Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 1. júní 2017 – 10. maí 2019 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 1. júní 2017 af rg.nr. 478/2017

489/2010

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum.

1. gr. Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunareftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007, frá 27. október 2007, öðlast eftirfarandieftirtaldar EBESB-gerðgerðir gildi hér á landi:

  1.  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 frá 22. janúar 2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2005, frá 29. apríl 2005. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22, frá 24. apríl 2008, bls. 1.
  2.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 359/2014 frá 9. apríl 2014 um breytingu á V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 136/2004 að því er varðar skrá yfir lönd sem um getur í 9. gr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 7.
  3.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 494/2014 frá 13. maí 2014, um breytingu á V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 136/2004 að því er varðar innflutningsskilyrði og skrá yfir lönd sem um getur í 9. gr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 10.

 2. gr. Fylgiskjal. 

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 frá 22. janúar 2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum.

 2. gr. Fylgiskjal. 

 Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr. Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um þvingunarúrræði og brot gegn reglugerð þessari er varða viðurlögum fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim eða ákvæðum laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir.

4. gr. Eftirlit.

Matvælastofnun annast eftirlit samkvæmt reglugerð þessari.

5. gr. Lagastoð.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 17. gr. a laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, 31. gr. laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Þó taka efnisákvæði þessarar reglugerðar ekki til kjöts, mjólkur, eggja og hrárra afurða úr þessum matvælategundum fyrr en 1. nóvember 2011.

 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. maí 2010. 

 Jón Bjarnason. 

 Baldur P. Erlingsson. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.