Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Stofnreglugerð

415/2024

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um póstmál.

1. gr.

Með reglugerð þessari eru eftirtaldar Evrópugerðir innleiddar í íslenskan rétt:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 frá 18. apríl 2018 um bögglaútburðarþjónustu yfir landamæri, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 74 frá 18. nóvember 2021.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1263 frá 20. september 2018 um eyðublöð fyrir veitendur bögglaútburðarþjónustu til að leggja fram upplýsingar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 71 frá 11. nóvember 2021.

2. gr. Fyrirvari.

Reglugerðir þessar breyta ekki skilgreiningu á póstsendingu samkvæmt lögum um póstþjónustu, sbr. 14. mgr. formála reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 frá 18. apríl 2018.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í d-lið 8. tölul. 1. mgr. 47. gr. og 47. gr. a, laga um póstþjónustu, nr. 98/2019, sbr. lög nr. 112/2023 og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 13. mars 2024.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.