Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 4. apríl 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 15. sept. 2022 – 3. feb. 2024 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 15. sept. 2022 af rg.nr. 1036/2022

450/2022

Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90134/20222007, frá 2926. apríloktóber 20222007, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/54 frá 21. október 2021/1703 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2020/692 að því er varðar dýraheilbrigðiskröfurviðbótarkröfur vegna komu afurðatiltekinna úrhóf- dýraríkinuog klaufdýra, sem ereru að finnaupprunnin í samsettum afurðumSambandinu, inn í Sambandið. Reglugerðinþegar erþau birteru flutt til þriðja lands eða yfirráðasvæðis til að taka þátt í EES-viðbætiýmiss viðkonar Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34viðburðum, frásýningum 25.og maískemmtiatriðum 2022,og bls.síðan 28flutt aftur til Sambandsins.

2. gr.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 sem nefnd er í 1. gr. er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008, um fiskeldi.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 12. apríl 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2022/54
 frá 21. október 2021
 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2020/692 að því er varðar viðbótarkröfur vegna komu tiltekinna hóf- og klaufdýra, sem eru upprunnin í Sambandinu, inn í Sambandið þegar þau eru flutt til þriðja lands eða yfirráðasvæðis til að taka þátt í ýmiss konar viðburðum, sýningum og skemmtiatriðum og síðan flutt aftur til Sambandsins
 

 FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
 með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 frá 9. mars 2016 um smitandi dýrasjúkdóma og um
 breytingu og niðurfellingu á tilteknum gerðum á sviði dýraheilbrigðis (lög um dýraheilbrigði) (1), einkum 2. mgr. 239. gr.,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:

  1.  Í framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 (2) er m.a. mælt fyrir um dýraheilbrigðiskröfur vegna
     komu sendinga af tilteknum landdýrum í haldi inn í Sambandið. Nánar tiltekið er í VI. hluta þeirrar framseldu reglugerðar
     mælt fyrir um sérstakar reglur um komu tiltekinna vara inn í Sambandið sem eru upprunnar í Sambandinu og fara þangað aftur. Sem stendur hefur 177. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692 eingöngu að geyma sérstakar reglur sem skráðir hestar þurfa að uppfylla sem eru upprunnir í Sambandinu og fara þangað aftur eftir tímabundinn útflutning til þriðja lands eða yfirráðasvæðis eða svæðis þess til þátttöku í kappreiðum, keppnum eða menningarviðburðum sem tengjast reiðmennsku.
  2.  Til að auðvelda þátttöku þeirra í viðburðum, sýningum og skemmtiatriðum (hér á eftir nefnt viðburðirnir) sem fara fram
     utan Sambandsins er nauðsynlegt að kveða á um undanþágu frá almennu dýraheilbrigðiskröfunum sem mælt er fyrir um í 11. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692 vegna sendinga af hóf- og klaufdýrum sem eru upprunnar í Sambandinu, eru fluttar til þriðja lands eða yfirráðasvæðis eða svæðis þess til að taka þátt í viðburðum og eru síðan fluttar strax aftur til Sambandsins. Til að lágmarka áhættu fyrir dýraheilbrigði og að teknu tilliti til núverandi dýraheilbrigðisástands að því er varðar tiltekna sjúkdóma sem leggjast á svín og alifugla ætti þessi undanþága að takmarkast við tilteknar tegundir hóf- og klaufdýra, þ.e. nautgripi, sauðfé og geitur (hér á eftir nefnd undanþágan fyrir hóf- og klaufdýr). Því ætti að breyta 177. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692 til að hún nái yfir undanþáguna fyrir hóf- og klaufdýr.
  3.  Í sérstöku reglunum um undanþágu fyrir hóf- og klaufdýr ætti að taka tillit til hugsanlegra áhætta fyrir heilbrigði dýra, sem gætu skapast af þessum tegundum tilflutninga vegna viðburða, og þær ættu að vera í réttu hlutfalli við áhættur fyrir heilbrigði dýra sem eiga í hlut. Þess vegna ættu þessar sérstöku reglur að vera nógu strangar til að tryggja að dýr sem taka þátt í viðburðunum komist ekki í snertingu við dýr í lakara heilbrigðisástandi sem eru ekki í samræmi við allar dýraheilbrigðiskröfurnar sem mælt er fyrir um í löggjöf Sambandsins.
  4.  Í ljósi líkinda milli aðgerða sem fara fram á viðburðunum og aðgerða sem fara fram á söfnunarstöðvum er enn fremur rétt að fastsetja kröfur sem eru jafngildar þeim sem gilda um söfnunarstöðvar í þriðju löndum eða yfirráðasvæðum, sem mælt er fyrir um í b-lið 2. mgr. 20. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692, sem byggjast á kröfum sem gilda í Sambandinu og mælt er fyrir um í framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2035 (3).
  5.  Til viðbótar við allar þessar ráðstafanir til áhættumildunar er einnig nauðsynlegt að takmarka þann tíma sem dýrin eru óvarin fyrir hugsanlegum dýraheilbrigðisáhættum sem stafa af þessum tegundum tilflutninga til að taka þátt í viðburðunum og dvöl þeirra utan yfirráðasvæðis Sambandsins.
  6.  Því ætti að breyta 177. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692 til samræmis við það.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvæðum 177. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692 er breytt sem hér segir:

