Prentað þann 23. nóv. 2024
499/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 696/2005, um bann við kolmunnaveiðum við Þórsbanka án meðaflaskilju.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Veiðar með kolmunnavörpu við Þórsbanka eru aðeins heimilar að varpan sé búin meðaflaskilju í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski. Svæðið markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
- 65°00´00 N - 10°20´00 V
- 64°37´00 N - 10°20´00 V
- 64°37´00 N - 09°50´00 V
- 64°04´00 N - 09°50´00 V
- 63°17´00 N - 11°20´00 V
- 63°07´00 N - 12°29´00 V
- 63°45´50 N - 12°56´70 V
- 63°53´44 N - 13°25´00 V
- 64°00´00 N - 13°07´00 V
- 64°21´70 N - 12°17´30 V
- 64°32´30 N - 11°41´00 V
- 65°00´00 N - 11°28´00 V
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 794/2004, um bann við kolmunnaveiðum á Þórsbanka.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. júní 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Erna Jónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.