Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

479/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 288/2003 um hunang.

1. gr.

Á eftir 1. málslið 3. gr. kemur: Frjókorn er náttúrulegur efnisþáttur sem er einkennandi fyrir hunang og telst ekki vera innihaldsefni.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

  1. Í stað orðanna "588/1993 um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla" í 1. mgr. 6. gr. kemur: 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
  2. Í stað "EB" í 4. mgr. 6. gr. kemur: ESB.

3. gr.

Í stað orðsins "Umhverfisstofnunar" í 8. gr. kemur: Matvælastofnun.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin er til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/63 um breytingu á tilskipun ráðsins 2001/110/EB varðandi hunang. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2017, frá 5. maí 2017. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 425.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.