Prentað þann 23. nóv. 2024
516/2016
Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbýu nr. 887/2015.
1. gr. Þvingunaraðgerðir.
Ákvæði 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Líbíu nr. 887/2015 hljóði svo:
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1333 frá 31. júlí 2015 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og niðurfellingu ákvörðunar (SSUÖ) 2011/137, fylgiskjal 1. | |
1.1 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/478 frá 31. mars 2016 um breytingu á ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1333 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og niðurfellingu ákvörðunar (SSUÖ) 2011/137, fylgiskjal 1.1. | |
2. | Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/44 frá 18. janúar 2016 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 204/2011, fylgiskjal 2. | |
2.1 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2016/466 frá 31. mars 2016 um framkvæmd 2. mgr. 21. gr. reglugerðar (ESB) 2016/44 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 204/2011, fylgiskjal 2.1. |
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra er vísað á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
2. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 29. apríl 2016.
Lilja Alfreðsdóttir.
Stefán Haukur Jóhannesson.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2015/1333
frá 31. júlí 2015
um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíuog niðurfellingu ákvörðunar 2011/137/SSUÖ
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 26. febrúar 2011 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 1970 (2011) þar sem það lét í ljós þungar áhyggjur yfir ástandinu í Líbíu og innleiddi þvingunaraðgerðir gegn Líbíu. Öryggisráðið hefur síðan samþykkt fjölda annarra ályktana um Líbíu sem hafa framlengt eða breytt þvingunaraðgerðum SÞ gegn Líbíu, þ.m.t. einkum ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2174 (2014) og ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2213 (2015), í tengslum við skuldbindingu öryggisráðsins gagnvart fullveldi, sjálfstæði, þjóðareiningu og friðhelgi yfirráðasvæðis Líbíu.
2) Hinn 28. febrúar 2011 samþykkti ráðið ákvörðun 2011/137/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbíu (1), að teknu tilliti til ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011), og innleiddi viðbótarþvingunaraðgerðir í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er í Líbíu.
3) Hinn 26. maí 2015 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2015/818 (2) um breytingu á ákvörðun 2011/137/SSUÖ með tilliti til þess að enn steðjar ógn að friði, stöðugleika og öryggi Líbíu og því að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti, m.a. vegna þess að aðilar og rekstrareiningar, sem staðfest er að hafi tekið þátt í kúgunarstefnu fyrrverandi stjórnar Múammars Gaddafís í Líbíu eða hafi áður tengst þeirri stjórn formlega á annan hátt, ala á núverandi sundrung og einnig vegna þess að flestir þessara aðila og rekstrareininga hafa ekki verið dregnir til ábyrgðar vegna gjörða sinna. Í þeirri ákvörðun er einnig tekið tillit til þeirrar ógnar sem stafar af aðilum og rekstrareiningum sem eiga eða stjórna fjármunum líbíska ríkisins, sem voru nýttir með óréttmætum hætti undir fyrrverandi stjórn Múammars Gaddafís í Líbíu og hægt væri að nota til að ógna friði, stöðugleika eða öryggi Líbíu eða hindra eða grafa undan því að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti.
4) Í samræmi við ákvörðun 2011/137/SSUÖ hefur ráðið endurskoðað í heild skrárnar yfir aðila og rekstrareiningar sem settar eru fram í II. og IV. viðauka við þá ákvörðun.
5) Breyta ætti ástæðum skráningar í tengslum við nokkra aðila og rekstrareiningar í skránni yfir aðila og rekstrareiningar sem sett er fram í II. og IV. viðauka við ákvörðun 2011/137/SSUÖ.
6) Fyrir skýrleika sakir ætti að steypa þeim þvingunaraðgerðum, sem voru innleiddar með ákvörðun 2011/137/SSUÖ, eins og henni var breytt og framkvæmd var með nokkrum síðari ákvörðunum, saman í einn lagagerning.
7) Því ætti að fella ákvörðun 2011/137/SSUÖ úr gildi.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
I. KAFLI Takmarkanir á útflutningi og innflutningi.
1. gr.
1. Lagt er bann við beinni eða óbeinni afhendingu, sölu eða tilfærslu til Líbíu á vopnum og tengdum hergögnum af hvaða gerð sem er, þ.m.t. vopnum og skotfærum, herfarartækjum og -búnaði, búnaði sem ekki er ætlaður ríkisher og varahlutum í fyrrnefnd tól og tæki, einnig búnaði sem nota má til bælingar innanlands, fyrir milligöngu ríkisborgara aðildarríkjanna eða frá yfirráðasvæðum aðildarríkjanna eða gegnum þau, eða með skipum sem sigla undir fána þeirra eða með loftförum þeirra, hvort sem fyrrnefnd tæki eru upprunnin á yfirráðasvæðum þeirra eður ei.
