Prentað þann 27. des. 2024
501/2024
Reglugerð um innleiðingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/384 um heppileika nafngifta á yrkjum af tegundum nytjaplantna í landbúnaði og grænmetistegunda og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 637/2009.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/384 frá 3. mars 2021 um heppileika nafngifta á yrkjum af tegundum nytjaplantna í landbúnaði og grænmetistegunda og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 637/2009. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 5/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 110.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 150/2011, um (21.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.
Matvælaráðuneytinu, 8. apríl 2024.
F. h. r.
Benedikt Árnason.
Emilía Madeleine Heenen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.