Prentað þann 10. jan. 2025
521/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1061/2018 um raf- og rafeindatækjaúrgang.
1. gr.
Á eftir 20. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 21. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist númeraröð annarra greina samkvæmt því:
Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.
Eftirfarandi gerð öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/699 frá 18. apríl 2017 um að fastsetja sameiginlega aðferðafræði fyrir útreikning á þyngd raf- og rafeindatækja sem eru sett á markað í hverju aðildarríki og sameiginlega aðferðafræði fyrir útreikning á magni raf- og rafeindatækjaúrgangs sem fellur til, miðað við þyngd, í hverju aðildarríki, sem vísað er til í lið 32faa í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2022, þann 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47 frá 14. júlí 2022, bls. 73-77.
2. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 26. maí 2023.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.