Fara beint í efnið

Prentað þann 25. des. 2024

Breytingareglugerð

451/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1120/2012.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa 180 ECTS BA-námi auk 60 ECTS diplómaprófs á meistarastigi (stigi 2.1) í þroskaþjálfafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

2. gr.

1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Áður en leyfi er veitt skv. 2. gr. á grundvelli menntunar utan Íslands skv. 3. mgr. 3. gr. skal landlæknir leita umsagnar menntavísindasviðs Háskóla Íslands um það hvort umsækjandi uppfylli skilyrði um menntun skv. 1. mgr. 3. gr. fyrir útgáfu starfsleyfis.

3. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem hófu nám í þroskaþjálfafræði við menntavísindasvið haustið 2017 eða fyrr og ljúka 180 ECTS BA-námi á þeirri námsleið í síðasta lagi í júní 2021.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, öðlast gildi 1. júlí 2018.

Velferðarráðuneytinu, 18. apríl 2018.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Áslaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.