Prentað þann 7. apríl 2025
533/2022
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir dagsetningunni "27. september 2019" í inngangsmálslið greinarinnar kemur: nr. 352/2021 frá 10. desember 2021.
- Við 1. tölul. greinarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1122 frá 8. júlí 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 sem bætir NIBOR-vöxtunum á og fjarlægir LIBOR-vextina af skránni yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum sem komið var á samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
2. gr.
Á undan fylgiskjali 1 kemur nýtt fylgiskjal, sem er birt með reglugerð þessari, sem verður fylgiskjal 1 og breytist númeraröð annarra fylgiskjala í samræmi við það.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í g-lið 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 20. apríl 2022.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Gunnlaugur Helgason.
Fylgiskjal 1.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2021/1122
frá 8. júlí 2021
um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 sem bætir NIBOR-vöxtunum á og fjarlægir
LIBOR-vextina af skránni yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum sem komið var á samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum, eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða, og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17/ESB og reglugerð (ESB) nr. 596/2014 (1), einkum 1. mgr. 20. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Mögulegt er að viðurkenna viðmiðanir sem mjög mikilvægar í samræmi við a-, b- eða c-lið 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011. Til að viðmiðanir geti hlotið viðurkenningu sem mjög mikilvægar viðmiðanir skv. b-lið 1. mgr. 20. gr. þurfa þær að byggjast á inntaksgögnum sem lögð eru fram af hálfu framlagsveitenda sem eru að meirihluta til staðsettir í einu aðildarríki og vera viðurkenndar sem mjög mikilvægar í því aðildarríki. Framkvæmdastjórnin samþykkti þann 11. ágúst 2016 framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1368 (2) sem kom á fót skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir.
2) Reglugerð (ESB) 2016/1011 gildir á evrópska efnahagssvæðinu og var innleidd í norska löggjöf þann 6. desember 2019.
3) Hinn 3. desember 2020 tilkynnti norska lögbæra yfirvaldið, Finanstilsynet, Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni um tillögur sínar um að viðurkenna norska millibankavexti (Norwegian Interbank Offered Rate) („NIBOR“) sem mjög mikilvæga viðmiðun skv. b-lið 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 vegna þess að þeir eru mjög mikilvægir í Noregi og byggjast á framlagi framlagsveitenda sem eru allir staðsettir í Noregi.
4) NIBOR eru viðmiðunarvextir sem byggðir eru á meðaltali þeirra vaxta sem bankar sem starfa á norska peningamarkaðinum eru tilbúnir að nota til að lána hverjum öðrum ótryggða sjóði með ólíka gjalddaga. NIBOR er ákvarðað daglega fyrir fimm mismunandi tímabil: eina viku og 1, 2, 3 og 6 mánuði. Frá og með 3. desember 2020 taka sex bankar þátt í NIBOR-hópnum sem allir eru staðsettir í Noregi.
5) Finanstilsynet komst að þeirri niðurstöðu, í úttekt sem stofnunin hefur lagt fyrir Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina, að ef hætt yrði að gera NIBOR-vextina eða þeir gerðir á grundvelli inntaksgagna eða hóps framlagsveitenda sem endurspegla ekki lengur undirliggjandi markað eða efnahagslegan veruleika, gæti það haft umtalsverð neikvæð áhrif á heildarvirkni fjármálamarkaða í Noregi.
6) Mat Finanstilsynet sýnir fram á að NIBOR-vextirnir eru notaðir sem viðmiðun í lánum til heimila og stofnana, annarra en fjármálastofnana, sem nema u.þ.b. 418 milljörðum evra en það samsvarar 94% af heildarlánveitingum í Noregi til heimila og stofnana, annarra en fjármálastofnana, og 136% af vergri landsframleiðslu Noregs (GDP). Þar að auki þjóna NIBORvextir hlutverki sem viðmiðun fyrir arðmiðagreiðslur fyrir um 60% af heildarnafnvirði skuldabréfa með breytilegum vöxtum í Noregi, alls að fjárhæð um 130 milljarðar evra. Finanstilsynet sýndi einnig fram á, á grundvelli gagna frá einum miðlægum mótaðila, að NIBOR er notað sem viðmiðun fyrir OTC-vaxtaafleiður fyrir útistandandi grundvallarfjárhæð sem nam a.m.k. 1 988 milljörðum evra í október 2020. Að lokum tilgreindi Finanstilsynet að vísað er í NIBOR í fjárfestingarsjóðum sem eru 0,3 milljarðar evra að heildar innra virði. Heildarvirði fjármálagerninga og fjárhagslegra samninga þar sem NIBORvextirnir eru notaðir til viðmiðunar er því a.m.k. átta sinnum hærra en verg þjóðarframleiðsla Noregs.
