Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 11. júlí 2025

Stofnreglugerð

418/2025

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/905 um viðbót við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6 að því er varðar beitingu bannsins við notkun á tilgreindum sýkingalyfjum fyrir dýr eða í afurðir úr dýraríkinu sem eru fluttar inn í Sambandið frá þriðju löndum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278/2024 frá 6. desember 2024, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/905 frá 27. febrúar 2023 um viðbót við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6 að því er varðar beitingu bannsins við notkun á tilgreindum sýkingalyfjum fyrir dýr eða í afurðir úr dýraríkinu sem eru fluttar inn í Sambandið frá þriðju löndum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 841.

2. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XIV. og XV. kafla laga um dýralyf, nr. 14/2022, og VI. kafla laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 27. gr., 4. mgr. 47. gr. og 4. mgr. 74. gr. laga um dýralyf, nr. 14/2022, og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 4. apríl 2025.

Hanna Katrín Friðriksson.

Svava Pétursdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.