Prentað þann 22. des. 2024
527/2000
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 505/1998, um áfengisgjald.
1. gr.
Í stað 2.– 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:
Hvert uppgjörstímabil vegna greiðslufrests á áfengisgjaldi við innflutning er frá 1. – 15. hvers mánaðar og frá 16. til loka hvers mánaðar. Gjalddagi er annar virkur dagur eftir lok hvers uppgjörstímabils. Innflytjandi skal eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddur greiða tollstjóra áfengisgjald vegna tollafgreiðslna á því tímabili. Um greiðslufrest á áfengisgjaldi gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 390/1999, um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum.
2. gr.
3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr. reglugerðarinnar:
1. | 3. tölul. orðast svo: Innflutningur og sala áfengis í tollfrjálsar verslanir og tollfrjálsar forðageymslur. |
2. | 5. tölul. orðast svo: Innflutningur ferðamanna og farmanna á áfengi við komu frá útlöndum, í samræmi við ákvæði reglugerðar um tollmeðferð vara sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins. |
4. gr.
10. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Niðurfelling eða endurgreiðsla áfengisgjalds af innfluttu áfengi
vegna síðari sölu eða förgunar.
10. gr.
Tollstjóri skal fella niður eða endurgreiða áfengisgjald sem hefur þegar verið reiknað eða greitt af innfluttu áfengi sem síðar er afhent eða selt úr landi, til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, í tollfrjálsar verslanir, í tollfrjálsar forðageymslur, í almennar tollvörugeymslur, á frísvæði eða til aðila sem njóta skattfrelsis hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Umsókn skulu fylgja afrit sölureikninga og önnur þau gögn sem tollstjóri telur nauðsynleg. Að öðru leyti skal fara um endurgreiðsluna eftir ákvæðum reglugerðar nr. 545/1990, um lækkun, niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda af vörum vegna endursendingar, eyðileggingar, rýrnunar, skemmda, vöntunar eða endursölu til útlanda o.fl., með síðari breytingum.
Tollstjóri skal fella niður eða endurgreiða áfengisgjald sem hefur þegar verið reiknað eða greitt af innfluttu áfengi sem síðar er fargað undir eftirliti tollyfirvalda.
5. gr.
11. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Frádráttur áfengisgjalds af áfengi framleiddu hér á landi
vegna síðari skila til framleiðanda til endursölu eða förgunar.
11. gr.
Við uppgjör innlendra framleiðenda skal þeim heimilt að draga frá þegar greitt áfengisgjald frá fyrri uppgjörstímabilum af áfengi sem framleiðandi hefur móttekið að nýju frá kaupanda til endursölu eða förgunar undir eftirliti ríkisskattstjóra.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 10. júlí 2000.
Geir H. Haarde.
Árni Kolbeinsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.