Prentað þann 27. des. 2024
507/2007
Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppnir.
I. KAFLI Markmið og gildissvið.
1. gr. Markmið.
Reglugerð þessari er ætlað að stuðla að auknu öryggi við undirbúning og framkvæmd aksturskeppni og akstursæfinga hér á landi í samræmi við alþjóðlegar reglur á sviði akstursíþrótta.
2. gr. Gildissvið.
Aksturskeppni er íþróttagrein stunduð á vegum eftirtalinna aðila:
- Aðildarfélaga innan Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands (MSÍ) vegna keppni á tveggja og þriggja hjóla ökutækjum og torfæruhjólum.
- Aðildarfélaga innan
LandsambandsAkstursíþróttasambandsíslenskra akstursíþróttaÍslands/LÍA (LÍAAKÍS) vegna keppni á ökutækjum með fjórum hjólum eða fleiri. Annarra félaga sem eiga aðild að akstursíþróttanefnd ÍSÍ, Íþróttasambands Íslands.
Reglugerðin nær einnig til sýninga og æfinga vegna aksturskeppni eftir því sem við á.
II. KAFLI Almennar reglur.
3. gr. Leyfisveitingar.
Leita skal leyfis lögreglustjóra til að halda aksturskeppni, sbr. 10. gr. og 16. gr. Við meðferð leyfisumsóknar vegna aksturskeppni á vegum skal lögreglustjóri tilkynna þeim sveitarfélögum, sem áætlað er að aka um, um fyrirhugaða keppni og gefa þeim hæfilegan frest til að koma að athugasemdum varðandi fyrirkomulag hennar, s.s. val á akstursleið, tímasetningu o.þ.h.
Eigi er heimilt að efna til aksturskeppni á þjóðvegivegum ánnema samþykkismeð Vegagerðarinnarleyfi veghaldara.
Eigi er heimilt að efna til aksturskeppni utan vega án samþykkis viðkomandilandeiganda sveitarstjórnarsvæðisins, enda hafi svæðið verið viðurkennt af sveitarstjórn til aksturskeppni, sbr. 16. gr.
Heimilt er að sækja um leyfi til að halda fleiri en eina aksturskeppni. Þó skal ekki veita leyfi til lengra tímabils en eins árs í senn.
4. gr. Verklagsreglur.
Ríkislögreglustjóri setur verklagsreglur, byggðar á alþjóðlegum reglum um akstursíþróttir, sem hafðar skulu til hliðsjónar við veitingu leyfa skv. 3. gr.
Lögreglustjóra er heimilt að veita leyfi fyrir æfingaakstri á fáförnum vegum innan umdæmis hans samkvæmt nánari verklagsreglum, sbr. 1. mgr.
5. gr. Umsögn.
Með umsókn um leyfi til lögreglustjóra til að halda aksturskeppni skal fylgja umsögn LÍA,frá akstursíþróttanefndaraðilum eðatilgreindum sérsambandsí á1. vegummgr. ÍSÍ2. eða LÍAgr. í samræmi við tegund keppni.
Í umsögninni komi fram faglegt mat á öryggisþáttum og tillögur um framkvæmd og eftirlit á keppnisstað í samræmi við verklagsreglur, sbr. 4. gr.
6. gr. Framkvæmd aksturskeppni.
Keppnishaldari kynnir keppendum keppnisreglur og skilmála keppnisleyfis áður en keppni fer fram. Fari keppnishaldari ekki eftir reglum getur lögreglan hvenær sem er stöðvað framkvæmd keppni.
Sækja skal um leyfi til lögreglustjóra fyrir aksturskeppni a.m.k. 5 dögum fyrir keppni, enda fylgi með tilskilin gögn.
7. gr. Vernd gegn náttúruspjöllum.
Við allan undirbúning og framkvæmd aksturskeppni ber að taka tillit til þess að keppnin og annar akstur keppenda valdi eigi öðrum verulegum óþægindum eða hættu eða skemmdum á vegi eða náttúruspjöllum.