2. Lagt er bann við því:
a) að veita einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun í Líbíu, eða til notkunar þar í landi, með beinum eða óbeinum hætti, tæknilega aðstoð, þjálfun eða annars konar aðstoð, þ.m.t. liðstyrk vopnaðra málaliða, sem tengist herstarfsemi og afhendingu, viðhaldi og notkun hluta, er um getur í 1. mgr.,
b) að veita einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun í Líbíu, eða til notkunar þar í landi, með beinum eða óbeinum hætti, fjárhagsaðstoð sem tengist herstarfsemi og afhendingu, viðhaldi og notkun hluta, er um getur í 1. mgr.,
c) að taka þátt, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi sem miðar að því, eða hefur þau áhrif, að þau bönn er um getur í a- eða b-lið eru sniðgengin.
2. gr.
1. Ákvæði 1. gr. gilda ekki um:
a) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem er einungis ætlaður til mannúðarstarfa eða í verndarskyni, og tengda tækniaðstoð eða þjálfun,
b) afhendingu, sölu eða tilfærslu á hlífðarfatnaði, þ.m.t. skotheldum vestum og herhjálmum, sem starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, starfsfólk Sambandsins eða aðildarríkja þess, fulltrúar fjölmiðla og starfsmenn hjálpar- og þróunarstofnana og tengt starfsfólk hefur flutt tímabundið út til Líbíu, eingöngu til eigin nota,
c) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem eingöngu er ætlaður til aðstoðar við stjórnvöld Líbíu á sviði öryggis og afvopnunar, og tengda tækniaðstoð, þjálfun eða fjárhagsaðstoð.
2. Ákvæði 1. gr. gilda ekki um:
a) afhendingu, sölu eða tilfærslu á vopnum og tengdum hergögnum og tengda tækniaðstoð, þjálfun eða fjárhagsaðstoð, þ.m.t. útvegun starfsfólks,
b) afhendingu, sölu eða tilfærslu á vopnum og tengdum hergögnum, sem eingöngu eru ætluð til aðstoðar við stjórnvöld Líbíu á sviði öryggis og afvopnunar, og tengda tækniaðstoð, þjálfun eða fjárhagsaðstoð,
sem nefndin, sem stofnuð var skv. 24. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011) („nefndin“), samþykkti fyrirfram.
3. Ákvæði 1. gr. gilda ekki um afhendingu, sölu eða tilfærslu á smávopnum, léttvopnum og tengdum hergögnum, sem eru flutt út til Líbíu tímabundið, eingöngu til nota fyrir starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, fulltrúa fjölmiðla og þá sem vinna að mannúðar- og þróunarmálum og starfsfólk þeim tengt sem nefndinni er tilkynnt um fyrirfram, hafni nefndin því ekki innan fimm virkra daga frá tilkynningunni.
4. Ákvæði 1. gr. gilda ekki um afhendingu, sölu eða tilfærslu á búnaði, sem nota má til bælingar innanlands og er einungis ætlaður til mannúðarstarfa eða í verndarskyni, ásamt tengdri tækniaðstoð, þjálfun eða fjárhagsaðstoð.
3. gr.
Innkaup ríkisborgara aðildarríkja á hlutum, er um getur í 1. mgr. 1. gr., frá Líbíu, annaðhvort með skipum sem sigla undir fána þeirra eða með loftförum þeirra, eru bönnuð, hvort sem þau eru upprunnin á landsvæði Líbíu eður ei.
II. KAFLI Flutningageirinn.
4. gr.
1. Aðildarríki skulu skoða, í samstöðu við innlend yfirvöld og í samræmi við eigin löggjöf og reglur þjóðaréttar, einkum hafréttar og viðeigandi samninga um alþjóðlegt almenningsflug, skip og loftför á leið til og frá Líbíu, á yfirráðasvæðum sínum, m.a. í höfnum og á flugvöllum, búi þau yfir upplýsingum sem gefa gilda ástæðu til að ætla að farmur þess háttar skipa eða loftfara innihaldi hluti sem bannað er að afhenda, selja, tilfæra eða flytja út skv. 1. gr.
2. Finnist hlutir, sem bannað er að afhenda, selja, færa til eða flytja út skv. 1. gr., skulu aðildarríki leggja hald á þá og losa sig við þá (t.d. með því að farga þeim, gera þá ónothæfa, geyma eða flytja til ríkis, annars en uppruna- eða ákvörðunarríkja, til förgunar).
3. Aðildarríki skulu, í samræmi við landslöggjöf hvers og eins, hafa samstarf um skoðun og förgun sem fram fer skv. 1. og 2. mgr.
4. Kröfur um að veita viðbótarupplýsingar fyrir komu eða fyrir brottför um allar vörur, sem eru fluttar inn í eða út frá aðildarríki, skulu gilda um loftför og skip sem flytja farm til og frá Líbíu.
5. gr.
Aðildarríki skulu synja hvers kyns loftfari um leyfi til að hefja sig til flugs eða lenda á yfirráðasvæðum sínum eða fljúga yfir þau, ef þau hafa gilda ástæðu til að ætla að í loftfarinu séu hlutir sem bannað er samkvæmt ákvörðun þessari að afhenda, selja, tilfæra eða flytja út, þ.m.t. liðstyrkur vopnaðra málaliða, nema um sé að ræða nauðlendingu.
6. gr.
