eða hugsanlegri, réttmætri notkun eða virkni grunnvatnsins, |
| c) | öllum mengunarvöldum, sem eru lýsandi fyrir eiginleika grunnvatnshlota þannig að þau teljast í áhættu, að teknu tilliti til lágmarksskrárinnar sem sett er fram í B-hluta, |
| d) | vatnajarðfræðilegum eiginleikum, þ.m.t. upplýsingar um bakgrunnsgildi og vatnsjöfnuð. |
2) | Við ákvörðun um viðmiðunargildi skal einnig taka tillit til uppruna mengunarvaldanna, hvort þeir finnast e.t.v. í náttúrunni, eiturefnafræði þeirra og leitni til dreifingar, þrávirkni þeirra og hugsanlegrar uppsöfnunar í lífverum. |
3) | Ef bakgrunnsgildi efna eða jóna eða vísa þeirra hækka vegna náttúrulegra, vatnajarðfræðilegra ástæðna skal taka tillit til þessara bakgrunnsgilda í viðkomandi grunnvatnshloti þegar viðmiðunargildi eru fastsett. Við ákvörðun á bakgrunnsgildum skal taka tillit til eftirfarandi meginreglna: |
| a) | Ákvörðun á bakgrunnsgildum skal byggjast á lýsingu á eiginleikum grunnvatnshlota í samræmi við II. viðauka reglugerðarinnar og á niðurstöðum úr vöktun grunnvatns í samræmi við III. viðauka reglugerðarinnar. Í vöktunaráætluninni og við túlkun gagnanna skal taka tillit til þeirrar staðreyndar að rennslisskilyrði og efnafræði grunnvatns er breytileg eftir láréttri og lóðréttri stöðu. |
| b) | Í tilvikum þar sem takmörkuð vöktunargögn fyrir grunnvatn eru fyrir hendi skal afla frekari gagna og í millitíðinni skal ákvarða bakgrunnsgildi á grundvelli þessara takmörkuðu vöktunargagna, eftir því sem við á, með einfaldaðri aðferð þar sem notast er við hlutmengi úr sýnum þar sem vísar sýna að áhrif frá starfsemi manna séu ekki fyrir hendi. Einnig skal taka mið af upplýsingum um jarðefnafræðilega flutninga og vinnslu, ef þær liggja fyrir. |
| c) | Í tilvikum þar sem vöktunargögn fyrir grunnvatn eru ófullnægjandi og upplýsingar um jarðefnafræðilega flutninga og vinnslu reynast lélegar skal afla fleiri gagna og upplýsinga og í millitíðinni skal ákvarða bakgrunnsgildi á grundvelli, þar sem það á við, niðurstaðna tölfræðilegra viðmiðana fyrir sömu tegundir veita á öðrum svæðum þar sem næg gögn liggja fyrir. |
4) | Ákvörðun á bakgrunnsgildum skal studd gæðakerfi fyrir gögnin sem aflað er, sem grundvallast á mati á gæðum gagna, greiningarforsendum og bakgrunnsgildum, bæði fyrir efni sem kunna að koma fyrir í náttúrunni og af mannavöldum. |
B-hluti
Lágmarksskrá yfir mengunarvalda og vísa þeirra sem skal fastsetja viðmiðunargildi fyrir í samræmi við 8. gr. a.
1. Efni eða jónir eða mengunarvísar sem kunna að koma fyrir í náttúrunni og/eða af mannavöldum.
Arsen
Kadmíum
Blý
Kvikasilfur
Ammóníum
Klóríð
Súlfat
Nítrít
Fosfór (heildarmagn)/Fosföt
2. Manngerð, tilbúin efni
Tríklóretýlen
Tetraklóretýlen
3. Mæliþættir sem benda til innstreymis salts vatns eða annars
Leiðni
Efnafræðilegt ástand fyrir grunnvatn: viðmiðunargildi og viðsnúningsgildi.
Efni og mælieining | Viðmiðunargildi | Viðsnúningsgildi |
Arsen, μg/l | 10 | 7,5 |
Kadmíum, μg/l | 5 | 3,75 |
Blý, μg/l | 10 | 7,5 |
Kvikasilfur, μg/l | 1,0 | 0,75 |
Ammóníum, mg/l N | 0,5 | 0,4 |
Klóríð, mg/l | 250 | 187,5 |
Súlfat, mg/l | 250 | 187,5 |
Summa af Tríklóretýlen og Tetraklóretýlen, μg/l | 10 | 7,5 |
Fosföt, mg/l | 0,5 | 0,375 |
Nítrít | 0,5 | 0,375 |
C-hluti
Upplýsingar sem eiga að koma fram í vatnaáætlun varðandi mengunarvalda og vísa þeirra sem viðmiðunargildi hafa verið ákveðin fyrir.
