Prentað þann 22. des. 2024
427/2018
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 643/2016, um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
1. gr.
1. málsl. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Byggðastofnun skal úthluta aflamarki með tilkynningu til Fiskistofu um magn á skip, á grundvelli samninga fyrir fiskveiðiárið enda séu skilyrði samningsins uppfyllt.
2. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Byggðastofnun skal hafa samráð við sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags áður en tillögur um samningsaðila eru lagðar fyrir stjórn Byggðastofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. apríl 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.