Prentað þann 22. des. 2024
450/2009
Reglugerð um breytingu á reglugerð um fráveitur og skólp, nr. 798/1999.
1. gr.
2. mgr. 7. gr. orðist svo:
7.2 Skólp skal hreinsa með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa ef viðtaki er viðkvæmur. Með ítarlegri hreinsun fyrir köfnunarefni og fosfór skal ná fram lækkun, sbr. töflu í fylgiskjali 4. Að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar er heimilt að setja mismunandi kröfur til skólphreinsistöðva á sama vatnasvæðinu ef markmiði um 75% heildarlækkun á köfnunarefni og fosfór er náð á vatnasvæðinu. Við eftirlit og mat á mengunarmælingum skal taka mið af D-hluta, I. viðauka eins og við á. Einnig skal hreinsa skólp með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa ef viðtaki nýtur sérstakrar verndar vegna nytja af ýmsu tagi, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar, auk annarra sérstakra vatnsverndunarsvæða.
2. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt fylgiskjal, fylgiskjal 4 sem orðist svo:
Fylgiskjal 4.
Hreinsikröfur sem gilda um hreinsun skólps frá svæðum utan þéttbýlis á viðkvæmum svæðum þar sem næringaefnaauðgun kann að eiga sér stað eins og bent er á í a-lið A hluta II. viðauka. Beita má annarri eða báðum færibreytunum með hliðsjón af staðbundum aðstæðum. Gildin fyrir styrk eða lækkun miðað við hundraðshluta skulu eiga við:
Færibreytur | Styrkur | Lágmarkslækkun miðað við hundraðshluta1) | Tilvísunaraðferð |
Heildarstyrkur fosfórs | 2 mg/l P frá og með 50 pe. | 80 | Sameindargleypnilitrófsmæling |
Heildarstyrkur köfnunarefnis2) | 15 mg/l N frá og með 50 pe.3) | 70-80 | Sameindargleypnilitrófsmæling |
1) | Lækkun miðað við styrk aðveituskólps. |
2) | Heildarstyrkur köfnunarefnis merkir: heildarsumma Kjeldahl-köfnunarefnis (lífrænt N + NH3 - N), nítrat-köfnunarefni (NO3 - N) og nítrat-köfnunarefni (NO2 - N). |
3) | Annar kostur er sá að sólarhringsmeðaltal fari ekki yfir 20 mg/1 N. Miðað er við 12°C vatnshita eða hærri meðan líffræðilegur hvarfvaki skólphreinsistöðvarinnar starfar. Í stað kröfunnar um hitastig má starfrækja hreinsistöð tímabundið ef tillit er tekið til veðurskilyrða á staðnum. Nýta má þennan möguleika ef hægt er að færa sönnur á að ákvæðum 1. mgr. D-hluta, I. viðauka sé fullnægt. |
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. laganna, öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 24. apríl 2009.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.