Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

437/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 505/1998, um áfengisgjald, með síðari breytingum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í stað "57,50 kr." í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 70,78 kr.

2. gr.

4. málsl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Í stað 7. og 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 7. gr., og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því.

Hin nýja grein ásamt fyrirsögn hljóðar svo:

Vangreitt áfengisgjald.
7. gr.

Sé áfengisgjald ekki greitt á gjalddaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 6. gr., skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef framleiðandi hefur ekki skilað áfengisgjaldsskýrslu eða henni verið ábótavant og áfengisgjald því áætlað, nema aðili hafi greitt fyrir gjalddaga upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum.

Álag skv. 1. mgr. skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.

Sé áfengisgjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Dráttarvextir skulu reiknaðir frá og með gjalddaga.

Verði vanskil á greiðslu áfengisgjalds skal tollstjóri synja innflytjanda eða framleiðanda um frekari greiðslufrest meðan vanskil vara.

Ef um er að ræða ítrekuð eða stórfelld vanskil á greiðslu áfengisgjalds, álags skv. 2. mgr. eða dráttarvaxta skv. 3. mgr. getur tollstjóri án fyrirvara stöðvað tollafgreiðslu á öðrum vörum til skuldara eða látið lögreglu stöðva atvinnurekstur skuldarans m.a. með því að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð, enda telji tollstjóri hagsmuni ríkissjóðs ekki verða tryggða með öðrum hætti.

4. gr.

Í stað "13. gr." í 7. tölul. og "13. gr." í 8. tölul. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: 12. gr.

5. gr.

Í stað "12. gr." í 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 11. gr.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 5. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 19. apríl 2005.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Elmar Hallgríms.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.