Keppnishaldari er ábyrgur fyrir skemmdum á vegum og öðrum mannvirkjum, svo og á náttúru, sem hljótast af aksturskeppni eða öðrum akstri keppenda eða starfsmanna við keppni.
Sé aksturskeppni haldin utan vega skulu merki og önnur ummerki fjarlægð að keppni lokinni.
8. gr. Ábyrgðartryggingar ökutækja.
Ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst. Þá skal keppnishaldari leggja fram hæfilega tryggingu vegna ábyrgðar á framkvæmd keppninnar. Ennfremur skal keppnishaldari kaupa slysatryggingu vegna starfsmanna við keppni utan vega er greiði bætur við dauða eða varanlega örorku.
Heimilt er í því sambandi að kaupa ábyrgðartryggingu er gildi fyrir ákveðið svæði til æfinga og æfingakeppni.
Viðskiptaráðuneytið ákveður árlega vátryggingarfjárhæðir ábyrgðartryggingar vegna framkvæmdar á aksturskeppni og slysatryggingar, svo og vátryggingarfjárhæð fyrir ákveðin svæði.
Ökutæki í aksturskeppnum sem ekki uppfylla skilyrði skráningar hjá Umferðarstofu skulu hafa hlotið skráningu samkvæmt 18. gr.
9. gr. Kostnaður vegna löggæslu.
Keppnishaldari skal greiða kostnað og setja tryggingu, sé þess krafist, vegna sérstakrar löggæslu og öryggisráðstafana sem nauðsynlegar teljast að mati lögreglustjóra.
III. KAFLI Aksturskeppni á vegi.
10. gr. Framkvæmd rallkeppni.
Rallkeppni skal fara fram á tilgreindum vegum. Leyfi lögreglustjóra þarf til alls aksturs meðan á keppni stendur sbr. 3. gr., frá rásmarki að endamarki, hvort heldur um er að ræða akstur á sérleiðum eða ferjuleiðum.
Þegar rallkeppni er fyrirhuguð um tvö eða fleiri lögsagnarumdæmi veitir lögreglustjóri, þess lögsagnarumdæmis þar sem keppni hefst, endanlegt keppnisleyfi. Skal hann sjá um að öll skilyrði fyrir keppnisleyfi hafi verið uppfyllt áður en keppni hefst.
Keppnishaldari skal leggja fyrir lögreglustjóra leiðarlýsingu ásamt tímaáætlun.
11. gr. Nánari tilhögun á keppnisstað.
Þegar aksturskeppni á vegi stendur yfir skulu vegarkaflar vera opnir fyrir annarri umferð, nema annað verði ákveðið sérstaklega með viðeigandi öryggisráðstöfunum, svo sem umferðarmerkjum, auglýsingum og löggæslu í samræmi við ákvörðun lögreglustjóra.
Lögreglustjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum umferðarlaga um hámarkshraða, að því er varðar ökutæki er taka þátt í aksturskeppni á vegi, enda verði þá umferð annarra ökutækja þar bönnuð og aðrar viðeigandi öryggisráðstafanir gerðar.
12. gr. Búnaður ökutækis.
Ökutæki sem notað er í rallkeppni skal fullnægja skilyrðum laga og reglna um skráningu, gerð og búnað ökutækja.
Heimilt er þó að veita undanþágu frá 1. mgr. í samræmi við verklagsreglur, sbr. 4. gr.
Hávaði frá hreyfli ökutækis má ekki fara yfir 100 dB þegar mælt er samkvæmt nálægðarmæliaðferð.
13. gr. Skráning ökutækis.
Skrá skal sérstaklega í ökutækjaskrá, svo og í skráningarskírteini, ef ökutæki skal nota í rallkeppni. Fyrir hverja keppni skal slíkt ökutæki skoðað af þar til kvöddum eftirlitsmönnum sem lögreglustjóri samþykkir.
