Prentað þann 25. des. 2024
Breytingareglugerð
471/2019
Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/895 frá 22. júní 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 340/2008 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efnastofnunar Evrópu, sem vísað er til í tölulið 12zf, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 240/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 24. janúar 2019, bls. 64-68.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1513 frá 10. október 2018 um breytingu á XVII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) að því er varðar tiltekin efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun í undirflokki 1A eða 1B, sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 11/2019 frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 248-254.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1881 frá 3. desember 2018 um breytingu á I., III., VI., VII., VIII., IX., X., XI. og XII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) til að bregðast við nanóformum efna, sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2019 frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 18. apríl 2019, bls. 542-561.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2005 frá 17. desember 2018 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi bis(2-etýlhexýl)þalati (DEHP), díbútýlþalati (DBP), bensýlbútýlþalati (BBP) og díísóbútýlþalati (DIBP)) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2019 frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 18. apríl 2019, bls. 562-567.
2. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/895 frá 22. júní 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 340/2008 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efnastofnunar Evrópu.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1513 frá 10. október 2018 um breytingu á XVII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) að því er varðar tiltekin efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun í undirflokki 1A eða 1B.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1881 frá 3. desember 2018 um breytingu á I., III., VI., VII., VIII., IX., X., XI. og XII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) til að bregðast við nanóformum efna.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2005 frá 17. desember 2018 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi bis(2-etýlhexýl)þalati (DEHP), díbútýlþalati (DBP), bensýlbútýlþalati (BBP) og díísóbútýlþalati (DIBP)) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)).
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 3. maí 2019.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.