Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

416/2007

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 7. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldri bifreið þess sem flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu, í allt að einn mánuð frá komudegi flutningsfars til landsins. Það er skilyrði að innflytjandi flytji bifreiðina til landsins eigi síðar en einum mánuði frá komu hans sjálfs til landsins.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "þrjú" í 2. mgr. kemur: tvö.
  2. 3. tölul. 2. mgr. orðast svo:

Rétthafi skal hafa í tekjur að lágmarki 70% af reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu eins og það er ákvarðað af ráðherra árlega, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, næsta almanaksár eftir að eftirgjöf var veitt. Að loknum tveimur árum frá eftirgjöf ber rétthafa að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslu næsta heila almanaksárs eftir að eftirgjöf var veitt, til sönnunar á tekjum rétthafa. Berist tollstjóra ekki framangreint skattframtal skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 28. gr. laga um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti, o.fl., nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað, nema 2. gr. sem öðlast gildi 1. júlí 2007. Tekur reglugerðin til allra bifreiða sem eru ótollafgreiddar við gildistöku hennar.

Fjármálaráðuneytinu, 10. maí 2007.

F. h. r.

Árni M. Mathiesen.

Baldur Guðlaugsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.