Ökutæki sem skráð er til notkunar í rallkeppni er óheimilt að nota í almennri umferð. Til þess að slíkt ökutæki verði skráð að nýju til notkunar í almennri umferð skal það fært til breytingarskoðunar hjá faggiltri skoðunarstofu og viðurkennt af Umferðarstofu sem gefur út nýtt skráningarskírteini.
14. gr. Eftirlit lögreglu.
Akstur ökutækja er taka þátt í keppni skal háður venjulegu eftirliti lögreglu. Krefjast má skoðunar ökutækja meðan á keppni stendur.
15. gr. Öryggi áhorfenda.
Gera skal nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi og aðstöðu áhorfenda að aksturskeppnum við rásmark, áningarstaði og endamark, svo og við sýningar og annars staðar þar sem ástæða er til í samræmi við tilmæli lögreglustjóra.
IV. KAFLI Aksturskeppni utan vega o.fl.
16. gr. Framkvæmd æfinga- og aksturskeppni.
Æfinga- og aksturskeppni utan vega skal fara fram á sérstöku svæði sem viðurkennt er af viðkomandi sveitarstjórn til slíkrar keppni og í samræmi við leyfi lögreglustjóra sbr. 3. gr.
17. gr. Æfinga- og keppnissvæði.
Sveitarstjórn veitir leyfi fyrir svæði til æfinga- og aksturskeppni. Áður en svæðið er tekið í notkun skal liggja fyrir áætlun um hvernig staðið verður að öryggisþáttum vegna starfseminnar í samræmi við verklagsreglur, sbr. 4. gr.
Aðildarfélög MSÍ og LÍA og aðrir aðilar sem reka æfinga- og keppnissvæði bera ábyrgð á að farið sé eftir öryggisreglum sem tilgreindar eru í leyfi lögreglustjóra.
18. gr. Búnaður og skráning torfærutækis.
TorfærutækiHvert það ökutæki sem skráðætlað hefur veriðer til æfinga-þátttöku eðaí aksturskeppni utan vega þarfog ekki aðuppfyllir fullnægjaskilyrði öllumskráningar skilyrðumhjá lagaUmferðarstofu skal skráð hjá því sambandi sem tilgreint er í 1. og reglna2. tölul. 1. mgr. 2. gr. og á við um gerðviðkomandi og búnað ökutækjaökutæki. ÞóGefið skal bifreiðút búinsérstakt veltigrindskráningarskírteini ogsem öryggisbeltilýsir tækinu ásamt einkvæmu skráningarnúmeri þess. AksturshemillEigandi ogökutækis stýrisbúnaðurer skuluábyrgur virkafyrir örugglega.því Gerðað merkja tækið skráningarnúmeri ökutækisins og búnaður þess skal uppfylla kröfur samkvæmt keppnisreglum sem fram koma í verklagsreglum ríkislögreglustjóra. Einungis er heimilt að nota ökutækið á viðurkenndum æfinga- eða keppnissvæðum. Heimilt er að skrá ökutæki til aksturskeppni utan vega þóttsvo það hafisé ekkióafmáanlegur veriðhluti skráð almennri skráninguökutækisins.
Fyrir hverja keppni skal torfærutækiökutæki sem skráð er skv. 1. mgr. skoðað af þar til kvöddum eftirlitsmönnum sem lögreglustjórisamþykktir samþykkireru af útgefanda skráningarskírteinis viðkomandi ökutækis ásamt því að það standist keppnisreglur FIA, FIM og sérstakar keppnisreglur þess aksturssambands sem að keppninni stendur.
Við skoðun skal liggja fyrir skráningarskírteini sem og staðfesting tryggingarfélags um tryggingu ökutækis í keppninni.
Torfærutæki skráð almennri skráningu þar sem gerðar hafa verið breytingar frá upprunalegu skráningarskírteini og skráð hefur verið til aksturskeppni utan vega má ekki nota í almennri umferð nema það hafi verið fært til breytingarskoðunar hjá faggiltri skoðunarstofu og viðurkennt af Umferðarstofu sem gefur út nýtt skráningarskírteini.