  1.  Í stað fyrirsagnarinnar kemur eftirfarandi:
     „177. gr.
     Viðbótarkröfur vegna komu tiltekinna hóf- og klaufdýra, sem eru upprunnin í Sambandinu, inn í Sambandið þegar
     þau eru flutt til þriðja lands eða yfirráðasvæðis eða svæðis þess til að taka þátt í ýmiss konar viðburðum, sýningum og
     skemmtiatriðum og síðan flutt aftur til Sambandsins“
  2.  Eftirfarandi málsgrein er bætt við:
     „3. Þrátt fyrir 11. gr. skal heimila að sendingar af nautgripum, sauðfé og geitum sem eru upprunnin í Sambandinu og flutt
     til þriðja lands, yfirráðasvæðis eða svæðis þess í að hámarki 15 daga til að taka þátt í ýmiss konar viðburðum, sýningum og skemmtiatriðum (hér á eftir nefnt viðburðurinn) komi inn í Sambandið frá því þriðja landi eða yfirráðasvæði, að því tilskildu að þær uppfylli eftirfarandi skilyrði:
     a) þriðja landið eða yfirráðasvæðið eða svæði þess, þar sem viðburðurinn fer fram, er skráð vegna innflutnings á dýrategundinni inn í Sambandið,
     b) starfsstöðin þar sem viðburðurinn fer fram:
     
     i. uppfyllir kröfur sem gilda um starfsstöðvar sem annast samsöfnun hóf- og klaufdýra, sem mælt er fyrir um í b-lið 2. mgr. 20. gr.,
     ii. er eingöngu, við komu sendingarinnar til starfsstöðvarinnar og allan þann tíma sem viðburðurinn stendur yfir, með nautgripi, sauðfé eða geitur í haldi sem uppfylla allar viðeigandi kröfur sem mælt er fyrir um í löggjöf Sambandsins vegna komu slíkra dýra inn í Sambandið,
     
     c) sendingin af dýrum frá Sambandinu til starfsstöðvarinnar sem um getur í b-lið og frá þeirri starfsstöð til Sambandsins er send með flutningatæki sem uppfyllir almennar kröfur sem varða flutningatæki til að flytja landdýr, sem mælt er fyrir um í 17. gr., og án affermingar í öðru þriðja landi eða yfirráðasvæði eða svæði þess,
     d) dýrin í sendingunni komust ekki í snertingu við önnur dýr í lakara heilbrigðisástandi frá fermingu fyrir sendingu frá Sambandinu til starfsstöðvarinnar, sem um getur í b-lið, og allan þann tíma sem viðburðurinn stóð yfir þangað til þau komu aftur til Sambandsins.“

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi á þriðja degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 21. október 2021.

 Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
 Ursula VON DER LEYEN
 forseti.

 (1) Stjtíð. ESB L 84, 31.3.2016, bls. 1.
 (2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 frá 30. janúar 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu (Stjtíð. ESB L 174, 3.6.2020, bls. 379).
 (3) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2035 frá 28. júní 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur fyrir starfsstöðvar með landdýr í haldi og útungunarstöðvar og rekjanleika tiltekinna landdýra í haldi og útungunareggja (Stjtíð. ESB L 314, 5.12.2019, bls. 115).

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.