Prentað þann 22. nóv. 2024
474/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/2009 um íslensk vegabréf, með síðari breytingum.
1. gr.
Á eftir 16. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
16. gr. a.
Utanríkisráðherra getur óskað eftir að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Í því tilviki getur Útlendingastofnun veitt slíkt vegabréf til útlendings þótt viðkomandi uppfylli ekki kröfu 16. gr. um að hann sé löglega búsettur á Íslandi. Gildi vegabréfs fyrir útlending má binda við tiltekið svæði. Gildistími vegabréfs ræðst af þeim ástæðum sem gera útgáfu þess nauðsynlega en skal þó aldrei vera lengri en tólf mánuðir.
16. gr. b.
Utanríkisráðherra er heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Í slíkum tilvikum skal skráð skilmerkilega í neyðarvegabréfið að það sé útgefið til útlendings. Gildistími neyðarvegabréfs ræðst af þeim ástæðum sem gera útgáfu þess nauðsynlega en skal þó aldrei vera lengri en einn mánuður. Neyðarvegabréfi skal skila til lögreglu við komu til landsins eða til sendiskrifstofu erlendis.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, og 11. gr. laga um vegabréf, nr. 136/1998, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.
Dómsmálaráðuneytinu, 26. apríl 2022.
F. h. r.
Haukur Guðmundsson.
Ragna Bjarnadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.