Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

507/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 265/2008 um framkvæmd siglingaverndar.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Stjórnvald hafnaverndar.

Samgöngustofa tilnefnir stjórnvald hafnaverndar fyrir hverja höfn. Tilnefna má stjórnvald hafnaverndar fyrir fleiri en eina höfn.

Stjórnvald hafnaverndar skal vera ábyrgt fyrir gerð og framkvæmd verndaráætlana hafna byggðum á niðurstöðum áhættumats fyrir hverja höfn.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/65/EB, er sett með heimild í 13. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004 og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003 og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 8. maí 2018.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.