Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

487/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 643/2016 um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

2. og 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og orðist svo:

Val á byggðarlögum sem koma til álita skal byggja á eftirfarandi þáttum:

Byggðarlag hafi átt í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi eða ætla megi að samdráttur í greininni myndi skapa slíkan vanda.
Störf við veiðar og vinnslu séu eða hafi verið verulegur hluti starfa í byggðarlaginu sl. 10 ár.
Íbúar byggðarlags séu færri en 450.
Íbúaþróun í byggðarlaginu hafi verið undir landsmeðaltali sl. 10 ár.
Akstursfjarlægð frá byggðarlagi til byggðakjarna sem telur meira en 1.000 íbúa sé a.m.k. 20 km.
Byggðakjarninn tilheyri vinnusóknarsvæði sem telur færri en 10.000 íbúa.
Að aflamark Byggðastofnunar skipti verulegu máli fyrir framtíð byggðarlagsins að mati stjórnar Byggðastofnunar.

Stjórn Byggðastofnunar tekur ákvörðun um endanlegt val byggðarlaga og um það aflamark sem úthluta skal til hvers þeirra á grundvelli greiningar stofnunarinnar á stöðu byggðarlaga sem falla að þeim skilgreiningum sem upp eru taldar í grein þessari.

2. gr.

Eftirfarandi orðalag í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar "fyrir karla og konur" er fellt brott.

3. gr.

Eftirfarandi orðalag í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar "í a.m.k. tveimur dagblöðum" breytist og verður: með opinberum hætti.

4. gr.

Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn breytist og orðist svo: Veiðar og vinnsla afla.
  2. Í stað orðanna "landa þeim afla" í 1. mgr. kemur: skila því aflamagni.

5. gr.

Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "reglum" í 1. mgr. kemur: reglugerð.
  2. Á eftir 1. málslið 1. mgr. bætist við nýr málsliður sem orðast svo: Samningsaðilar skulu gera grein fyrir öllum slíkum skiptum þannig að ljóst sé hvernig umsamið aflamark skilar sér til veiða og vinnslu skv. samningi.

6. gr.

9. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Eftirlit með framkvæmd samninga skal vera í höndum Byggðastofnunar og skal kveða á um nauðsynlegar heimildir stofnunarinnar þess vegna í samningunum sjálfum. Sé það mat stofnunarinnar að um alvarleg frávik sé að ræða frá ákvæðum samningsins, getur hún rift honum einhliða hvenær sem er á samningstímanum.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 19. apríl 2024.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.