Í vatnaáætlun, sem leggja skal fram í samræmi við 19. gr. laga um stjórn vatnamála, skal Umhverfisstofnun gera samtekt um það hvernig málsmeðferðinni, sem sett er fram í A-hluta þessa kafla hefur verið fylgt.
Umhverfisstofnun skal einkum veita:
| a) | Upplýsingar varðandi hvert grunnvatnshlot eða hópa grunnvatnshlota sem eru talin í áhættu, þ.m.t. um eftirfarandi: |
| | i. | stærð hlotanna, |
| | ii. | hvert mengunarefni eða mengunarvísi sem gera það að verkum að grunnvatnshlotin eru talin í áhættu, |
| | iii. | umhverfismarkmiðin sem áhættan tengist, þ.m.t. raunveruleg eða hugsanleg réttmæt notkun eða starfsemi grunnvatnshlotsins, og tengslin milli grunnvatnshlotanna og tengds yfirborðsvatns og landvistkerfa sem eru háð því á beinan hátt, |
| | iv. | ef um er að ræða efni sem koma fyrir í náttúrunni: náttúruleg bakgrunnsgildi í grunnvatnshlotunum, |
| | v. | upplýsingar um tilvik þar sem farið er yfir viðmiðunargildi. |
| b) | Upplýsingar um viðmiðunargildi, hvort sem þau gilda á landsvísu eða fyrir grunnvatnshlot eða hóp grunnvatnshlota. |
| c) | Upplýsingar um tengslin milli viðmiðunargildanna og hvers og eins af eftirfarandi atriðum: |
| | i. | bakgrunnsgilda ef um er að ræða efni sem koma fyrir í náttúrunni, |
| | ii. | tengsl yfirborðsvatns og landvistkerfa sem eru háð því á beinan hátt, |
| | iii. | umhverfismarkmiðanna og annarra staðla fyrir vatnsvernd sem fyrir hendi eru innanlands, á alþjóðavísu eða á vettvangi Sambandsins, |
| | iv. | allra viðeigandi upplýsinga sem varða eiturefnafræði, visteiturefnafræði, þrávirkni, mögulega uppsöfnun í lífverum og tilhneigingu mengunarefna til að dreifast. |
| d) | Upplýsingar um aðferðafræðina sem notuð er við ákvörðun bakgrunnsgilda á grundvelli meginreglnanna sem settar eru fram í 3. tölulið A-hluta. |
| e) | Upplýsingar um ástæður þess að viðmiðunargildi hafi ekki verið fastsett fyrir mengunarefnin og vísana sem eru tilgreindir í B-hluta. |
| f) | Upplýsingar um lykilatriði matsins á efnafræðilegu ástandi grunnvatnsins, þ.m.t. umfang, aðferð og tímabil samsöfnunar á niðurstöðum vöktunar, skilgreining á hvað er ásættanlegt að fara langt fram yfir viðmiðunargildi og aðferðina sem er notuð til að reikna það, í samræmi við i. lið c-liðar í 1. mgr. 8. gr. b og 3. tölulið í kafla 2.3.5 í III. viðauka. |
Ef gögnin sem um getur í a-f-liðum eru ekki tekin með í vatnaáætlunum skal gefa ástæður þess í áætlununum.
