Prentað þann 22. des. 2024
Breytingareglugerð
529/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.
1. gr.
Við 20. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, s-liður, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/694 frá 2. maí 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/403 að því er varðar ný, alvarleg brot á reglum Sambandsins sem geta leitt til þess að óflekkað mannorð flutningsaðila á vegum skaðast. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 9. mars 2023, bls. 426-436.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 32. gr. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 16. maí 2023.
F. h. r.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
Marta Mirjam Kristinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.