1. Í samræmi við 5.–9. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2146 (2014) er aðildarríkjunum heimilt að skoða á úthafinu tilgreind skip og beita til þess öllum ráðstöfunum sem hæfa hinum tilteknu aðstæðum, í fullu samræmi við alþjóðlegan mannúðarrétt og alþjóðleg mannréttindalög, eftir því sem við á, framkvæma slíkar skoðanir og beina þeim tilmælum til skipsins að grípa til viðeigandi aðgerða til að skila hráolíunni til Líbíu með samþykki ríkisstjórnar Líbíu og í samvinnu við hana.
2. Áður en hafist er handa við skoðun, eins og um getur í 1. mgr., ættu aðildarríkin fyrst að leita eftir samþykki fánaríkis skipsins.
3. Aðildarríki, sem framkvæma skoðun eins og um getur í 1. mgr., skulu tafarlaust skila skýrslu um skoðunina til nefndarinnar þar sem fram koma allar viðkomandi upplýsingar, þ.m.t. tilraunir sem gerðar voru til að leita samþykkis fánaríkis skipsins.
4. Aðildarríki, sem framkvæma skoðun eins og um getur í 1. mgr., skulu tryggja að herskip og skip í ríkiseigu eða skip starfrækt af ríkinu, sem eru nýtt í þágu hins opinbera til annars en í atvinnuskyni annist slíka skoðun.
5. Ákvæði 1. mgr. skulu ekki hafa áhrif á réttindi, skyldur eða ábyrgð aðildarríkja samkvæmt alþjóðalögum, þ.m.t. réttindi eða skyldur samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna, m.a. almennu regluna um að fánaríki hafi eitt lögsögu yfir skipum sínum á úthafinu, að því er varðar skip sem ekki hafa verið tilgreind og við allar aðrar aðstæður en þær sem um getur í þeirri málsgrein.
6. Í V. viðauka við þessa ákvörðun eru talin upp þau skip sem um getur í 1. mgr. og sem nefndin hefur tilgreint í samræmi við 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2146 (2014).
7. gr.
1. Aðildarríki, sem er fánaríki tilgreinds skips, skal, ef nefndin hefur tilgreint það sérstaklega, beina þeim fyrirmælum til skipsins að það skuli ekki lesta, flytja eða losa hráolíu, sem flutt er ólöglega út frá Líbíu, án fyrirmæla þess efnis frá tengilið ríkisstjórnar Líbíu, eins og um getur í 3. mgr. ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2146 (2014).
2. Aðildarríkin skulu, ef nefndin hefur tilgreint það sérstaklega, synja tilgreindum skipum um komu til hafna sinna nema það sé nauðsynlegt vegna skoðunar, neyðartilviks eða ef skipið snýr aftur til Líbíu.
3. Ef nefndin hefur tilgreint það sérstaklega er lagt bann við því að ríkisborgarar aðildarríkja veiti þjónustu sem tengist eldsneytistöku, s.s. að láta í té eldsneyti eða birgðir, eða aðra skipaþjónustu við tilgreind skip, eða að slíkt sé gert frá yfirráðasvæðum aðildarríkja.
4. Ákvæði 3. mgr. skulu ekki gilda ef lögbært stjórnvald í viðkomandi aðildarríki ákveður að nauðsynlegt sé að veita slíka þjónustu af mannúðarástæðum eða ef skipið snýr aftur til Líbíu. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna nefndinni um sérhvert slíkt leyfi án tafar.
5. Lagt er bann við fjármálaviðskiptum ríkisborgara aðildarríkjanna eða rekstrareininga innan lögsögu þeirra eða frá yfirráðasvæðum aðildarríkjanna að því er varðar hráolíu sem er flutt út ólöglega frá Líbíu með tilgreindum skipum, ef nefndin hefur tilgreint það sérstaklega.
6. Í V. viðauka eru talin upp þau skip, sem um getur í 1., 2., 3. og 5. mgr. þessarar greinar og sem nefndin hefur tilgreint í samræmi við 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2146 (2014).
III. KAFLI Aðgangstakmarkanir.
8. gr.
1. Aðildarríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að inn á yfirráðasvæði þeirra komi eða um þau fari aðilar, sem öryggisráð SÞ eða nefndin hefur tilgreint og látið sæta ferðatakmörkunum í samræmi við 22. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011), 23. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1973 (2011), 4. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2174 (2014) og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2213 (2015), sbr. listann í I. viðauka.
2. Aðildarríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hindra að inn á yfirráðasvæði þeirra komi eða um þau fari aðilar:
a) sem eiga aðild að eða eru í vitorði um að fyrirskipa, stjórna eða stýra á annan hátt framningu alvarlegra mannréttindabrota gegn aðilum í Líbíu, þ.m.t. með því að eiga aðild að eða vera í vitorði um að skipuleggja, vera í fyrirsvari fyrir, fyrirskipa eða stjórna árásum, sem eru brot á alþjóðalögum, þ.m.t. loftárásum, á almenna borgara og húsakost almennings, eða sem koma fram fyrir þá, fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra,
b) sem staðfest er að hafi tekið þátt í kúgunarstefnu fyrrverandi stjórnar Múammars Gaddafís í Líbíu, eða hafi áður tengst þeirri stjórn formlega á annan hátt, og sem eru enn ógn við frið, stöðugleika eða öryggi Líbíu eða það að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti,
c) sem taka þátt í eða veita aðstoð við aðgerðir sem eru ógnun við frið, öryggi eða stöðugleika Líbíu eða sem ógna eða grafa undan því að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti, þ.m.t. með:
i. því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði sem brjóta í bága við gildandi alþjóðleg mannréttindalög eða alþjóðlegan mannúðarrétt, eða sem eru mannréttindabrot, í Líbíu,
ii. árásum sem beinast að flugvöllum, flutningamiðstöðvum á landi eða höfnum við sjó í Líbíu, eða stofnunum eða mannvirkjum líbíska ríkisins eða erlendu sendiráði í Líbíu,
iii. því að veita vopnuðum hópum eða afbrotasamtökum stuðning með ólöglegri nýtingu hráolíu eða annarra náttúruauðlinda í Líbíu,
iv. hótunum eða þvingunum gegn fjármálastofnunum líbíska ríkisins og ríkisolíufélagi Líbíu eða með þátttöku í hvers konar aðgerðum sem geta leitt til eða valdið óréttmætri nýtingu fjármuna líbíska ríkisins,
v. því að brjóta gegn eða aðstoða við að komast hjá ákvæðum um vopnasölubannið í Líbíu, sem komið var á með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011) og 1. gr. ákvörðunar þessarar,
vi. því að starfa fyrir, eða fyrir hönd, eða samkvæmt fyrirmælum aðila eða rekstrareininga sem eru á lista,
d) sem eiga eða stjórna fjármunum líbíska ríkisins, sem voru nýttir með óréttmætum hætti undir fyrrverandi stjórn Múammars Gaddafís í Líbíu og sem væri hægt að nota til að ógna friði, stöðugleika eða öryggi Líbíu eða hindra eða grafa undan því að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti,
eins og skráð er í II. viðauka við þessa ákvörðun.
3. Ákvæði 1. og 2. mgr. skuldbinda ekki aðildarríki til að meina eigin ríkisborgurum komu inn á yfirráðasvæði þess.
4. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki ákveði nefndin eftirfarandi:
a) að ferð sé réttlætanleg af mannúðarástæðum, þ.m.t. trúarlegar skyldur, eða
b) að undanþága myndi stuðla að friði og þjóðarsátt í Líbíu og að stöðugleika á svæðinu.
5. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki ef:
a) koma eða gegnumferð er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram eða
b) aðildarríki ákveður, í hverju tilviki fyrir sig, að slík koma eða gegnumferð sé nauðsynleg til að stuðla að friði og stöðugleika í Líbíu og aðildarríkið tilkynni nefndinni þar um í kjölfarið, eigi síðar en 48 klukkustundum eftir að slík ákvörðun er tekin.
6. Ákvæði 2. mgr. hafa ekki áhrif á þau tilvik þegar aðildarríki er skuldbundið að þjóðarétti, nánar tiltekið:
a) sem gistiland alþjóðlegrar milliríkjastofnunar,
b) sem gistiland alþjóðlegrar ráðstefnu sem SÞ boða til eða fram fer á þeirra vegum,
c) samkvæmt marghliða samningi þar sem kveðið er á um forréttindi og friðhelgi eða
d) samkvæmt Sáttasamningnum frá 1929 (Lateran-samningnum) sem Páfastóll (Vatíkanborgríkið) og Ítalía gerðu sín í milli.
7. Ákvæði 6. mgr. telst einnig gilda þegar aðildarríki er gistiland Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
8. Ráðinu skal tilkynnt um það, með tilhlýðilegum hætti, ef aðildarríki veitir undanþágu skv. 6. eða 7. mgr.
9. Aðildarríki geta veitt undanþágur frá þeim ráðstöfunum, sem kveðið er á um í 2. mgr., ef ferð er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum eða með þátttöku í fundum alþjóðlegrar milliríkjastofnunar, þ.m.t. fundum sem Sambandið styður eða heldur eða fundum sem haldnir eru í því aðildarríki, sem fer með formennsku í ÖSE hverju sinni, þar sem fara fram stjórnmálaumræður sem efla með beinum hætti lýðræði, mannréttindi og réttarreglu í Líbíu.
10. Aðildarríki, sem óskar eftir að veita undanþágur, sem um getur í 9. mgr., skal tilkynna ráðinu það skriflega. Undanþágan skal teljast veitt nema einn eða fleiri fulltrúar ráðsins andmæli því skriflega innan tveggja virkra daga frá því tilkynning berst um fyrirhugaða undanþágu. Ef einn eða fleiri fulltrúar ráðsins hreyfa andmælum getur ráðið tekið ákvörðun, með auknum meirihluta, um að veita fyrirhugaða undanþágu.
11. Í þeim tilvikum, skv. 6., 7. og 9. mgr., þegar aðildarríki heimilar komu aðila, sem tilgreindir eru á lista í I. eða II. viðauka, inn á yfirráðasvæði sitt eða för þeirra um það, skal heimildin takmörkuð við þann tilgang sem hún er veitt í og hlutaðeigandi aðila.
IV. KAFLI Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs.
9. gr.
