Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 5. des. 2025

Breytingareglugerð

496/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011.

1. gr.

Í stað orðanna "ekki til í safni ökuskírteinaskrár", í a-lið 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: hvorki til í safni ökuskírteinaskrár né vegabréfaskrár.

2. gr.

Við 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar bætast orðin: fyrir hverja námsheimild.

3. gr.

Í stað orðanna "skriflegt vottorð" í 3. tölul. 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur: staðfesting.

4. gr.

Á eftir orðunum "sem ríkislögreglustjórinn lætur í té" í 1. málsl. 4. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar kemur: eða færð inn í stafrænt ökuskírteini, sbr. 3. og 4. mgr. 2. gr., með sérstakri merkingu.

5. gr.

26. gr. a. reglugerðarinnar fellur brott.

6. gr.

9. mgr. 31. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ef skilyrðin eru uppfyllt skal heiti viðkomandi ríkis koma fram í töflu hér að neðan því til staðfestingar.

Nafn ríkis

Japan

Sameinuðu arabísku furstadæmin

7. gr.

Í stað orðsins "hennar" í 1. mgr. 35. gr. reglugerðarinnar kemur: þess.

8. gr.

Í stað "III" í 1. tölul. 1. mgr. 40. gr. reglugerðarinnar kemur: II.

9. gr.

Í stað orðanna "á eyðublaði sem Samgöngustofa lætur í té" í 5. tölul. 3. mgr. 41. gr. reglugerðarinnar kemur: samkvæmt fyrirmælum Samgöngustofu.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 1. mgr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Samgöngustofa skal reka stafræna ökunámsbók. Í kerfinu skal haldið utan um ökunámsferil ökunema frá umsókn til útgáfu ökuskírteinis og upplýsingar um verklega ökutíma, ökuskóla, ökugerði og ökupróf. Í stafræna ökunámsbók skal skrá upplýsingar um ökunema, ökukennara, ökuskóla, prófamiðstöð og um veittar undanþágur. Ökukennarar, ökuskólar, ökugerði og prófamiðstöð staðfesta áfanga í ökunámi í stafræna ökunámsbók og ökunemar hafa aðgang að upplýsingum um sinn námsferil. Veita má aðilum aðgang að stafrænni ökunámsbók í gegnum Samgöngustofu eða aðra sem hafa fengið til þess leyfi Samgöngustofu.
  2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skrá um ökuskírteini og stafræn ökunámsbók.

11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 2. apríl 2025.

Eyjólfur Ármannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.