7) Í úttekt Finanstilsynet er niðurstaðan sú að NIBOR-vextirnir skipti sköpum fyrir fjármálastöðugleika og heildarvirkni markaðar í Noregi og ef þeim verði hætt eða að þeir verði óáreiðanlegir gæti það haft umtalsverð neikvæð áhrif á starfsemi fjármálamarkaða í Noregi og á fyrirtæki og neytendur þar sem þeir eru notaðir í lánum, neytendalánaafurðum, OTCvaxtaafleiðum og fjárfestingarsjóðum.
8) Hinn 28. janúar 2021 sendi Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin framkvæmdastjórn Evrópusambandsins álit sitt þar sem kemur fram að mat Finanstilsynet hafi uppfyllt allar kröfurnar sem settar eru fram í 3. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 og að Finanstilsynet hafi látið í té megindleg gögn til stuðnings því að NIBOR-vextirnir verði viðurkenndir sem mjög mikilvæg viðmiðun og einnig rökfærða greiningu sem dró fram mikilvægt hlutverk NIBOR í norska hagkerfinu.
9) Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 skal framkvæmdastjórnin endurskoða skrána yfir mjög mikilvægar viðmiðanir eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti og skulu þær viðmiðanir lagðar fram af stjórnendum sem eru staðsettir í Sambandinu. Bretland gekk úr Sambandinu þann 31. janúar 2020. Viðmiðanir sem gerðar eru af stjórnanda sem staðsettur er í Bretlandi geta því ekki lengur talist vera mjög mikilvægar viðmiðanir og ætti að fjarlæga þær af skránni yfir mjög mikilvægar viðmiðanir í viðaukanum við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368. LIBOR-vextir voru viðurkenndir sem mjög mikilvæg viðmiðun þann 19. desember 2017 og ætti því að taka þá af skránni yfir mjög mikilvægar viðmiðanir í viðaukanum við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368.
10) Reglugerð (ESB) 2016/1011 var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2175 (3), m.a. til að tilnefna Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina sem lögbært yfirvald að því er varðar stjórnendur mjög mikilvægra viðmiðana sem um getur í a- og c-lið 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 frá og með 1. janúar 2022. Lögbært yfirvald stjórnenda mjög mikilvægra viðmiðana sem getur í b-lið 1. mgr. 20. gr. í reglugerð (ESB) 2016/1011 verður þó áfram viðkomandi landsbundið lögbært yfirvald. Því er viðeigandi að skráin yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem framkvæmdastjórnin kom á greini á milli mjög mikilvægra viðmiðana sem um getur í a- og c-lið 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 og þeirra sem um getur í b-lið 1. mgr. 20. gr. þeirrar reglugerðar.
11) Því ætti að breyta framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 til samræmis við það.
12) Í ljósi afgerandi mikilvægis NIBOR-vaxtanna, útbreiddrar notkunar þeirra og hlutverks þeirra við úthlutun fjármagns í Noregi ætti þessi reglugerð að öðlast gildi sem fyrst.
13) Ráðstafanirnar sem kveðið er á um í þessari reglugerð eru í samræmi við álit evrópsku verðbréfanefndarinnar.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í stað viðaukans við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 kemur viðaukinn við þessa reglugerð.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 8. júlí 2021.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Ursula von der Leyen forseti. ____
(1) Stjtíð. ESB L 171, 29.6.2016, bls. 1.
(2) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1368 frá 11. ágúst 2016 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 (Stjtíð. L 217, 12.8.2016, bls. 1).
(3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2175 frá 18. desember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), reglugerð (ESB) nr. 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga, reglugerð (ESB) 2016/1011 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða og reglugerð (ESB) 2015/847 um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna (Stjtíð. L 334, 27.12.2019, bls. 1).
VIÐAUKI
„VIÐAUKI
Skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir skv. a- og c-lið 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/2011
Nr. | Viðmiðun | Stjórnandi | Staðsetning | |
1 | Euribor-vextir (EURIBOR®) | Peningamarkaðsstofnun Evrópu (e. European Money Markets Institute (EMMI)) | Brussel, Belgíu | |
2 | Millibankadagvextir í evrum (EONIA®) | Peningamarkaðsstofnun Evrópu | Brussel, Belgíu |
Skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir skv. b-lið 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/2011
Nr. | Viðmiðun | Stjórnandi | Staðsetning | |
1 | Millibankavextir í Stokkhólmi (Stockholm Interbank Offered Rate (STIBOR)) | Félag sænskra bankamanna (Svenska Bankföreningen) | Stokkhólmi, Svíþjóð | |
2 | Millibankavextir í Varsjá (Warsaw Interbank Offered Rate (WIBOR)) | GPW Benchmarks S.A. | Varsjá, Póllandi | |
5 | Millibankavextir í Noregi (Norwegian Interbank Offered Rate (NIBOR)) | Norske Finansielle Referanser (NoRe) | Osló, Noregi“ |
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.