1. Frysta skal alla fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem með beinum eða óbeinum hætti er í eigu eða undir yfirráðum aðila og rekstrareininga, sem öryggisráð SÞ eða nefndin hefur tilgreint og látið sæta frystingu eigna í samræmi við 22. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011), 19. og 23. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1973 (2011), 4. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2174 (2014) og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2213 (2015), sbr. listann í III. viðauka.
2. Frysta skal alla fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem er, með beinum eða óbeinum hætti, í eigu eða undir yfirráðum aðila og rekstrareininga:
a) sem eiga aðild að eða eru í vitorði um að fyrirskipa, stjórna eða stýra á annan hátt framningu alvarlegra mannréttindabrota gegn aðilum í Líbíu, þ.m.t. með því að eiga aðild að eða vera í vitorði um að skipuleggja, vera í fyrirsvari fyrir, fyrirskipa eða stjórna árásum, sem eru brot á alþjóðalögum, þ.m.t. loftárásum, á almenna borgara og húsakost almennings, eða líbískra yfirvalda eða aðila og rekstrareininga, sem hafa brotið gegn eða aðstoðað við brot gegn ákvæðum ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011) eða þessarar ákvörðunar, eða aðila eða rekstrareininga, sem koma fram fyrir þá, fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra, eða rekstrareininga, sem eru í eigu eða undir yfirráðum þeirra, eða aðila og rekstrareininga, sem skráð eru á listann í III. viðauka við ákvörðun þessa,
b) sem staðfest er að hafi tekið þátt í kúgunarstefnu fyrrverandi stjórnar Múammars Gaddafís í Líbíu, eða hafi áður tengst þeirri stjórn formlega á annan hátt, og sem eru enn ógn við frið, stöðugleika eða öryggi Líbíu eða það að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti,
c) sem taka þátt í eða veita aðstoð við aðgerðir sem eru ógnun við frið, öryggi eða stöðugleika Líbíu eða sem ógna eða grafa undan því að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti, þ.m.t. með:
i. því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði sem brjóta í bága við gildandi alþjóðleg mannréttindalög eða alþjóðlegan mannúðarrétt, eða sem eru mannréttindabrot, í Líbíu,
ii. árásum sem beinast að flugvöllum, flutningamiðstöðvum á landi eða höfnum við sjó í Líbíu, eða stofnunum eða mannvirkjum líbíska ríkisins eða erlendu sendiráði í Líbíu,
iii. því að veita vopnuðum hópum eða afbrotasamtökum stuðning með ólöglegri nýtingu hráolíu eða annarra náttúruauðlinda í Líbíu,
iv. hótunum eða þvingunum gegn fjármálastofnunum líbíska ríkisins og ríkisolíufélagi Líbíu eða með þátttöku í hvers konar aðgerðum sem geta leitt til eða valdið óréttmætri nýtingu fjármuna líbíska ríkisins,
v. því að brjóta gegn eða aðstoða við að komast hjá ákvæðum um vopnasölubannið í Líbíu, sem komið var á með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011) og 1. gr. ákvörðunar þessarar,
vi. því að starfa fyrir, eða fyrir hönd, eða samkvæmt fyrirmælum aðila eða rekstrareininga sem eru á lista,
d) sem eiga eða stjórna fjármunum líbíska ríkisins, sem voru nýttir með óréttmætum hætti undir fyrrverandi stjórn Múammars Gaddafís í Líbíu og sem væri hægt að nota til að ógna friði, stöðugleika eða öryggi Líbíu eða hindra eða grafa undan því að unnt verði að ljúka pólitísku umbreytingarferli í landinu með fullnægjandi hætti,
sbr. listann í IV. viðauka.
3. Allir fjármunir, aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður, sem með beinum eða óbeinum hætti er í eigu eða undir yfirráðum rekstrareininga sem skráðar eru í VI. viðauka og var frystur frá og með 16. september 2011, skal frystur áfram.
4. Enga fjármuni, aðrar fjáreignir eða efnahagslegan auð skal, með beinum eða óbeinum hætti, gera aðgengilegan þeim einstaklingum, lögaðilum eða rekstrareiningum er um getur í 1. og 2. mgr. eða vera þeim til hagsbóta.
5. Bannið við því að gera fjármuni, fjáreignir eða efnahagslegan auð aðgengilegan einstaklingum eða rekstrareiningum er um getur í 2. mgr., að því leyti sem það gildir um hafnaryfirvöld, kemur ekki í veg fyrir framkvæmd samninga, fram til 15. júlí 2011, sem voru gerðir fyrir 7. júní 2011, að undanskildum samningum sem tengjast olíu, gasi og hreinsuðum afurðum.
