Prentað þann 10. jan. 2025
534/2016
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Við 51. gr. reglugerðarinnar bætist nýr viðauki sem orðast svo:
X. LÁGMARKSKRÖFUR TIL PRÓFDÓMARA VERKLEGRA ÖKUPRÓFA
2. gr.
Við 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, f. liður, sem orðast svo:
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/653 frá 24. apríl 2015 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012.
3. gr.
Í stað töluliða 01. til 97. í 2. tl. III. kafla I. viðauka reglugerðarinnar kemur eftirfarandi:
ÖKUMAÐUR (læknisfræðilegar ástæður).
01. | Leiðrétting sjónar og/eða vörn. |
01.01 | Gleraugu. |
01.02 | Snertilinsa (snertilinsur). |
01.05 | Augnhlíf. |
01.06 | Gleraugu eða snertilinsur. |
01.07 | Sérstök sjónhjálpartæki. |
02. | Heyrnartæki/samskiptastoð. |
03. | Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir fætur og hendur. |
03.01 | Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir hönd eða hendur. |
03.02 | Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir fót eða fætur. |
BREYTING ÖKUTÆKIS.
10. | Breyttur gírkassi. |
10.02 | Sjálfskipting, sbr. skilgreiningu í 4. mgr. A-liðar 8. gr. reglugerðarinnar. |
10.04 | Breyttur stjórnbúnaður gírskiptingar. |
15. | Breyttur tengslisbúnaður. |
15.01 | Breyttur tengslisfetill. |
15.02 | Handstýrt tengsli. |
15.03 | Sjálfvirkt tengsli. |
15.04 | Ráðstöfun til að koma í veg fyrir að tengslisfetillinn sé hindraður eða virkjaður. |
20. | Breytt hemlakerfi. |
20.01 | Breyttur hemlafetill. |
20.03 | Hemlafetill fyrir vinstri fót. |
20.04 | Hemlafetill sem renna má til. |
20.05 | Skásettur hemlafetill. |
20.06 | Handstýrður hemill. |
20.07 | Hemill virkjaður með hámarksafli sem nemur ... N (afl sem gefur til kynna getu ökumanns til að beita kerfinu) (t.d. "20.07(300N)"). |
20.09 | Breyttur stöðuhemill. |
20.12 | Ráðstöfun til að koma í veg fyrir að hemlafetill sé hindraður eða virkjaður. |
20.13 | Hemill sem er stjórnað með hnénu. |
20.14 | Virkjun hemlakerfis styðst við ytra afl. |
25. | Breyttur búnaður fyrir eldsneytisgjöf. |
25.01 | Breyttur eldsneytisfetill. |
25.03 | Skásettur eldsneytisfetill. |
25.04 | Handstýrð eldsneytisgjöf. |
25.05 | Eldsneytisgjöf sem er stjórnað með hnénu. |
25.06 | Virkjun eldsneytisgjafar styðst við ytra afl. |
25.08 | Eldsneytisfetill vinstra megin. |
25.09 | Ráðstöfun til að koma í veg fyrir að eldsneytisfetillinn sé hindraður eða virkjaður. |
31. | Breytingar á fetli og öryggisbúnaður fyrir fetil. |
31.01 | Aukafetlar hlið við hlið. |
31.02 | Fetlar í sömu hæð eða nánast sömu hæð. |
31.03 | Ráðstafanir til að koma í veg fyrir að eldsneytis- og hemlafetlar séu hindraðir eða virkjaðir þegar þeim er ekki stýrt með fótum. |
31.04 | Hækkað gólf. |
32. | Sambyggður búnaður fyrir aksturshemil og eldsneytisgjöf. |
32.01 | Sambyggð eldsneytisgjöf og aksturshemill, sem er stýrt með annarri hendi. |
32.02 | Sambyggð eldsneytisgjöf og aksturshemill, sem er stýrt með ytra afli. |
33. | Sambyggður búnaður fyrir aksturshemil, eldsneytisgjöf og stýri. |
33.01 | Eldsneytisgjöf, aksturshemill og stýrisbúnaður eru sambyggð og stýrt með ytra afli og með annarri hendi. |
33.02 | Eldsneytisgjöf, aksturshemill og stýrisbúnaður eru sambyggð og stýrt með ytra afli og með báðum höndum. |
35. | Breytt skipulag stjórntækja (rofar fyrir ljós, rúðuþurrkur/-sprautur, flauta, stefnuljós o.s.frv.). |
35.02 | Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki á stýrisbúnaði. |
35.03 | Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki vinstri handar á stýrisbúnaði. |
35.04 | Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki hægri handar á stýrisbúnaði. |
35.05 | Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi stýrisbúnaði og búnaði fyrir eldsneytisgjöf og hemlun. |
40. | Breyttur stýrisbúnaður. |
40.01 | Stýrisbúnaður virkjaður með hámarksafli sem nemur ... N (afl sem gefur til kynna getu ökumanns til að beita kerfinu) (t.d. "40.01(140N)"). |
40.05 | Breytt stýrishjól (stærra og/eða með þykkara gripi, með minna þvermáli o.s.frv.). |
40.06 | Breytt staðsetning stýrishjóls. |
40.09 | Stýrt með fótum. |
40.11 | Hjálpartæki á stýrishjóli. |
40.14 | Annar breyttur stýrisbúnaður sem er stýrt með annarri hendi/handlegg. |
40.15 | Annar breyttur stýrisbúnaður sem er stýrt með báðum höndum/handleggjum. |
42. | Breyttur búnaður til að sjá aftur fyrir/til hliðar við ökutækið. |
42.01 | Breyttur búnaður til að sjá aftur fyrir ökutækið. |
