Prentað þann 22. des. 2024
445/2015
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 490 25. júlí 1997, um Lögregluskóla ríkisins.
1. gr.
Í stað orðsins "dómsmálaráðherra" í 1. mgr. 1. gr. kemur: innanríkisráðherra.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
a) | Í stað orðsins "dómsmálaráðherra" í 1. mgr. kemur: innanríkisráðherra. |
b) | Ný 2. mgr. orðast svo: Skólastjóra til aðstoðar við stjórn skólans eru yfirlögregluþjónn og aðstoðaryfirlögregluþjónn. Skólastjóri skipar lögreglumenn innan skólans og ræður kennara og aðra starfsmenn. |
c) | Orðin "fulltrúa Sýslumannafélags Íslands" í 3. mgr. falla brott. |
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
a) | Í lok 1. málsliðar 1. mgr. kemur: með síðari breytingum. |
b) | Í stað orðsins "Jafnframt" í 2. málslið 1. mgr. kemur: Þá. |
c) | Við 1. mgr. bætist eftirfarandi: Jafnframt verður umsækjandi að hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, hafa gott vald á íslensku og ensku, hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs og vera syndur. |
d) | Í lok 1. málsliðar 2. mgr. kemur: í samvinnu við Lögregluskóla ríkisins. |
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
a) | Í stað orðsins "dómsmálaráðherra" í 1. mgr. kemur: innanríkisráðherra. |
b) | Í stað orðanna "Sýslumannafélagi Íslands" í 1. mgr. kemur: Lögreglustjórafélagi Íslands. |
c) | Ný 3. mgr. orðast svo: Til að staðreyna hvort viðkomandi uppfyllir inntökuskilyrði varðandi sakarferil og háttsemi er valnefnd heimilt, með samþykki umsækjanda, að afla upplýsinga um hann úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 5. mgr. 38. gr. lögreglulaga með síðari breytingum. Valnefnd skal veita umsækjanda með skýrum hætti vitneskju um hvaða upplýsingar um hann verður unnið með; hver mun fá upplýsingar um hann; hvaðan upplýsingarnar koma og hvaða öryggisráðstafanir eru viðhafðar við vinnslu upplýsinganna. Þegar viðkvæmar persónuupplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu vinnu valnefndar skal þeim eytt. |
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "dómsmálaráðuneytinu" kemur: innanríkisráðuneytinu.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 39. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, sbr. 10. gr. laga nr. 51 27. maí 2014, öðlast gildi þegar í stað.
Innanríkisráðuneytinu, 11. maí 2015.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.