Prentað þann 22. des. 2024
442/2012
Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar.
1. gr.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004, um samræmingu almannatryggingakerfa, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009, um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa, skulu öðlast gildi hér á landi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 frá 1. júlí 2011 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn, sbr. einnig 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið með síðari breytingum og bókun 1 við EES-samninginn.
Reglugerðirnar skulu gilda með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
2. gr.
Reglugerðirnar skv. 1. gr. taka til eftirtalinna málefna, sbr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004:
- sjúkrabóta,
- bóta til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildra bóta til feðra,
- örorkubóta,
- bóta vegna elli,
- bóta til eftirlifenda,
- bóta vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma,
- styrkja vegna andláts,
- atvinnuleysisbóta,
- bóta sem eru veittar áður en eftirlaunaaldri er náð,
- fjölskyldubóta.
3. gr.
Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands og Vinnumálastofnun eru samskiptastofnanir, sbr. 1. gr. b reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009, varðandi þau málefni sem þeim hafa verið falin með lögum og talin eru upp í 2. gr.
4. gr.
Í reglugerð þessari er mælt fyrir um gildistöku reglugerðanna varðandi þau málefni sem talin er upp í 2. gr. og velferðarráðuneytið fer með.
Í reglugerð nr. 443/2012 er kveðið á um gildistöku reglugerðanna varðandi önnur þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. og fjármálaráðuneytið fer með.
5. gr.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 54, frá 6. október 2011, bls. 46, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 19, frá 29. mars 2012, bls. 23, nr. 988/2009, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 26, og nr. 987/2009, sem birt er í EES-viðbæti nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 266, eru birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum, 6. mgr. 42. gr. og 64. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum, og 55. gr., sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júní 2012.
Frá sama tíma falla úr gildi auglýsingar nr. 550/1993, 367/1994 og 291/1997 og reglugerðir nr. 587/2000, 588/2000, 591/2000, 592/2000, 811/2000, 831/2000, 847/2001, 862/2001, 507/2002, 526/2002, 356/2003, 440/2003, 777/2004, 782/2004, 819/2004, 11/2006, 13/2006, 463/2007, 514/2007, 790/2007, 367/2008, 646/2008, 647/2008, 855/2008, 29/2009, 420/2009, 503/2009, 524/2009, 833/2009 og 994/2009.
Velferðarráðuneytinu, 11. maí 2012.
Guðbjartur Hannesson.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.