2.3.5 Mat á efnafræðilegu ástandi grunnvatns.
1) | Aðferðin við mat til að ákvarða efnafræðilegt ástand grunnvatnshlots eða hópa grunnvatnshlota skal notuð í tengslum við öll grunnvatnshlot eða hópa grunnvatnshlota sem eru metin þannig að þau séu í áhættu og í tengslum við sérhvern mengunarvald sem stuðlar að því að grunnvatnshlotið eða hópur grunnvatnshlota séu metin í áhættu. |
2) | Þegar athuganirnar, sem um getur í c-lið 1. mgr. 8. gr. a fara fram, skal taka tillit til: |
| a) | upplýsinganna sem safnað er sem hluta af eiginleikagreiningunni, |
| b) | niðurstaðnanna frá vöktunarnetinu fyrir grunnvatn sem fást í samræmi við lið 2.4. og |
| c) | allra annarra viðeigandi upplýsinga, þ.m.t. samanburður á árlegum, reiknuðum meðalstyrk fyrir viðkomandi mengunarvalda á vöktunarstað við gæðakröfurnar fyrir grunnvatn, sem settar eru fram í lið 2.3.3, og viðmiðunargildin sem aðildarríkin ákvarða í samræmi við 8. gr. a og lið 2.3.4. |
3) | Í því skyni að rannsaka hvort skilyrðin um gott, efnafræðilegt ástand grunnvatns, sem um getur í i-lið c-liðar í 1. mgr. 8. gr. b, hafi verið uppfyllt skal, ef við á og ef nauðsyn krefur og á grundvelli viðeigandi samantektar á niðurstöðum úr vöktun, sem studdar eru, ef nauðsyn krefur, með mati á styrk, sem byggist á heildstæðu líkani af grunnvatnshloti eða hópi grunnvatnshlota, meta umfangið í grunnvatnshlotinu þar sem árlegur, reiknaður meðalstyrkur mengunarvalds er hærri en gæðakrafa fyrir grunnvatn eða viðmiðunargildi. |
4) | Í því skyni að rannsaka hvort skilyrðin um gott, efnafræðilegt ástand grunnvatns, sem um getur í ii- og iii-lið c-liðar í 1. mgr. 8. gr. a, hafi verið uppfyllt skal Umhverfisstofnun, ef við á og ef nauðsyn krefur og á grundvelli viðeigandi samantektar úr vöktun og viðeigandi heildstæðs líkans af grunnvatnshlotinu, meta: |
| a) | áhrif mengunarvaldanna í grunnvatnshlotinu, |
| b) | magn og styrk mengunarvaldanna sem berast eða líklegt er að berist frá grunnvatnshlotinu til yfirborðsvatns sem tengist þeim eða landvistkerfa sem eru beint háð þeim, |
| c) | líkleg áhrif af magni og styrk mengunarvaldanna sem berast til tengdra yfirborðsvatna og landvistkerfa sem eru beint háð þeim, |
| d) | umfang innstreymis salts vatns eða annars inn í grunnvatnshlotið og |
| e) | áhættuna af völdum mengunarvalda í grunnvatnshloti fyrir gæði vatns sem tekið er eða ætlunin er að taka til neyslu úr grunnvatnshlotinu. |
5) | Sýna skal á kortum, sbr. 19. gr., efnafræðilegt ástand grunnvatnshlots eða hópa grunnvatnshlota í samræmi við liði 2.4.5 og 2.5. Einnig skal, þar sem við á og við verður komið, sýna á kortunum alla vöktunarstaði þar sem farið er yfir gæðakröfur fyrir grunnvatn og/eða viðmiðunargildi. |
2.4 Vöktun á efnafræðilegu ástandi grunnvatns.
2.4.1 Vöktunarnet fyrir grunnvatn.
Umhverfisstofnun skal, í samráði við fagaðila, koma á vöktunarneti fyrir grunnvatn í samræmi við kröfur 14. gr. Tilhögun vöktunarnetsins skal vera þannig að það gefi heildaryfirsýn yfir efnafræðilegt ástand (styrk forgangsefna) innan hvers vatnasviðs og geri kleift að greina hvort leitni í styrk mengunarvalda af mannavöldum sé stígandi á löngum tíma.
Á grundvelli lýsingar á eiginleikum og mats á áhrifum, sem fram fer í samræmi við 10. og 11. gr. og II. viðauka, skal koma á áætlun um yfirlitsvöktun fyrir hvert tímabil sem vatnaáætlun fyrir vatnaumdæmið gildir. Niðurstöður þessarar áætlunar skulu notaðar til að koma á fót áætlun um aðgerðavöktun sem gilda skal til loka áætlunartímabilsins.
Í áætluninni skal koma fram mat á áreiðanleika og nákvæmni niðurstaðna vöktunaráætlana.
2.4.2 Yfirlitsvöktun.
Markmið.
Yfirlitsvöktun skal fara fram til þess að:
– bæta við og fullgilda aðferð við mat á áhrifum,
– afla upplýsinga til að nota við mat á leitni til langs tíma sem stafar bæði af breytingum á náttúrulegu ástandi og af starfsemi.
Val á vöktunarstöðum.
Nægilega margir vöktunarstaðir skulu valdir fyrir vatnshlot sem eru í hættu samkvæmt lýsingu á eiginleikum sem gerð var í samræmi við II. viðauka.
Val á færibreytum.
Í öllum völdum grunnvatnshlotum skal fylgst með eftirtöldum færibreytum:
– Súrefnisinnihaldi
– Gildi sýrustigs
– Leiðni
– Nítrati
– Ammoníum
Í vatnshlotum, sem talið er í samræmi við II. viðauka að umtalsverð hætta sé á að nái ekki góðu ástandi, skal einnig fylgjast með færibreytum sem benda til álags af þessu tagi.