6. Heimilt er að veita undanþágur vegna fjármuna, fjáreigna og efnahagslegs auðs sem er:
a) nauðsynlegur vegna grunnútgjalda, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, vátryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) eingöngu ætlaður til að greiða hæfilega þóknun fyrir sérfræðiþjónustu og standa undir útgjöldum vegna veittrar lögfræðiþjónustu í samræmi við landslög eða
c) eingöngu ætlaður til að greiða þóknun eða þjónustugjöld, samkvæmt landslögum, fyrir venjubundna vörslu eða viðhald frystra fjármuna, annarra fjáreigna og efnahagslegs auðs,
að fram kominni tilkynningu hlutaðeigandi aðildarríkis til nefndarinnar um þá fyrirætlun sína að heimila, þar sem það á við, aðgengi að slíkum fjármunum, öðrum fjáreignum eða efnahagslegum auði, hafni nefndin því ekki innan fimm virkra daga frá tilkynningunni.
7. Einnig er heimilt að veita undanþágur vegna fjármuna og efnahagslegs auðs sem er:
a) nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að fram kominni tilkynningu hlutaðeigandi aðildarríkis til nefndarinnar, eftir því sem við á, og að fengnu samþykki hennar eða
b) andlag dóms-, stjórnvalds- eða gerðardómsveðs eða niðurstöðu dómstóls, stjórnvalds eða gerðardóms, þar sem kveðið er á um að nota megi fjármunina, aðrar fjáreignir og hinn efnahagslega auð til þess að uppfylla skilyrði veðsins eða fyrrnefndrar niðurstöðu, að því tilskildu að veðið eða niðurstaðan hafi verið skráð fyrir samþykktardag ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1970 (2011) og sé ekki til hagsbóta fyrir aðila eða rekstrareiningu, er um getur í 1. eða 2. mgr. þessarar greinar, eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur sent nefndinni tilkynningu þessu viðvíkjandi, eftir því sem við á.
8. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem skráð eru í IV. viðauka má einnig gera undanþágur vegna fjármuna og fjárhagslegs auðs sem er nauðsynlegur í mannúðarskyni, t.d. til þess að veita, eða greiða fyrir því að veitt sé, aðstoð, þ.m.t. sjúkragögn, matvæli, rafmagn, aðstoð starfsmanna hjálpar- og þróunarstofnana og tilheyrandi aðstoð eða aðstoð vegna brottflutnings erlendra ríkisborgara frá Líbíu.
9. Með tilliti til rekstrareininga, er um getur í 3. mgr., er enn fremur heimilt að veita undanþágur vegna fjármuna, fjáreigna og efnahagslegs auðs, að því tilskildu að:
a) hlutaðeigandi aðildarríki hafi sent nefndinni tilkynningu um þá fyrirætlun sína að heimila aðgang að fjármunum, öðrum fjáreignum eða efnahagslegum auði vegna eins eða fleiri eftirtalinna þátta, nema nefndin gefi neikvætt svar innan fimm virkra daga frá tilkynningunni:
i. mannúðarástæðna,
ii. eldsneytis, rafmagns og vatns til borgaralegra nota eingöngu,
iii. þess að aftur er tekin upp framleiðsla og sala Líbíu á vetniskolefnum,
iv. stofnunar, reksturs eða eflingar stofnana borgaralegra stjórnvalda og stofnana á sviði borgaralegra, opinberra grunnvirkja eða
v. til að stuðla að því að hefja starfrækslu bankageirans á ný, m.a. að styðja við milliríkjaviðskipti eða stuðla að milliríkjaviðskiptum við Líbíu,
b) hlutaðeigandi aðildarríki hafi tilkynnt nefndinni að fyrrnefndir fjármunir, aðrar fjáreignir eða efnahagslegur auður verði ekki aðgengilegur þeim aðilum er um getur í 1., 2. og 3. mgr. eða verði þeim til hagsbóta,
c) hlutaðeigandi aðildarríki hafi haft samráð fyrirfram við líbísk stjórnvöld um notkun fyrrnefndra fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs og
d) hlutaðeigandi aðildarríki hafi upplýst líbísk stjórnvöld um tilkynninguna sem send var samkvæmt þessari málsgrein og líbísk stjórnvöld hafi ekki innan fimm virkra daga hreyft andmælum við því að fyrrgreindir fjármunir, aðrar fjáreignir eða efnahagslegur auður verði affrystur.
10. Ákvæði 1. og 2. mgr. koma ekki í veg fyrir að tilgreindur aðili eða rekstrareining geti innt af hendi greiðslu samkvæmt samningi, sem var gerður áður en hann eða hún var færð á lista, að því tilskildu að hlutaðeigandi aðildarríki hafi gengið úr skugga um að aðili eða rekstrareining, er um getur í 1. eða 2. mgr., veiti ekki fyrrnefndri greiðslu viðtöku með beinum eða óbeinum hætti og eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur tilkynnt nefndinni, eftir því sem við á, 10 virkum dögum áður en slík heimild er veitt, um þá fyrirætlun að inna fyrrnefnda greiðslu af hendi eða veita henni viðtöku eða að heimila að fjármunir, aðrar fjáreignir eða efnahagslegur auður verði affrystur í þessu skyni.