42.03 | Aukabúnaður inni til að sjá til hliðar við ökutækið. |
42.05 | Búnaður sem gerir ökumanni kleift að fylgjast með blindsvæði. |
43. | Ökumannssæti. |
43.01 | Ökumannssæti er svo hátt að úr því fæst eðlileg yfirsýn og það er í eðlilegri fjarlægð frá stýrishjóli og fetlum. |
43.02 | Ökumannssæti er lagað að líkama ökumanns. |
43.03 | Ökumannssæti með stuðning frá báðum hliðum. |
43.04 | Ökumannssæti með armhvílu. |
43.06 | Breytt öryggisbelti. |
43.07 | Öryggisbelti af gerð sem eykur stöðugleika. |
44. | Breytingar á bifhjólum (undirtákntala skal gilda) |
44.01 | Báðum hemlum beitt með einu stjórntæki. |
44.02 | Breyttur hemill á framhjóli. |
44.03 | Breyttur hemill á afturhjóli. |
44.04 | Breytt eldsneytisgjöf. |
44.08 | Ökumannssæti er ekki hærra en svo að ökumaður nær samtímis með báðum fótum til jarðar þegar hann situr og nær jafnvægi á bifhjólinu þegar það er stöðvað og er í kyrrstöðu. |
44.09 | Hámarksafl hemils á framhjóli ... N (afl sem gefur til kynna getu ökumanns til að beita kerfinu) (t.d. "44.09(140N)"). |
44.10 | Hámarksafl hemils á afturhjóli ... N (afl sem gefur til kynna getu ökumanns til að beita kerfinu) (t.d. "44.10(240N)"). |
44.11 | Breytt ástig. |
44.12 | Breytt handarhald. |
45. | Eingöngu bifhjól með hliðarvagni. |
46. | Eingöngu bifhjól á þremur hjólum. |
47. | Takmarkast við ökutæki með fleiri en tvö hjól sem krefjast ekki jafnvægis ökumanns við ræsingu, stöðvun og kyrrstöðu. |
50. | Takmarkast við ökutæki/verksmiðjunúmer (verksmiðjunúmer ökutækisins). |
Bókstafir sem notaðir eru með tákntökum 01 til 44 vegna nánari skilgreininga:
a | vinstri, | |
b | hægri, | |
c | hönd, | |
d | fótur, | |
e | miðja, | |
f | handleggur, | |
g | þumalfingur. |
TÁKNTÖLUR FYRIR TAKMARKAÐA NOTKUN
61. | Akstur takmarkaður við dagsbirtu (til dæmis frá einni klukkustund eftir sólarupprás og þar til ein klukkustund er til sólseturs). |
62. | Akstur takmarkaður við radíus innan … km frá heimili skírteinishafa eða eingöngu innan bæjar/svæðis. |
63. | Akstur án farþega. |
64. | Akstur ekki hraðari en … km/klst. |
65. | Akstur eingöngu leyfður þegar farþegi, sem er handhafi ökuskírteinis í a.m.k. jafngildum flokki, er með í för. |
66. | Akstur takmarkaður við akstur án eftirvagns/tengitækis. |
67. | Akstur óheimill á hraðbraut. |
68. | Ekkert áfengi. |
69. | Takmarkast við akstur ökutækja með áfengislás í samræmi við EN 50436. Valkvætt hvort lokadagsetning er gefin upp (t.d. "69" eða "69(01.01.2016)"). |
STJÓRNSÝSLA
70. | Íslenskt ökuskírteini sem gefið er út í stað erlends ökuskírteinis nr. … sem var gefið út af … (auðkennisstafir ESB/SÞ fyrir þriðju lönd, t.d. "70.0123456789.NL"). |
71. | Samrit ökuskírteinis nr. ... (auðkennisstafir ESB/SÞ fyrir þriðju lönd, t.d. "71.987654321.HR"). |
73. | Takmarkast við ökutæki í B-flokki sem er vélknúið bifhjól á fjórum hjólum (B1-flokkur). |
78. | Takmarkast við ökutæki með sjálfskiptingu. |
79. | (...) Takmarkast við ökutæki sem er í samræmi við forskriftirnar sem eru tilgreindar í svigum við beitingu 13. gr. tilskipunar 2006/126/EB. |
79.01. | Takmarkast við ökutæki á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns. |
79.02. | Takmarkast við ökutæki í AM-flokki sem er á þremur hjólum. |
79.03. | Takmarkast við bifhjól á þremur hjólum. |
79.04. | Takmarkast við bifhjól á þremur hjólum með eftirvagn sem er ekki yfir 750 kg að leyfðri heildarþyngd. |
79.05. | Bifhjól í A1-flokki með afl/þyngdarhlutfall yfir 0,1 kW/kg. |
79.06. | Ökutæki í BE-flokki þar sem leyfileg heildarþyngd eftirvagns er yfir 3.500 kg. |
80. | Takmarkast við handhafa ökuskírteinis, sem er ekki orðinn 24 ára, fyrir ökutæki í A-flokki sem er vélknúið bifhjól á þremur hjólum. |
81. | Takmarkast við handhafa ökuskírteinis, sem er ekki orðinn 21 árs, fyrir ökutæki í A-flokki sem er vélknúið bifhjól á tveimur hjólum. |
95. | Skírteinishafi fullnægir kröfu um faglega hæfni til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki í atvinnuskyni sem kveðið er á um í tilskipun 2003/59/EB, til … (t.d. "95(01.01.12)"). |
96. | Ökutæki í B-flokki með eftirvagn þar sem leyfileg heildarþyngd eftirvagns er yfir 750 kg og leyfileg heildarþyngd vagnlestar er yfir 3.500 kg en fer ekki yfir 4.250 kg. |
97. | Ekki heimilt að aka ökutæki í C1-flokki sem fellur undir gildissvið reglugerðar 3821/85/EBE frá 20. desember 1985 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum. |
4. gr.