2.4.3 Aðgerðavöktun.
Markmið.
Aðgerðavöktun skal fara fram á þeim tíma sem líður milli yfirlitsvöktunaráætlana til þess að:
– ákvarða efnafræðilegt ástand allra grunnvatnshlota eða hópa grunnvatnshlota sem metin hafa verið í hættu
– ákvarða hvort leitni í styrk mengunarvalda af mannavöldum sé stígandi á löngum tíma
Val á vöktunarstöðum.
Aðgerðavöktun skal fara fram fyrir þau grunnvatnshlot eða hópa grunnvatnshlota sem, á grundvelli bæði mats á áhrifum sem unnið er skv. II. viðauka og yfirlitsvöktunar, er talið að nái ekki markmiðunum í 7. og 8. gr. Val á vöktunarstöðum skal einnig endurspegla mat á því hversu dæmigerð vöktunargögn frá þeim stað eru fyrir gæði viðkomandi grunnvatnshlots eða grunnvatnshlota.
Tíðni vöktunar.
Aðgerðavöktun skal fara fram á tímanum milli yfirlitsvöktunaráætlana, þ.e. nægilega oft til að greina áhrif viðkomandi álags en þó eigi sjaldnar en einu sinni á ári.
2.4.4 Greining á leitni í styrk mengunarvalda.
Styðjast skal við gögn bæði frá yfirlits- og aðgerðarvöktuninni við greiningu á því hvort leitni í styrk mengunarvalda af mannavöldum sé stígandi á löngum tíma og hvernig snúa megi slíkri leitni við. Koma skal fram frá hvaða grunnári eða -tímabili leitnin er reiknuð. Útreikningur á leitninni skal fara fram fyrir eitt grunnvatnshlot eða fleiri, eftir því sem við á. Sýna skal fram á það með tölfræðilegum upplýsingum að leitninni hafi verið snúið við og skal áreiðanleiki greiningarinnar koma fram.
A-hluti
Greining á umtalsverðri og viðvarandi, stígandi leitni.
Greina skal umtalsverða og viðvarandi, stígandi leitni í öllum grunnvatnshlotum eða hópum grunnvatnshlota, sem eru metin þannig að þau séu í áhættu, í samræmi við kafla 1.4 í II. viðauka við reglugerð þessa, að teknu tilliti til eftirfarandi krafna:
1) | Vöktunaráætlunin skal þannig gerð, að unnt sé að greina umtalsverða og viðvarandi, stígandi leitni í styrk mengunarvalda sem greinst hafa, skv. 8. gr. a. |
2) | Við greiningu á umtalsverðri og viðvarandi, stígandi leitni skal aðferðin byggjast á eftirfarandi þáttum: |
| a) | tíðni vöktunar skal ákveðin og vöktunarstaðir valdir þannig að það nægi til: |
| | i. | að veita nauðsynlegar upplýsingar til að tryggja að unnt sé að greina milli slíkrar stígandi leitni og náttúrulegra sveiflna af fullnægjandi öryggi og nákvæmni, |
| | ii. | að gera kleift að greina slíka stígandi leitni nógu tímanlega til að unnt sé að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir eða a.m.k. að draga eins og unnt er úr skaðlegum breytingum á gæðum grunnvatns sem hafa verulega þýðingu fyrir umhverfið. Þessi greining skal fara fram í fyrsta sinn árið 2013, ef unnt er, og þar skal taka tillit til fyrirliggjandi gagna í tengslum við skýrslu um greiningu á leitni í fyrstu vatnaáætlun fyrir vatnaumdæmið, og a.m.k. á sex ára fresti eftir það, |
| | iii. | að taka tillit til tímabundinna, eðlisfræðilegra og efnafræðilegra einkenna grunnvatnshlotsins, þ.m.t. flæðiskilyrði grunnvatns og endurnýjunarhraði og vætlunartími gegnum jarðveg eða jarðvegsgrunn, |
| b) | aðferðirnar sem eru notaðar við vöktun og greiningu skulu vera í samræmi við alþjóðlegar meginreglur um gæðastaðla, sbr. lið 1.3.6 í III. viðauka, |
| c) | matið skal byggjast á tölfræðiaðferð, t.d. aðhvarfsgreiningu, til að greina leitni í tímaröð mæligagna frá einstökum vöktunarstöðum, |
| d) | til að komast hjá skekkjum í leitnigreiningu skulu allar mælingar, sem eru undir magngreiningarmörkum, fastsettar við helmingsgildi hæstu magngreiningarmarka sem koma fyrir í tímaröð, þó ekki fyrir samanlögð varnarefni. |
3) | Við greiningu á umtalsverðri og viðvarandi, stígandi leitni í styrk efna, sem bæði koma fyrir í náttúrunni og af mannavöldum, skal taka til greina grunnlínugildi og gögn, sem safnað er áður en vöktunaráætlun er tekin í notkun, ef slík gögn liggja fyrir, í því skyni að gefa skýrslu um leitnigreiningu í fyrstu vatnaáætlun fyrir vatnaumdæmið. |
B-hluti
Upphafspunktar til að snúa leitni við.