11. Ákvæði 3. mgr. koma ekki í veg fyrir að rekstrareining, er um getur í þeirri málsgrein, standi skil á greiðslu, sem er á gjalddaga samkvæmt samningi sem var gerður áður en sú rekstrareining var færð á lista samkvæmt ákvörðun þessari, að því tilskildu að hlutaðeigandi aðildarríki hafi gengið úr skugga um að beinn eða óbeinn viðtakandi greiðslunnar sé ekki aðili eða rekstrareining er um getur í 1., 2. og 3. mgr. og eftir að viðkomandi aðildarríki hefur tilkynnt nefndinni um þá fyrirætlun að standa skil á eða taka við greiðslunni eða að heimila affrystingu fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs í þessu skyni 10 virkum dögum áður en sú heimild er veitt.
12. Lögbær stjórnvöld í aðildarríki geta heimilað, þrátt fyrir 2. mgr., með tilliti til aðila og rekstrareininga sem eru skráð í IV. viðauka, að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður sé andlag ákvörðunar gerðardóms, sem fyrir liggur fyrir þann dag þegar viðkomandi einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun, er um getur í 2. mgr., var færð á lista í IV. viðauka, eða andlag ákvörðunar dómstóls eða stjórnvalds innan Sambandsins eða ákvörðunar dómstóls sem er aðfararhæf í viðkomandi aðildarríki fyrir eða eftir þann dag,
b) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði einungis notaður til að uppfylla kröfur, sem fyrrnefnd ákvörðun tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt henni, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila, sem eiga slíkar kröfur, kveða á um,
c) að ákvörðunin sé ekki í þágu einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar, sem er tilgreind í III., IV. eða VI. viðauka, og
d) að viðurkenning ákvörðunarinnar stríði ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki.
Aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem er veitt samkvæmt þessari málsgrein.
13. Ákvæði 4. mgr. gilda ekki þegar eftirtaldir fjármunir eru lagðir inn á frysta reikninga:
a) vextir eða aðrar tekjur af fyrrnefndum reikningum,
b) greiðslur samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem urðu til fyrir þann dag þegar reikningarnir urðu andlag þvingunaraðgerða eða
c) greiðslur, sem inna ber af hendi samkvæmt ákvörðunum dóms, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms sem teknar eru í Sambandinu eða eru aðfararhæfar í viðkomandi aðildarríki, með tilliti til þeirra aðila og rekstrareininga sem skráð eru í IV. viðauka,
að því tilskildu að slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur falli áfram undir ákvæði 1. eða 2. mgr.
V. KAFLI Aðrar þvingunaraðgerðir.
10. gr.
Aðildarríki skulu krefjast þess af ríkisborgurum sínum, aðilum, sem heyra undir þeirra lögsögu, og fyrirtækjum, sem eru með réttarstöðu lögaðila á yfirráðasvæðum þeirra eða heyra undir þeirra lögsögu, að vera vel á verði þegar þau eiga í viðskiptum við rekstrareiningar, sem eru með réttarstöðu lögaðila í Líbíu eða heyra undir lögsögu Líbíu, og einstaklinga og rekstrareiningar, sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt þeirra fyrirmælum, og rekstrareiningar, sem eru í eigu þeirra eða undir stjórn þeirra, með það fyrir augum að koma í veg fyrir viðskipti sem gætu stuðlað að ofbeldi og valdbeitingu gegn almennum borgurum.
VI. KAFLI Almenn ákvæði og lokaákvæði.
11. gr.
Tilgreindum aðilum eða rekstrareiningum, sem eru á lista í I., II., III. eða IV. viðauka, eða öðrum aðila eða rekstrareiningu í Líbíu, þ.m.t. ríkisstjórn Líbíu, eða aðila eða rekstrareiningu, sem gerir kröfur á vegum eða í þágu fyrrnefnds aðila eða rekstrareiningar, skal óheimilt að gera nokkrar kröfur vegna ráðstafana sem ákveðnar hafa verið samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1970 (2011), þ.m.t. ráðstafanir Sambandsins eða aðildarríkja þess, sem er krafist vegna eða í tengslum við framkvæmd viðeigandi ákvarðana öryggisráðsins eða þeirra ráðstafana sem ákvörðun þessi tekur til, þ.m.t. kröfur um bætur eða aðrar kröfur af því tagi, t.d. krafa um jöfnun eða krafa samkvæmt tryggingu, í tengslum við samninga eða viðskipti sem fyrrnefndar ráðstafanir höfðu, beint eða óbeint, að öllu leyti eða að hluta, áhrif á.
12. gr.
1. Ráðið skal framfylgja breytingum á I., III., V. og VI. viðauka á grundvelli ákvarðana öryggisráðsins eða nefndarinnar.
2. Ráðið skal, einróma, að tillögu aðildarríkja eða æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, taka saman listana í II. og IV. viðauka og samþykkja breytingar á þeim.
13. gr.
1. Tilgreini öryggisráðið eða nefndin aðila eða rekstrareiningu skal ráðið fella slíkan einstakling eða rekstrareiningu inn í I. eða III. viðauka.
2. Ákveði ráðið að þær ráðstafanir, er um getur í 2. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr., skuli taka til tiltekins aðila eða rekstrareiningar, skal það gera viðeigandi breytingar á II. og IV. viðauka.
