Prentað þann 26. des. 2024
442/2023
Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um peningamarkaðssjóði.
1. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samninginn:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/990 um breytingu á og viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 að því er varðar einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun (STS-verðbréfun) og eignatryggð skammtímabréf, kröfur um eignir sem mótteknar eru sem hluti af endurhverfri verðbréfasölu og aðferðafræði við lánshæfismat. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 68-75.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1383 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2018/990 að því er varðar kröfur fyrir eignir sem peningamarkaðssjóðir taka við sem hluta af endurhverfri verðbréfasölu. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 30 frá 20. apríl 2023, bls. 1-2.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2020 frá 7. febrúar 2020 um upptöku reglugerðar skv. a-lið 1. mgr. í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 13 frá 16. febrúar 2023, bls. 46.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2022 frá 29. apríl 2022 um upptöku reglugerðar skv. b-lið 1. mgr. í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 109.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 15. gr. laga nr. 6/2023, um peningamarkaðssjóði, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 24. apríl 2023.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Elísabet Júlíusdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.