Í stað "eftirvagn/tengitæki" í 2. tölulið í 12. línu í töflu í IV. viðauka reglugerðarinnar kemur: festi-/tengivagn.
5. gr.
Nýr viðauki, X. viðauki, með fyrirsögninni Lágmarkskröfur til prófdómara verklegra prófa kemur á eftir IX. viðauka reglugerðarinnar og orðast svo:
1. | Kröfur um hæfni prófdómara. | ||
1.1. | Einstaklingur, sem hefur leyfi til þess að leggja mat á ökuhæfni umsækjanda í verklegu prófi til ökuréttinda, verður að hafa til að bera þekkingu, leikni og skilning á þeim atriðum sem eru tilgreind í liðum 1.2 til 1.6. | ||
1.2. | Hæfni prófdómara verður að koma að gagni við mat á frammistöðu umsækjanda í ökuprófi í viðkomandi flokki ökuréttinda. | ||
1.3. | Þekking og skilningur á akstri og mat á: | ||
a. | fræðilegri þekkingu varðandi aksturslag, | ||
b. | því að vera meðvitaður um hættu og forðast slys, | ||
c. | því námsefni sem liggur ökuprófi til grundvallar, | ||
d. | kröfum í ökuprófi, | ||
e. | viðeigandi lögum og reglum um umferð sem og viðmiðum um góða aksturshætti, | ||
f. | matsfræði og -tækni, | ||
g. | varnarakstri. | ||
1.4. | Matshæfni: | ||
a. | geta til að taka nákvæmlega eftir, fylgjast með og meta heildarárangur umsækjanda, einkum: | ||
i. | réttur og víðtækur skilningur á hættulegum aðstæðum, | ||
ii. | rétt mat á orsök og líklegum afleiðingum slíkra aðstæðna, | ||
iii. | getu til að þróa færni og gera sér grein fyrir mistökum, | ||
iv. | samræmi og samkvæmni í mati, | ||
b. | að tileinka sér upplýsingar með skjótum hætti og átta sig á aðalatriðum, | ||
c. | að sýna fyrirhyggju, greina möguleg vandamál og þróa aðferðir til að takast á við þau, | ||
d. | að veita skjóta og uppbyggilega svörun. | ||
1.5. | Ökuleikni einstaklings: | ||
a. | einstaklingur, sem hefur leyfi til að halda verklegt próf fyrir tiltekinn flokk ökuréttinda, verður að geta ekið ökutæki í þeim ökuréttindaflokki með jöfnum og góðum árangri. | ||
1.6. | Gæði þjónustu: | ||
a. | að fastsetja og greina umsækjanda frá því hverju hann getur búist við á prófinu, | ||
b. | að tjá sig greinilega og velja efni, stíl og tungutak sem hentar áheyrendum og aðstæðum ásamt því að svara fyrirspurnum umsækjenda, | ||
c. | að veita skýr svör um niðurstöður prófs, | ||
d. | að koma fram við umsækjendur af virðingu og án mismununar. | ||
1.7. | Þekking á tækni og eðlisfræði ökutækis: | ||
a. | þekking á tækni ökutækis, s.s. stýrisbúnaði, hjólbörðum, hemlum, ljósabúnaði, einkum bifhjóla og þungra ökutækja, | ||
b. | öryggi í tengslum við hleðslu og frágang á farmi, | ||
c. | þekking á eðlisfræðilegum eiginleikum ökutækis, s.s. hraða, núningi, hreyfiafli og orku. | ||
1.8. | Sparneytinn og umhverfisvænn akstur. |
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, öðlast gildi við birtingu.
Innanríkisráðuneytinu, 27. maí 2016.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.