3. Ráðið skal tilkynna ákvörðun sína hlutaðeigandi aðila eða rekstrareiningu, sem um getur í 1. og 2. mgr., þ.m.t. ástæður þess að viðkomandi er skráður á lista, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum aðila eða rekstrareiningu býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
4. Ef athugasemdir eru gerðar eða traust, ný gögn lögð fram skal ráðið endurskoða ákvörðun sína og upplýsa viðkomandi einstakling eða rekstrareiningu um niðurstöðuna.
14. gr.
Tilgreini nefndin skip, eins og um getur í 1. mgr. 6. gr. og 1. 2., 3. og 5. mgr. 7. gr., skal ráðið fella upplýsingar um skipið inn í V. viðauka.
15. gr.
1. Í I., II., III. IV. og VI. viðauka skal tilgreina ástæður þess að hlutaðeigandi aðilar og rekstrareiningar eru skráðir á lista, eins og öryggisráðið eða nefndin segir fyrir um, að því er varðar I., III. og VI. viðauka.
2. Í I., II., III., IV. og VI. viðauka skulu einnig koma fram, þar sem það á við, nauðsynlegar upplýsingar, sem öryggisráðið eða nefndin tilgreinir að því er I., III. og VI. viðauka viðvíkur, til þess að unnt sé að bera kennsl á viðkomandi aðila eða rekstrareiningar. Að því er einstaklinga varðar geta þessar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, þjóðerni, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er varðar rekstrareiningar geta þessar upplýsingar verið m.a. nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð. Í I., III. og VI. viðauka skal einnig koma fram hvaða dag öryggisráðið eða nefndin tilgreindi viðkomandi.
16. gr.
Sambandið skal, í því skyni að hámarka áhrif þvingunaraðgerða þeirra sem mælt er fyrir um í ákvörðun þessari, hvetja þriðju lönd til þess að innleiða álíka þvingunaraðgerðir.
17. gr.
1. Endurskoða ber ákvörðun þessa, breyta henni eða fella hana úr gildi, eftir því sem við á, einkum samkvæmt viðeigandi ákvörðunum öryggisráðsins.
2. Þær ráðstafanir, er um getur í 2. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr., skal endurskoða með reglulegu millibili og a.m.k. á 12 mánaða fresti. Þær skulu falla úr gildi gagnvart viðkomandi aðilum og rekstrareiningum ákvarði ráðið, samkvæmt þeirri málsmeðferð er um getur í 2. mgr. 12. gr., að skilyrðin fyrir því að grípa til þeirra séu ekki lengur fyrir hendi.
18. gr.
Ákvörðun 2011/137/SSUÖ er felld úr gildi.
19. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 31. júlí 2015.
Fyrir hönd ráðsins,
J. Asselborn
forseti.
______________________________
(1) Ákvörðun ráðsins 2011/137/SSUÖ frá 28. febrúar 2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbíu (Stjtíð ESB L 58, 3.3.2011, bls. 53).
(2) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/818 frá 26. maí 2015 um breytingu á ákvörðun 2011/137/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbíu (Stjtíð. ESB L 129, 27.5.2015, bls. 13).
I. VIÐAUKI
Skrá yfir aðila sem um getur í 1. mgr. 8. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1458493115853&uri=CELEX:32015D1333.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
II. VIÐAUKI
Skrá yfir aðila og rekstrareiningar sem um getur í 2. mgr. 8. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1458493115853&uri=CELEX:32015D1333.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
III. VIÐAUKI
Skrá yfir aðila og rekstrareiningar sem um getur í 1. mgr. 9. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1458493115853&uri=CELEX:32015D1333.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
IV. VIÐAUKI
Skrá yfir aðila og rekstrareiningar sem um getur í 2. mgr. 9. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1458493115853&uri=CELEX:32015D1333.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
V. VIÐAUKI
Skrá yfir skip sem um getur í 1. mgr. 6. gr. og 1., 2., 3. og 5. mgr. 7. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1458493115853&uri=CELEX:32015D1333.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
VI. VIÐAUKI
Skrá yfir rekstrareiningar sem um getur í 3. mgr. 9. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1458493115853&uri=CELEX:32015D1333.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2016/478
frá 31. mars 2016
um breytingu á ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1333um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu
og niðurfellingu ákvörðunar (SSUÖ) 2011/137
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1333:
1) Aðilarnir sem skráðir eru í viðakauka við ákvörðun þessa skulu bætast við skrárnar í II. og IV. viðaukum.
2) Eftirfarandi málsgreinar skulu bætast við 17. gr.:
,,3. Aðgerðirnar sem vísað er til í 2. mgr. 8. gr. skulu gilda fyrir færslur nr. 16, 17 og 18 í II. viðauka til 2. októbers 2016.
4. Aðgerðirnar sem vísað er til í 2. mgr. 9. gr. skulu gilda fyrir færslur nr. 21, 22, og 23 í IV. viðauka til 2. októbers 2016.“
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
,,II. VIÐAUKI
Listi yfir aðila og rekstrareiningar sem vísað er til í 2. mgr. 8. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1459959072574&uri=CELEX:32016D0478.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
IV. VIÐAUKI
Listi yfir aðila og rekstrareiningar sem vísað er til í 2. mgr. 9. gr.
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1459959072574&uri=CELEX:32016D0478.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.“
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.