19. gr. Akstur barna.
Lögreglustjóra er heimilt að leyfa starfsemi þar sem akstur barna fer fram á þar til gerðum svæðum með eða án gjaldtöku. Ríkislögreglustjóri setur nánari verklagsreglur um slíka starfsemi, svo sem hvað varðar búnað ökutækja, almennt öryggi og vátryggingar.
20. gr. Akstur í skemmtigörðum.
Börn frá 5 ára aldri mega aka rafbílum sem sérstaklega eru hannaðir fyrir börn. Með sama hætti mega börn sem náð hafa 10 ára aldri eða eru a.m.k. 140 sentimetrar á hæð aka öðrum gerðum vélknúinna leiktækja á sérstökum svæðum í skemmtigörðum.
21. gr. Undanþága til æfinga og keppni vegna aldurs.
Með leyfi lögreglustjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum umferðarlaga um ökuskírteini og lágmarksaldur ökumanna við æfingar og keppnir á lokuðum svæðum utan vega. Undanþága þessi gildir þó ekki um þann sem sviptur hefur verið ökurétti.
Undanþága að því er varðar þann sem ekki hefur náð 18 ára aldri er háð skriflegu samþykki foreldris eða annars forsjármanns.
Allur akstur þar sem undanþága frá ákvæðum um ökuskírteini eða lágmarksaldur gildir skal fara fram í samræmi við verklagsreglur, sbr. 4. gr. sem leggja skal fyrir lögreglustjóra.
Lágmarksaldur miðað við ökutæki skal vera:
a. | Körtubílar með tvígengisaflvél að slagrými | |
allt að 80 rúmsentimetrar | frá 10 ára aldri | |
allt að 100 rúmsentimetrar | frá 12 ára aldri | |
allt að 125 rúmsentimetrar | frá 14 ára aldri | |
125 rúmsentimetrar eða meira | frá 16 ára aldri | |
b. | Körtubílar með fjórgengisaflvél að slagrými | |
allt að 250 rúmsentimetrar | frá 10 ára aldri | |
c. | Tvíhjóla | |
allt að 65 rúmsentimetrar | frá 6 ára aldri | |
allt að 85 rúmsentimetrar | frá 10 ára aldri | |
allt að 105 rúmsentimetrar | frá 12 ára aldri | |
allt að 145 rúmsentimetrar | frá 14 ára aldri | |
145 rúmsentimetrar eða meira | frá 15 ára aldri | |
d. | Tvíhjóla | |
allt að 110 rúmsentimetrar | frá 6 ára aldri | |
allt að 125 rúmsentimetrar | frá 10 ára aldri | |
allt að 150 rúmsentimetrar | frá 12 ára aldri | |
allt að 250 rúmsentimetrar | frá 14 ára aldri | |
250 rúmsentimetrar eða meira | frá 15 ára aldri | |
| Torfærutæki á beltum (vélsleðar) með aflvél að slagrými | |
allt að 185 rúmsentimetrar | frá 6 ára aldri | |
allt að 440 rúmsentimetrar | frá 12 ára aldri | |
allt að 600 rúmsentimetrar | frá 14 ára aldri | |
| Óbreyttar fólksbifreiðir með aflvél að slagrými | |
allt að 1600 rúmsentimetrar | ||
(gerð "N" samkvæmt reglum F.I.A.) | frá 15 ára aldri |
V. KAFLI Önnur ákvæði.
22. gr. Refsiákvæði.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt XIV. kafla umferðarlaga nr. 50/1987.
23. gr. Stjórnsýslumeðferð máls.
Um kæru vegna synjunar á heimild til mótshalds á grundvelli reglugerðar þessarar fer eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
24. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 34. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni, nr. 257/2000 með síðari breytingum.
Samgönguráðuneytinu, 6. júní 2007.
Kristján L. Möller.
Halldór S. Kristjánsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.