Snúa skal við umtalsverðri og viðvarandi, stígandi leitni, í samræmi við 8. gr. c, að teknu tilliti til eftirfarandi krafna:
1) | Upphafspunkturinn fyrir framkvæmd ráðstafana til að snúa við umtalsverðri og viðvarandi, stígandi leitni er þegar styrkur mengunarvaldsins nær 75% af viðmiðunarmæliþáttunum fyrir gæðakröfur grunnvatns, sem settar eru fram í lið 2.3.3 og viðmiðunargildanna, sem eru fastsett skv. lið 2.3.4, nema: |
| a) | gerð sé krafa um fyrri upphafspunkt til að unnt sé að gera ráðstafanir til að snúa leitni við á sem fjárhagslegan hagkvæmastan hátt eða a.m.k. að draga eins og unnt er úr skaðlegum breytingum á gæðum grunnvatns sem hafa marktæka þýðingu fyrir umhverfið, |
| b) | rök séu færð fyrir því að annar upphafspunktur sé notaður ef ekki er unnt, á grundvelli greiningarmarkanna, að ákvarða að leitni sé fyrir hendi sem svarar til 75% af mæliþáttunum eða |
| c) | aukinn vaxtarharði í leitni og möguleiki á að snúa henni við séu þannig að seinni upphafspunktur fyrir ráðstafanir til að snúa leitni við geri það samt kleift með slíkum ráðstöfunum að koma, á sem fjárhagslegan hagkvæmastan hátt, í veg fyrir allar skaðlegar breytingar á gæðum grunnvatns sem hafa marktæka þýðingu fyrir umhverfið eða a.m.k. að draga úr þeim eins og kostur er. Seinni upphafspunktur af þessum toga skal ekki leiða af sér neinar tafir við að ná umhverfismarkmiðunum á tilskildum tíma. |
| Að því er varðar starfsemi, sem fellur undir gildissvið reglugerðar um varnarefni í landbúnaði og garðyrkju og reglugerðar um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri skal fastsetja upphafspunktinn til að lögleiða ráðstafanir til að snúa við umtalsverðri og viðvarandi, stígandi leitni í samræmi við umhverfismarkmið III. kafla laga um stjórn vatnamála. |
| Þegar upphafspunktur hefur verið fastsettur fyrir grunnvatnshlot, sem er metið þannig að það sé í áhættu í samræmi við lið 2.4.4 og skv. 1. lið hér að framan, verður honum ekki breytt á sex ára gildistímabili vatnaáætlunar. |
2) | Sýna skal fram á viðsnúning leitni með tilliti til viðkomandi ákvæða um vöktun sem er að finna í 2. lið A-hluta. |
2.4.5 Túlkun og framsetning á efnafræðilegu ástandi grunnvatns.
Við mat á ástandi grunnvatns skulu niðurstöður frá sérhverjum vöktunarstað innan grunnvatnshlotsins lagðar saman fyrir vatnshlotið sem heild. Til að unnt sé að ná fram góðu ástandi grunnvatnshlots, að því er varðar þær efnafræðilegu færibreytur sem sett hafa verið umhverfismarkmið fyrir, skal:
– reikna út meðaltalsgildi niðurstaðna úr vöktun á hverjum stað í grunnvatnshloti eða hópi grunnvatnshlota og
– í samræmi við 17. gr. skal stuðst við þessi meðaltalsgildi til að sýna fram á gott, efnafræðilegt ástand grunnvatns.
Með fyrirvara um lið 2.5 skal leggja fram kort í landfræðilegu upplýsingakerfi, sem sýnir efnafræðilegt ástand grunnvatnsins, merkt með litakóða, sbr. 17. gr.
Einnig skal gefa til kynna, með svörtum díl á kortinu, í hvaða grunnvatnshlotum er umtalsverð og viðvarandi, stígandi leitni í styrk mengunarvalds sem stafar af áhrifum af starfsemi. Þar sem leitninni hefur verið snúið við er blár díll á kortinu.
Þessi kort skulu vera hluti af vatnaáætluninni fyrir vatnaumdæmið.